Ljósmæðrablaðið - 01.07.1993, Side 47
SIGFRÍÐUR INGA KARLSDÓTTIR, hjúkrunarfræðingur, B.Sc., ljósmóðir:
Feður og mébganga
Á tímum hins breytta þjóðfélags-
skipulags og með aukinni þátttöku karla
á meðgöngutíma konunnar og við barna-
uppeldi vakna margar og sumar ef til vill
nokkuð broslegar hugmyndir um við-
brögð karla við þessum aðstæðum. Er
komin tími til þess að við ljósmæður
leggjum meiri áherslu á það í mæðraeftir-
litinu að verðandi feður gangi e.t.v. líka í
gegnum miklar breytingar og mikið álag?
I þessari grein ætla ég að fjalla aðeins um
andleg og líkamleg einkenni sem hefur
verið talað um að sumir verðandi feður
fengju á meðgöngutíma konunnar.
Sumir fræðimenn hafa viljað tala um
hina ófrisku fjölskyldu en ekki bara hina
ófrísku konu vegna allra þeirra breytinga
sem stundum verða hjá þeirri fjölskyldu
sem á von á barni. Á þessu tímabili byrj-
ar hver einstaklingur innan þessarar fjöl-
skyldu að velta fyrir sér nýju hlutverki sem
bíður hans, þegar nýr einstaklingur bætist
í hópinn. Þau tengsl sem em milli ein-
staklinganna í fjölskyldunni breytast oft og
oft em gerðar aðrar og nýjar kröfur til ein-
staklinganna innan fjölskyldunnar s.b. þú
ert nú að verða stóri bróðir og svo fr.v. (5).
Á meðan á meðgöngunni stendur,
stendur hinn verðandi faðir frammi fyrir
nýjum aðstæðum, konan hans kann að
virka allt önnur manneskja vegna and-
legra viðbragða hjá henni vegna með-
göngunnar. Oft fer konan að skoða
sjálfsmynd sýna á þessum tíma, hún á
sýna dagdrauma, þörf hennar fyrir hvíld
EJÓSMÆÐRABLAÐIÐ __________________
eykst og áhugi hennar á kynlífi breytist
oft. Sumir karlmenn segja að þeir upplifi
skrítna samkeppnistilfinningu gagnvart
barninu, því allt í einu snúist allt i kringum
barnið. Hann kann að finna fyrir meira
fjárhagslegu álagi vegna aukinna útgjalda
og það eykur oft á áhyggjur hans. Ef til
vill finnur hann líka fyrir auknum þrýst-
ingi gagnvart því að þess sé krafist af
honum að hann hagi sér eins og verðandi
pabba sæmir, (hvað sem það svo þýðir).
Duvall setti fram ákveðna þætti sem væru
hugsanleg viðbrögð verðandi pabba ann-
ars vegar og verðandi móður hins vegar
á meðgöngutíma konunnar.
Af þeim má sjá að það virðist vera
nokkuð ólíkt hvað það er sem verðandi
pabbar hafa áhyggjur af á meðgöngunni
annars vegar og hins vegar hvaða áhyggj-
ur verðandi mæður hafa (5).
Ef við snúum okkur svo aðeins að
þeim líkamlegu þáttum sem hefur verið
talað um að fylgi stundum hinum verð-
andi föður þá var þar til nýlega litið svo
á að ýmis líkamleg og andleg einkenni á
meðgöngu væru eingöngu bundin hinni
verðandi móður. Ekki var gert ráð fyrir
neinum slíkum einkennum hjá hinum
verðandi föður. En nú síðustu árin hafa
heyrst háværar raddir um það að mörg
þessara einkenna séu lika bundin karl-
manninum.
Margar erlendar rannsóknir hafa
verið gerðar í því skyni að athuga hvaða
líkamleg og andleg einkenni komu fram
_________________________________ 45