Ljósmæðrablaðið - 01.07.1993, Page 50
maður upplifi mismunandi væntingar til
föðurhlutverksins þá eru ákveðnir þættir
sem taldir eru sameiginlegir hjá flestum
þeirra. Margar greinar hafa verið skrif-
aðar um væntingar til föðurhlutverksins
og um þá þætti sem skifti máli í sambandi
við það hvernig karlar eru tilbúnir til þess
að takast á við föðurhlutverkið. I grein
sem May skrifaði árið 1984 talar hún um
fjóra þætti sem séu ríkjandi áhrifavaldar
í því hvernig karlar upplifa breytt hlutverk
sitt sem feður (8).
Þessir þættir eru:
1. Fjárhagslegt öryggi.
2. Hvort það hafi verið ósk karl-
mannsins að verða faðir.
3. Hvort karlmaðurinn er sáttur við að
barnlausu tímabili sé lokið.
4. Stöðugleiki í sambandi hjóna/pars.
Mjög trúlegt er að einhverjir af þess-
um þáttum, ef ekki allir, hafi áhrif á það
hvernig karlar upplifa það hlutverk sitt að
verða feður. Margir greinarhöfundar
hafa einnig bent á, að hversu mikinn þátt
karlmaðurinn taki í meðgöngu konunnar
og það hversu snemma hann fær að
finna hreyfingar barnsins hafi mikil áhrif
á það að hann þrói hugmyndir um
föðurhlutverkið á jákvæðan hátt og sé
tilbúnari en ella til að takast á við það (6).
Til umhugsunar
Með aukinni fræðslu og þátttöku
karla á meðgöngutíma konunnar hafa
þær kröfur sem til þeirra eru gerðar orðið
meiri og meiri. Ef til vill er það orsökin
fyrir því að nú er talað um að þessi
einkenni sem konan fær á meðgöngu séu
e.t.v. ekki aðeins bundin henni einni. í
fyrstu gæti okkur þótt mjög svo undarlegt
að verðandi faðir kvartaði undan ógleði
48 __________________________________
og uppköstum á meðgöngutíma konu
sinnar. Það leiðir aftur hugann að því
hvort líkaminn og sálin séu ekki mun
tengdari en við gerum okkur grein fyrir í
dag. Um frekari vangaveltur varðandi
orsök og afleiðingar þessara einkenna
læt ég ykkur eftir.
Heimildir
1. Brown M.A. (1987). How fathers and moth-
ers perceive prenatal support. American
Journal of Maternal Child Nursing; 12 (6):
414-8.
2. Brown M.A. (1986). Social support, stress
and health: A comparison of expectant
mothers and fathers. Nursing Research; 35
(2): 72-6.
3. Chapman L. (1991). Expectant fathers role
during labor and birth. Journal of Obstetric
Gynecologic, and Neonatal Nursing; 21
(2): 114-120.
4. Conner G.K. & Denson V. (1990). Expectant
fathers response to pregnancy; Review of lit-
erature and implicatíons for research in high-
risk pregnancy. Journal of Perinatal &
Neonatal Nursing; 4 (2) 33-42.
5. Edelman, C.D. & Mandle, C.L. (1990).
Health promotion: Throughout the lifespan.
Mosby company.
6. Ferketich S.L. & Mercer R.T. (1989). Men’s
health status during pregnancy and early
fatherhood. Research in Nursing & Health;
12 (3): 137-148.
7. Glazer G. (1989). Anxiety and stressors of
expectant fathers. Western Journal of
Nursing Research; 11 (1): 47-59.
8. Lemmer S.C. (1987). Becoming a father: A
review of nursing research on expectant
fatherhood. Maternal Child Nursing
Journal; 16 (3): 261-75.
9. Strickland O.L. (1987). The occurance of
symptoms in expectant fathers. Nursing
Research; 36 (3): 184-189.
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ