Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.07.1937, Qupperneq 22

Freyr - 01.07.1937, Qupperneq 22
116 F R E Y R II. „Ósnortin frjómold, eilíf gæði, undur um sæ og sveit. Ást, líf og trú, frá gnýpu að græði, Guð minn, þín fyrirheit. Hvert fótmál lofgjörð um lífsins fræði og ljóssins starf um þinn gróna reit. Ljósjöfur, þetta land að byggja leyf mér, og þeirri ætt, er eftir mig fjör og þrek skal þiggja, að þinni megum við lifa í sætt. Gott er hér allt, sem grær, að tryggja. Giftu og framtíð svo skal mætt. Leyf mér að sitja að sólar eldi, er sunna Ijómar nótt sem dag, og norðurljósanna að lúta veldi, er leiftra og kveða þér dýrðarbrag. Og leyf'mér svo þegar kemur að kveldi, að kyssa foldina um sólarlag". III. Landið var numið frá Náttfaravíkum, numið, og merkt á viðum. Menn festu sér byggð i breiðum dölum, við „Bláfjöll“, hjá „Rauðuskriðum“. Hjá Ingólfshöfða og „XJndir fjalli“. — Að austan kjörleiði blés. — Öndvegissúlurnar vísuðu veginn vestur um Reykjanes. Ingólfs menn fóru eldi um landið, við aflinn stóð Skalla-Grímur. Drengir knúðu knetti á ísum og knálega sóttu glímur. Við störf og leika, með stórum tökum var stefnt á þroskabraut, því foldin var rík og gjöful á gæði, og galt vel fyrir önn og þraut. Olnbogarýmið um „Rangárvöllu“ reyndist svo gott til dáða, að það urðu fleiri, en fengu, er vildu fólki og málefnum ráða. — En þá var ættfylgja Ingimundar og Eiríks ráð svo sterk, að mátti sín löngum miklu meira en Marðar og Hrolleifs verk. Höldar gerðu sér lög í landi, og lögðu við allan heiður, að ykist búsæld og byggðahagur, svo blómgaðist kynsins meiður. Og það var öllum hinn æðsti sómi að efla svo landnámsstarf, að girtir vellir og grónir akrar gengju með sæmd í arf. Svo glæst var búið um Garðarseyju, að geymt er í ljóðum og sögum. Snilli starfsins og atgerfi andans þá unnu í bræðalögum. Skáldin, er fluttu konungum kvæði, kveðin af mennt og list, leituðu fegin til föðurtúna eftir fræknlega útivist. Það voru bændur er brýndu skipum og bjuggust á austurslóðir, er hlutu þar herfang og hofmannahróður, svo heim komu gildir sjóðir. Gunnar kunni með arði að erja, svo óðals og moldarþrá gat sætt hann við griðrof og giftuleysi, er gullbleika akrana hann sá. IV. Tvískift eru örlög allra þjóða, aldabil með frægð og ríku gengi, önnur marga mannraun geyma og bjóða,

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.