Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1937, Síða 20

Freyr - 01.07.1937, Síða 20
114 F R E Y R ræktuðum eða lítt ræktuðum kotum í blómleg býli, er bjóða þeim er þar sitja og vígja krafta sína því göfuga hlut- verki að framleiða brauð úr skauti móð- ur náttúru, betri og hægari aðstöðu en þeir hafa nú. Tvær félagsmálastefnur hefir borið hæst og haft víðtækust áhrif hér á íandi síðustu áratugina, og báðar átt upptök sín og náð megin útbreiðslu og áhrifum í sveitum meðal bænda. Önnur þessi stefna er búnaðarfélagsskapur bænda, sem hér hefir verið farið nokkr- um orðum um, en hin er samvinnustefn- an, sem mest hefir gætt í verzlun og við- skiftum. Sú fyrri hefir einkum beitt sér fyrir ræktun jarðar og búpenings. Hin síðari, eða samvinnufélögin, aðallega beitt sér fyrir endurbótum á verzlunarháttum og aukinni vöruvöndun. Báðar þessar stefn- ur eru af sömu rótum runnar og stefna að sama marki. Þær leitast við að létta ok vinnunnar, þær stefna að því að létta byrðar þeirra, sem þungi og erfiði fram- leiðslunnar hvílir fyrst og fremst á. Þessu er ekki náð með því að taka frá öðrum, hvorki einstaklingum né stéttum, held- ur á þann hátt að krefjast réttlætis — nota mátt samtaka, til þess að létta byrð- ar þeirra, sem erfiðasta hafa aðstöðu og þurfa því frekast styrktar við. Slík er meginhugsjón samvinnustefn- unnar, og það er sú hugsjón sem verið hefir grundvöllur og grunntónn í starfi búnaðarsamtaka vorra. Þau eru og eiga að vera byggð á því að styrkja og styðja þá, sem erfiðasta hafa aðstöðu, hvort sem léleg náttúruskilyrði, þröngur efna- hagur eða annað hamlar sæmilegum þroska og viðgangi. Þessvegna er ég þess fullviss, enda hefir reynzlan leitt það í ljós, að það sem unnist hefir um bætta búskaparhætti og framfarir á öllum sviðum, er að þakka því, að landbúnaðurinn hefir tekið þessar félagsmálastefnur í sína þjónustu. Stefn- ur þessar eru að vísu aðkomnar í fyrstu. En þær hafa verið mótaðar eftir íslenzk- um staðháttum, hafa breyzt og þróast og mótast á þann veg, að nú eru þær tengd- ar því bezta og heilbrigðasta í þjóðlífi okkar. En í þessu sambandi er skylt að minn- ast þess, að Alþingi og ríkisstjórn hafa sýnt ríka viðleitni til þess að efla hin fé- lagslegu samtök bænda og gefa félags- skap þeirra það vald og þau áhrif sem þurfti, svo að starf félagsskaparins gæti komið að fullu gagni. Skilningur löggjaf- arvaldsins á málefnum bænda og mikil- vægi þess félagsskapar, er starfar að búnaðarumbótum, hefir farið vaxandi og aldrei verið meiri en síðustu áratugi. Þess má og minnast í þessu sambandi, að því sjálfráðaiú sem þjóðin hefir verið um eigin mál, þess meiri stuðnings og samúðar hafa óskir og kröfur frá búnað- arsamtökum bænda mætt. Og er það því í fullu samræmi við þá reynslu, að frá því að fullveldi vort var að fullu end- urheimt 1918, hefir samstarf ríkisvalds- ins og búnaðarsamtaka bænda komist í fastari skorður og borið betri árangur en nokkru sinni fyrr. I lýðfrjálsu landi verður slík sam- vinna að eiga sér stað milli löggjafar- valds og fulltrúa atvinnustétta þjóðfé- lagsins. Samtök hverrar stéttar eiga að stefna að því, að bæta kjör sín og efla þroska sinn, án þess að • ganga á rétt annara. En slík samtök geta því aðeins notið sín, að full samvinna náist við rík- isvaldið. íslenzk bændastétt hefir átt því láni að fagna að slík samvinná hefir náðst. Þess minnumst vér nú með þakk-

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.