Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1937, Síða 24

Freyr - 01.07.1937, Síða 24
118 F R E Y R V. Ættjarðarðarminni. í tilefni af aldarafmæli Búnaðarfélags fslands. KveSið 8. júlí. Fögur þótti foldin ísa fyrst er jöklar sáust rísa upp úr hafsins öldum bláum, undrafögur tignarmynd. Bláar fjallabyggðir landsins bundu hjarta landnámsmannsins, Fjöllin gnæfðu und himni háum hrikaleg með ský um tind. Kuldaleg að sjá af sænum; samt var hlýtt í dalnum grænum. Víða iéku vindar þýðir, vermdu kalda fjallahlíð. Vaknaði líf af vetrardvala, vorsins fuglar tóku að hjala, þar sem hvítir fossar fríðir falla af hömrum alla tíð. Grundir prýddi smárinn smái, smjörið draup af hverju strái. Milli fjalls og fjöru skógur, fullt af bleikju og laxi í ám. Auðlegð sú á sjó og landi sýndist vera óþrjótandi. Forðinn virtist feikinógur; fuglamergð í björgum hám. Auðsins lindir bóndans biðu, en brugðust þó er aldir liðu. Raunatímar rányrkjunnar .rökkvuðu að með grimdarhríð. Gæfuríki guðdómskraftur! gefðu ei slíka daga aftur. Gerðu lýðnum leiðir kunnar, land að rækta ár og síð. Enn er frjósöm ísafoldin, enn mun djúpa móðurmoldin geta fóstrað fjölda axa, ef farið rétt að henni er. Undan snjónum kalda, hvíta kemur jörðin græn að líta. Menning ný úr mold skal vaxa; megi hún lengi haldast hér. Ræktun lands er ofar öllu, er iðka má við kot og höllu; það þarf lýður lands að skilja og lifa síðan eftir því. Hér er öllum holt að vera, handa öllum nóg að gera. Gefi þrótt og góðan vilja Guð að bæta allt á ný. Látum fylgjast hönd og huga, hér þarf hver og einn að duga. Hér eru víða blásin börðin, breytum þeim í tún og garð. Við skulum treysta tryggðabandið, sem tengir oss svo fast við landið. Þá mun gamla, góða jörðin gæfu veita og nægan arð. R. Á. Stjórn Búnaðarfélags íslands skipa nú þessir i> enn: Þ. Magnús Þorláksson, bóndi á Blikastöðum, formaður. Bjarni alþm. Ásgeirsson, bóndi á Reykjum, rit- ari, og Jón Jónsson, bóndi í Stóradal. Hefir það aldrei áður verið, að stjórnin væri •'->]' skipuð bændum.

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.