Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2004, Page 32

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2004, Page 32
/ Heimafæðingar á Islandi úttekt á heimafæðingum síðastliðinna 10 ára Á ráðstefnu Ljósmæðrafélagsins, er bar yfirskriftina „Eðlilegar fæðingar í nú- tíma samfélagi" er haldin var á Grand Hótel þann 12. september 2003 sl. var ég beðin um að flytja innlegg er fjallaði um útkomu heimafæðinga minna er spönnuðu tímabilið frá 1992 til 2003. Þar sem ég hef haldið nákvæma skráningu og á ljósrit af öllum mæðra- skrám kvennanna var ekki erfitt að fara að rýna í gögnin og gera afturvirka athugun á útkomu þeirra fæðinga er ég hef aðstoðað við heima en útkoman kom mér á óvart. Vissulega veit ég eins og þið að heimafæðingar eru góður val- kostur fyrir heilbrigðar konur í eðlilegri meðgöngu og um það verður ekki fjall- að nánar hér heldur skoða ég áhuga- verðar staðreyndir er komu í ljós. Aftur á móti gat ég ekki alveg stoppað við mínar fæðingar heldur kallaði til Ás- laugu Hauksdóttur til að koma með heildarútkomu er varðaði sérstaklega ijölda vatnsfæðinga og hvernig útkoma spangarsvæðisins var hjá þeim konum. En lítum fyrst á þróun heimafæðinga sl. 10 ár. Kemur þá í ljós að umtalsverð flölgun átti sér stað eftir 1999. Stofnun Félags áhugafólks um heimafæðingar má vera skýringin en vissulega einnig breyttar áherslur í fæðingarhjálp al- mennt og jákvætt viðhorf síðustu árin bæði hjá fagstéttum og almennt í þjóð- félaginu. Guðrún Ólöf Jónsdóttir Ijósmóðir og hjúkrunarfræðingur Heildarfjöldi heimafæðinga er ekki lagður saman heldur tek ég út Stór- Reykjavíkursvæðið og dreifbýlið og leyfi mér að sýna fram á fjölda fæðinga sem við Áslaug Hauksdóttir höfúm sinnt. Þá sést að einhverju er nú ábótavant við árin 1994 og 1995. Þar virðist vanta skráningu á 2 fæðingum (tölur fengnar frá kvennadeild LSH). Hjá okkur Áslaugu luku 113 konur fæðingunni heima og þær fæðingar voru aðallega skoðaðar með tilliti til fæðingaraðferðar, þ.e. vatnsfæðing eða , jarðbundin“ og hvort um væri að ræða frumbyrju eða fjölbyrju (sjá töflu 2). Einnig lék okkur hugur á skoða hvernig útkoma fæðingarinnar væri hjá þeim m.t.t. spangarsvæðisins, sérstaklega þar sem okkar tilfinning fyrir útkomu spangarinnar hefur ekki verið í takt við umræður sl. ára. (sbr litla könnun er var Tafla 2. Vatnsfæðingar vs jarðbundnar, (þe ekki vatnsfæðingar) Heimaf 1 sðingar 3 Vatnsfæðingar 65 Jarðbundnar 48 Frumbyrjur 28 Fjölbyrjur 85 1 Vatnsfræðing 1 jarðbundnar i Vatnsfæðing 1 jarðbundnar 13 15 52 33 Mynd 1 Heimafæðingar frá 1992 - 2003 (sept) 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 Samtals 8 S-Rvk 148 7 9 8 9 9 6 17 31 19 25 ? Af þeim 113 Guðrún Ólöf 56 1 0 6 2 5 5 2 1 13 8 7 6 Aslaug 57 0 0 0 0 0 1 2 7 8 10 16 13 Landið 2 4 7 3 3 2 4 4 0 1 Heildarfjöldi 148 1992- 2002 Áslaug 57 og Guðrún Ólöf 56 = 113 gerð í Keflavík). Af þeim 113 heima- fæðingum voru vatnsfæðingar mun al- gengari valkostur hjá konunum, enda er það ein af mörgum ástæðum þess að konur velja heimafæðingu. Reyndar fæddu 14 konur hjá mér áður en að fyrsta vatnsfæðingin átti sér stað, en eftir að ég eignaðist fæðingarlaugina árið 1998 þá varð stórkostleg breyting á bæði hvað varðaði verkjameðferð fyrir konuna og útkomu fæðingarinnar. Það er fæðingin gekk hraðar fyrir sig og ég sá ekki þessa uppgjöf hjá þeim eins og áður. Ef við lítum nú nánar á mínar 5ó fæðingar þá kemur í ljós að þær sem 32 Ljósmæðrablaðið maí 2004

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.