Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1937, Síða 23

Freyr - 01.07.1937, Síða 23
F R E Y Íi 117 meira en stætt er fyrir röskva drengi. Tíminn ræður sköpum, skipar dóma, skuggum kastar, eða varpar ljóma. Bjarkir eyddust, gróðurgnægtir dvína. Gott var ekki að vita hverju sætti. Allir gæði landsins lesa og tína, litlu og engu margur fyrir bætti. Moldin viðkvæmari en vissi lýður, en voði og örtröð felldra skóga bíður. Eldar geisa, ein er þjóð í landi, öll eru bönd við frændur sneidd og rofin. Margur Þjórsárdalur þakinn sandi og þunnviðaður margur skálakofinn. Loks Skaftárundur yfir landið falla, svo ógnir byrgja fyrir sólu alla. • V. En hjálp er oft næst, þegar neyðin er hörð, og nú voru fæddir menn, er skildu vort Frón og þess frjósömu jörð, svo frelsi þess geymist enn. Er sáu, að vor þjóð hlaut að greiða sín y gjöld, ef Guð átti að vernda hennar rétt. Að barn erfir föður, og öld erfir öld, sem öryggislögmál er sett. Fyrst mörgu var glatað, og mörgu var eytt, var margs, sem hér þurfti við. En öllu stærra, og stærst, var þó eitt — að gefa landirm grið — og þjóðinni trú á sitt óðal og arf og æskunni skyldur og mið, svo hún gæti tamið sér hugsun og starf með hollum og batnandi sið. Með Búnaðarbálki og Atla var átt — og úrræða stefnumið skráð: Að hér þyrfti landvörn og þekkingarmátt, svo þjóð væri’ ei misviðrum háð. En Skúli og Fjölnismenn fluttu þá trú, og færðu þau menningarráð, að þvert yfir torfærur byggð yrði brú, )sem bæri, ef rétt væri sáð. VI. í dag skal minning hundrað ára haldin. Hér skal nema staðar, staldra við. Horfa um vegleysur og varðað svið. Nú standa saman ungur bæði og aldinn, og allir veita góðu máli lið. — Landið skal ræktað, rjóður grædd tilnytja, rausn, trú og fræði björgin sprengja og flytja. Heill sé þeim, er tóku tökin þungu, er trúum mundum fyrsta skurðinn stungu, er féllu á kné og þökur skáru af þýfi, þótt frumstæð væru og seinvirk handatök. Moldin þeirra lúnu limum hlífi, en lífsstarf þeina verði oss máttarrök: að hér sé fært með traustri tækni að reka tryggustu óðul, hvernig sem að geysa misvindi þau, er menning færa úr skorðum, svo margur liggur troðinn undir borðum. Samtaka lýður leggur hönd á plóginn, úr læðing hrífur frjómögn, græðir skóginn er feður hjuggu, oft í fyllstu neyð. Framundan bíða afrek ótal handa, í einni fylking bændur vinna og standa í hverju máli, mun þá örugg leið, að nema land og sæ til þjóðar þrifa, svo það megi aftur réttar sagnir skrifa um sána akra, og sæmdarmanna iðju, um „Skalla-Grím“ er skundar árla í smiðju. Samtaka bændur, gengi vort og gifta er gerst því háð, að enginn þurfi að svifta i góðum málum. — Sækjum sigurveg, að niðjar megi numdar lendur erfa. Nú er vort starf að ryðja, plægja og herfa og sá, svo sprettan verði vaxtarleg, og uppskeran við horskra manna hæfi. Svo hátt skal stefna, ■— löng er þjóðaræfi. — Þekking og starf skal ráða ríki og löndum, þroskaðir menn í frjálsum félagsböndum. Á. G. E.

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.