Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.07.1937, Qupperneq 14

Freyr - 01.07.1937, Qupperneq 14
108 F R E Y R að sterkri stofnun bændanna sjálfra, með því að tengja bændur í sveit hverri í búnaðarfélag og búnaðarfélögin í sam- bönd sín á milli, hefir félagið náð þeirri festu og fengið það bolmagn, er það skorti svo mjög í upphafi. En um það verður ekki deilt, að með hverju spori í þessa átt hefir Búnaðarfélagið vaxið að áhrifum og starfhæfni, enda alviður- kennt að það er nú orðið sú brjóstvörn fyrir íslenzkan landbúnað, sem hann má síst án vera. Þegar vér í dag minnumst hundrað ára starfs búnaðarsamtaka á íslandi, er mér ánægja að geta með nokkrum rök- um bent á það, hvað á hefir unnist. Að hin fyrsta tilraun til að skipa bændum til sóknar um atvinnumál sín hefir heppnast, að draumar þeir og vonir, er beztu menn þessarar þjóðar hefir dreymt um hálfa aðra öld, um búnaðar- skilyrði hér á landi og framfarir búnað- arins hafa þegar ræzt og eiga eftir að rætast enn betur. 1 stað drauma um fram- tíð landsins höfum við eignast frelsi til þess að ráða okkur sjálfir. Það er þessi trú á landið, sem hefir skapað Búnað- arfélag Islands og gert það að því, sem það er nú í dag. Og það er frelsið, vilji þess, sem finnur til ábyrgðar, veit hvað honum ber að starfa og hikar ekki, sem ráða mun stefnu okkar og störfum á komandi áratugum, til trausts og styrkt- ar búnaði vorum. En á honum byggist enn sem fyrr að mjög miklu leyti heill og hamingja þessa lands. Hverjum einstökum bónda hefir með talsverðum rétti verið líkt við konung í ríki sínu. Þegnarnir eru að vísu fáir víða, sérstaklega nú á síðari árum, en því verður þó ekki neitað, að bóndinn er frjáls sihna starfshátta. Hann er ekki svo teljandi sé öðru háður en sínum eig- in þörfum heima og heiman. Fyrir fá- tæka einyrkjann verður þetta í mörg- um tilfellum mjög erfitt, frjálsræðið lít- ið, og skapar langan og strangan vinnu- dag. En þeir bændur, sem betur eru efn- um búnir og ekki þurfa öllum stunduin að binda sig við heimilisstörfin, hafa án efa þá frjálsustu og að mörgu leyti þá beztu stöðu, sem okkar þjóðfélag hef- ir að bjóða. En það er þó sameiginlegt fyrir alla bændur, að þeir hafa full og ó- skoruð yfirráð yfir því landi, sem þeirra konungsríki tilheyrir. Þeir ráða alveg hvernig með það er farið, hvort á því eru gerðar umbætur í stærri eða minni stíl, eða hvort notuð er rányrkja, án allra um- bóta, aðeins að ekki sé svo mikið eyði- lagt að varði brottrekstri samkv. lands- lögum, og þar með missi umráðaréttar- ins. Þessum miklu réttindum, sem bændum þannig eru veitt, fylgja líkar skyldur og það þungar skyldur. Það verður að sjálfsögðu að teljast skylda hvers ein- asta bónda, að gera meira en halda við mannvirkjum og umbótum á því landi, sem þeir hafa til umráða hver fyrir sig. Ef þjóðin á framvegis að geta lifað hér sem landbúnaðar- og menningarþjóð, þá verða bændurnir að veita henni skilyrði til þess með bættum búnaðarháttum og ræktun lands og búfénaðar, og ekki sízt með því að glæða áhuga þeirra ungu manna, er alast upp á þeirra vegum, fyr- ir nauðsyn og nytsemi landbúnaðarins og hvetja þá og styðja til að læra land- búnaðarstörfin svo vel sem verða má. Það hefir verið og er hið sjálfsagða verkefni Búnaðarfélags íslands að styðja bændurna í þessu starfi, bæði fé- lagsheildina og einstaklinga, fyrst og fremst með því að veita þeim svo góðar leiðbeiningar, sem verða má, um allt það

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.