Ljósmæðrablaðið - 01.07.1993, Síða 45
ATyVí> V
ekki mjólkað eftir fæðingu (4,6). í einni
rannsókn kom fram að sumar konur voru
hræddar um að brjóstin yrðu aftur stór og
þung ef þær mjólkuðu. En í ljós hefur
komið að ekki varð mikil stækkun á
brjóstunum eftir brjóstagjöf, heldur hangi
brjóstin eins og hjá öðrum konum, sem
hafa haft barn á brjósti (7).
Brjóstagjöf eftir fæöingu
Eðlilegt þan (stálmi) verður á brjóst-
unum og mjólkurmyndun verður í þeim
hluta þar sem kirtilvefur er til staðar. Þau
svæði sem ekki geta tæmt sig rýrna, kirtl-
arnir hætta að framleiða og mjólkur-
myndunin gengur til baka (resorberast)
(2,6). Það virðist vera svipað ferli eins og
hjá þeim konum, sem hafa svokallað
aukabrjóst þ.e. brjóstvef sem ekki hefur
útfærslugang, sem oftast er staðsettur
undir holhönd. En einnig er talað um
þann möguleika að mjólkurgangarnir
endurbyggist (2). Álitið er að lítil mjólk-
urmyndun tengist því hvað brjóstin stæk-
ka á meðgöngutímanum og einnig ef lítið
þan (stálmi) verður eftir fæðinguna. Það
Setur sagt til um hversu mikill kirtilvefur
er til staðar og þroska hans á meðgöng-
unni. Þær konur sem hafa minni stækkun
hafa minni starfandi kirtilvef og þar af
leiðandi minni mjólk (6). Mikilvægt er að
leggja barnið sem fyrst á brjóst, helst
innan einnar klst. frá fæðingu til að örva
mjólkurmyndun, og á tveggja til þriggja
klst. fresti eftir það. Dregur einnig úr
stálma. Ræða þarf við konuna að barnið
gæti þurft fljótt ábót. Benda á hjálpartæki
sem fæst í apótekum, sem er þannig
hannað að barnið fær mjólk úr brúsa sem
hangir um háls móðurinnar en frá
brúsanum er slanga, sem sett er inn í
munn bamsins jafnframt því sem það
sýgur brjóstvörtuna og örvar mjólkur-
framleiðslu brjóstsins. Nauðsynlegt er að
konan hafi rólegt og notalegt umhverfi
það auðveldar mjólkurlosun. Konan þarf
síðan áframhaldandi stuðning eftir heim-
komu. Fylgjast þarf vel með þyngd
barnsins (4,6,7).
Helstu niðurstöður úr
rannsóknum
I flestum tilfellum er talað um ein-
hverja stækkun á brjóstunum á með-
göngu, og konurnar undirbjuggu brjóstin
eins og áður sagði. Og í öllum tilfellum
mjólkuðu konurnar, en mismikið þó
(4,7,8). Sumar hættu ef þær mjólkuðu
lítið og þurftu því fljótt að gefa pela. Flest
börnin fengu ábót frá sex vikna aldri, en
sumar mæðurnar mjólkuðu allt upp í sex
mánuði og þá oft bara ánægjunnar
vegna. Börnin þyngdust í flestum tilfel-
lum hægt, talin vera nægjanleg mjólk ef
þau þyngdust 28,5 gr. á dag (7). Mikið
er talað um hvað hvatning og eftirlit hafi
góð áhrif á konurnar. Ein kona er nefnd
sem fékk brjóstastíflu og bólgu í brjóst.
Hún var meðhöndluð með ampicillini,
hitabökstrum og brjóstagjöf með góðum
árangri (4).
Samantekt úr viðtölum mínum við
43
ejósmæðrablaðið