Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2004, Page 35

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2004, Page 35
°g Hrefnu Einarsdóttur þá þurftum við á stuðningi að halda og gat ég leitað til kollega minna í MFS. En eftir þessa reynslu finnst mér persónulega þessi feðingarstelling vera varhugaverð, alla Vega þarf að fá konuna hratt niður á annað hnéð ef hún ætlar sér að fæða svona. Mér er líka hugsað til þess að þar sem fæðingin var konunni svo ljúf, °g barninu líka, hormónalega séð, þá var hún ekki tilbúin að hefja lífið utan bkama móður sinnar, þ.e. að grípa andann sjálf. Það var eins og hún áttaði sig ekki á að hún væri fædd. Til gamans tók ég saman stærð barna, kyn og fleira til að skoða Stærsta barnið 4714 g 4500 gr - 5000 gr 4 4000 gr - 4500 gr 15 3500 gr - 4000 gr 34 3000 gr - 3500 gr 13 Minnsta barnið 3100 gr Skemmtilegir punktar * Drengir 23 Stúlkur 23 Legvatn fer snemma á 1. stigi sótt ekki byrjuð að ráði 3 Grænt legvatn, þ.e. vel grænt 1 * Folgrænt, rennandi 2 ’ Tært 53 * Methergin 9 konur Syntocinon sprey 7 konur 54 börn yfir 7 í apgar ~ börn undir 7 í apgar - vökudeild Lelgir sprengdir eða rifna sjálfir eftir 9 cm útvíkkun hjá öllum konunum. Blæðing meira en 500 ml 4 konur. ^llar aðrar með áberandi litla blæð- ^ ingu 50 - 150 ml F*rjóstagjöf; öll börn á bijósti í »tímaleysi“ er þarf ekki mikilla útskýringa við, ég Lef syntocinon úða í kollhríð ef ég þarf að Fá sterka hríð og ef konunni hefur blætt áður, síðan fær sú kona inj. Met- hergin. Þannig að fáar konur fengu sprautu hjá mér eftir fæðinguna. Belgir rofnuðu sjálfir í /við fæðingu eða ég opnaði belginn til að flýta íyrir ef brún- in var lengi að hverfa. í lokin fyrir ykkur sem hafið áhuga á að taka á móti heima. „Tricks of the trade“ sem ég hef lært. • Alút staða 2. stig, góð stelling góð opnun grindarinnar og gott að nudda og fylgjast með spangarsvæðinu • Handklæði á brún til að þurrka sér, eitt íyrir mig líka • Kaldur poki á brún • Barnaskemill, ofan í • Boltar litlir í hendi, eða greiður í lófa • Stórir uppblásnir boltar til að sitja á , eða liggja, (ein var með barnaörygg- isbelti fyrir vatn) • Nuddtæki ýmiss konar, gæti dugað vel málningarrúlla (ónotuð!) • Ilmolíur, kerti • Ljós, ennisljós við saumaskap • Spegill • Vínber frosin • Bekken til að setjast á ef fæðir ekki í vatninu • „Miðjan í húsinu,“ þar sem ég hef töskurnar því að fæðingin getur verið ansi hreyfanleg og endað þar sem konuna síst grunar í byrjun. • Barnafot á ofninn • Hitapoki í ból/vöggu inni í handklæði • Lak stórt til að setja undir kúlu ef hún vill standa. • Systkini undirbúin, fyrirfram ákveðið þeirra hlutverk og ábyrgð t.d. fötin á ofninn, ljósmyndataka og fleira • Aðrir til taks, að allir viti sitt hlut- verk. • Pabbinn frír Langur listi og örugglega alls ekki tæm- andi. En gaman samt að huga að því. Það var ansi fróðlegt að gefa sér tíma í að skoða allar þessar mæðraskrár og Sigurkuflinn opnaður. Friðrik Arnar, fœddur 4.4. 2003. sjá það svart á hvítu að útkoma heima- fæðinga á íslandi er bara þó nokkuð góð enda hafa fjölmargar rannsóknir sýnt fram á að heimafæðingar eru góð- ur valkostur ef vel er að þeim staðið, unnið eftir fyrirfram gefnum ramma, og reyndar ljósmæður sem sinna þeim. Það er orðið ansi brýnt mál að fleiri ljósmæður taki að sér að sinna heima- fæðingum, því eins og fram hefiir kom- ið í fréttum s.l. vikur þá stefnir nú í metár og við þurfúm að geta orðið við óskum kvenna og fjölskyldna þeirra. Fæðing er fjölskylduatburður og skiptir miklu máli að geta orðið við þeim væntingum Barnið er að fæðast inn í „hring- faðm“ fjölskyldunnar og sá staður er yndislegur heima þar sem allir taka á móti því pabbinn, systkini ,afar og ömmur og jafnvel vinkonur og vinir og ljósmóðirin. LANDSPÍTALI hAskólasjúkrahús Kvennasvið Landspítala óskar öllum Ijósmæðrum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars. Ljósmæðrablaðið maí 2004 35

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.