Freyr

Volume

Freyr - 01.07.1937, Page 8

Freyr - 01.07.1937, Page 8
102 F R E Y R II. Ræða formanns Búnaðarfélags íslands. Háttvirtu gestir og aðrir áheyrendur! Fornt orðtak segir: „Bóndi er bústólpi, Bú er landstólpi.“ Þetta eru sannmæli, enda verða orðtök aldrei forn, lifa aldrei lengi á vörum alþjóðar, nema þau hafi sannmæli í sér fólgin. Og í orðtaki þessu felst ekki eingöngu íslenzk reynsla, heldur reynsla fjölda margra þjóða, forn og ný. Sú starfsemi, sem gengur í lið með náttúrunni, um að auka gróður- inn, rækta jörðina og vinna úr skauti hennar þau gæði, sem viðhalda lífi manna og dýra, er grundvöllur menn- ingar með öllum þjóð’um. Grundvöllur, sem aldrei svíkur og alltaf verður á treyst að nýju, þótt í rústir falli margt, sem á honum var reist. En þótt svo sé til orða tekið, er engan veginn hallað á aðrar greinir mannlegr- ar starfsemi, né lítið úr þeim gert. Hér á heldur ekki neinn samanburður við, því að í afvinnu- og menningarlífi þjóð- anna eru margir þættir og flestir harla nauðsynlegir, til þess að náist samræmi og fjölbreytni í starfi manna öllu. Hér er í raun og veru jafn tilgangslaust að jafna saman, hvað mestu varði og minnstu, eins og ef deilt væri um hús, hvað mest væri um vert, þak, veggir eða undirstaða. Allt er þetta nauðsynlegt og má ekkert af því vanta. Þetta er nú í sjálfu sér svo augljóst mál, að varla er orð á hafandi. En samt er það svo, að ósjaldan heyrist um það rætt, hvað mestu varði í atvinnu- og menningarlífi þjóðarinnar. Hvað hollast sé þjóðinni: Landbúnaður, útvegur, iðn- aður og svo framvegis. Allt er þetta þjóð- inni nauðsynlegt, rétt eins og hús má ekki án vera þaks, veggja, eða undir- stöðu. Nú verður ekki um það deilt, hvað sé fyrsta skilyrðið til þess, að hús verði gert, sem nothæft sé: Það er grundvöll- urinn. Á honum verður alltaf að byrja. Og tæplega verður þá heldur deilt um það, að í atvinnu- og menningarlífi þjóð- anna er búnaðurinn fyrsta skilyrðið, al- veg á sama hátt. Og sjálfsagt fer þá mjög eftir traustleika þessa grundvallar og gerð hans allri, hve hátt og mikið, verður á honum byggt. íslendingar hafa lengst af verið hrein bændaþjóð. Fyrir 100 árum síðan, og reyndar enn fyrir um fimmtíu árum, var allur þorri manna í þessu landi bændur og bændafólk, eða bændur og sjómenn jöfnum höndum. Nú er breyting á þessu orðin, sem kunnugt er. Starfsgreinum og vinnustéttum hefir fjölgað í landinu og starfshagir allir stórum breyttir. En allt- af hefir landbúnaðurinn verið meginþátt- ur atvinnulífsins og mun svo jafnan verða, enda yerður svo að vera, ef hér á að lifa og starfa vel mennt, hraust og tápmikil menningarþjóð. Og það er ósk og von okkar allra. En allt er breyting- um háð, meiri eða minni umskiptum, er sumir kalla þróun og framför en aðrir afturför. Verður hver að ráða sinni skoðun um slíkt. Hitt er víst og öllum nægilega- ljóst, að breytingar og úm- byltingar, hafa ekki hvað minnstar á orðið um hagi landbúnaðarins hér á landi á síðustu áratugum. Kjör íslenzkra bænda eru nú mjög á annan veg en áð- ur var, afstaða þeirra, verkhagir og á- stæður allar gerbreyttar.. Verkefni fleiri og breytt og tækin gerólík.Og um það verður ekki deilt, að þessar eða þvílíkar

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.