Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1937, Síða 21

Freyr - 01.07.1937, Síða 21
F R E Y R 115 læti og væntum þess að svo verði einnig eftirleiðis. Enda er það trú mín og sann- færing, að á þeim tímum öfga og ofstæk- is, sem nú herja lönd víða um heim, og gera einnig nokkuð vart við sig hér, sé sterk og þróttmikil bændastétt eitt helzta ráð, til þess að skapa nægilega trausta kjölfestu í þjóðfélaginu. Búnaðarfélagsskapur vor hvílir á breiðum grunni. Grundvöllurinn, sem allt er byggt á, eru bændurnir. Þeir mynda hreppabúnaðarfélögin, sem síð- an mynda búnaðarsambönd. Sameigin- legur samnefnari alls búnaðarfélags- skapar landsins er svo Búnaðarfélag ís- lands, sem tengir saman öll hin smærri félög og sambönd. Eins og nú er háttað um stjórn þessa félagsskapar eru það bændurnir sjálfir, sem ráða þar öllu eða geta að minnsta kosti öllu ráðið. Enda hafa áhrif félagsskapar þeirra farið vax- andi og orðið því þróttmeiri, sem bænd- urnir hafa tekið meiri þátt í starfinu. Nú jhvílir það á þeim einum, eins og rétt er. íslenzkir bændur! Ykkar er að full- komna það skipulag, sem búnaðarsam- tök ykkar nú hafa. Fullkomna það svo, að það enn betur en nú geti orðið aflvaki búnaðarumbóta og hverskonar fram- fara, er geri sveitirnar blómlegri og byggilegri, og skapi skilyrði til þess að upp vaxi þróttmikil, glæsileg og vel menntuð æska, sem reynist fær um að taka við þeim myndarlega arfi, er undan- farnar og núlifandi kynslóðir skila af sér, og ávaxta hann í sveitum þessa lands. Saga Búnaðarfélags íslands, sem út kemur nú næstu daga til minningar um hundrað ára starf búnaðarsamtaka okk- ar, og hátíðahöld þau er fram fara í dag, eiga að verða til þess að minna gjör- valla þjóðina á, hversu þakklát hún má vera þeim mönnum, er þessi hundrað ár hafa fremstir staðið og mótað starfið, og þess vegna stutt að því, ásamt mörg þús- und almennra liðsmanna, að sá árangur næðist, sem nú er fenginn. En þessi tímamót eiga að gera meira, þau eiga að verða rík hvöt til bænda — til allra bænda landsins — um það, að standa á verði um félagsskap sinn og- sjá um að hann blómgist og dafni og nái að þróast í samræmi við kröfur og þarfir á hverjum tíma. IV. Kveðja til Búnaðarfélags íslands 8. júlí 1937. I. í úthafi ísa vakti eyjan og sögunnar beið, er fyrsta farmanninn hrakti í faðm hennar — vítt af leið. Hún tók honum undraörmum, við eldhraun og jökulsnæ, seltuna af sæfarans hvörmum signdi í hásumarsblæ. í vorlundum víðidala, hún veitti’ honum yndishót. Svartviðir um brekkur og bala blessuðu lyng og grjót. Gesti frá góðviða-ströndum, gleymdust löndin nytjavæn. Hann fól sig friðarins öndum og féll á kné í auðmjúkri bæn.

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.