Freyr

Årgang

Freyr - 01.07.1937, Side 25

Freyr - 01.07.1937, Side 25
F R E Y R 119 Reglugerð um kosningar til Búnaðarþings. 1. gr. Kosningarrétt við kosningar til Búnaðarþings eiga allir, karlar og konur, sem eru í hreppa- búnaðarfélagi, og: 1. Eru 21 árs eða eldri, þegar kosning fer ■ fram. 2. Eiga lögheimili á því búnaðarsambandssvæði, þar sem þeir neyta kosningarréttar. 3. Uppfylla, auk þeirra skilyrða, sem sett eru í 1. og 2. lið þessarar gr., eitthvert þeirra skil- yrða, sem getur i staflið a—d í þessari gr. a. Eru búendur, sem hafa til eigin afnota jörð eða jarðarpart, sem metin er til dýr- leika. b. Eru bústjórar, er annast búrekstur fyrir aðra, þar sem eigendur geta ekki notað rétt sinn sjálfir, eða hafa afsalað sér honum í hendur bústjóranum. c. Eru menn, er hafa leiðbeinandi störf í þágu landbúnaðarins að aðalatvinnu. d. Eru heimilisfeður, sem framleiða land- búnaðarafurðir til framfæris sér, enda hafi þeir til eigin afnota það land, sem til framieiðslunnar þarf, eigi minna en einn hektara. Minni framleiðsla en meðalkýrnyt og 10 tunn- ur af kartöflum, eða öðrum garðávöxtum, veita ekki atkvæðisrétt. Jafngildi þessarar framleiðslu má telja: 114 kýrnyt, 150 kg. dilkakjöts, 20 tunnur jarðepla, eða annara garðávaxta, eða 10 tunnur rúgs, byggs eða hafra, eða tilsvarandi magn fleiri en einnar þessara framleiðsluvara. Framleiðsla annara landbúnað- arafurða veitir ekki atkvæðisrétt. Ekki má sama bú fara með 'nema eitt atkvæði. 2. gr. Kjörgengur við kosningar til Búnaðarþings er hver sá, karl eða kona, sem kosningarrétt á sam- kvæmt 1. gr. Búnaðarmálastjóri er ekki kjörgengur. 3. gr. Hreppabúnaðarfélög, sem vinna saman að land- búnaðarmálum undir yfirstjórn Búnaðarfélags Islands, nefnast búnaðarsambönd. Hvert búnað- arsamband kýs fulltrúa á Búnaðarbing, 1 fuiltrúa fyrir hverja 300 kjósendur eða færri, og ennfrem- ur 1 fyrir brot úr þeirri tölu, sé það stærra en l/3 hennar, og jafnmarga til vara. 4. gr. Fulltrúar til Búnaðarþings skulu kosnir hlut- bundnum kosningum og gilda um gerð lista sömu reglur og við hlutbundnar kosningar tilþinigis. 5. gr. Á kjörlista til Búnaðarþings skulu vera jafn- margir og kjósa á í því búnaðarsambandi og jafn- margir til vara. 6. gr. Rétt til að bera fram kjörlista hafa minnst 40 kjósendur hlutaðeigandi búnaðarsambands, og skal leggja lista fram á aðalfundi búnaðarsam- bands það ár, sem kosning á að fara fram. Sama rétt til að bera fram kjörlista hefir 14 hluti full- trúa á slíkum fundi. Nú er enginn kjörlisti lagður fram á aðalfundi búnaðarsambands og skal þá fundurinn koma sér saman um lista. Ef aðeins hefir komið fram einn kjörlisti á aðalfundi búnaðarsambands, úrskurðar formaður þess í lok fundarins, þá sem á listanum eru, rétt kjörna búnaðarþingsfulltrúa, þ. e. aðalmenn og varamenn, í sömu röð og þeir standa á listanum, og fær þeim kjörbréf, sem öll búnaðarsambands- stjórnin undirritar. Formaður sambandsstjórnar skal senda Búnaðarfélagi íslands skýrslu um, hverjir eru kjörnir fulltrúar. 7. gr. Engan má setja á kjörlista nema fyrir liggi skriflegt samþykki hans, og skal það fylgja list- anum og afhendast formanni búnaðarsambands ásamt listanum. Þeir, sem bera frarn lista, skulu alliil undirríta hann fullu nafni og tilgreina heimili sín. 8. gr. Kosning til Búnaðarþings skal fara fram fjórða hvert ár, i fyrsta sinn 1938, á tímabilinu frá 1. júní til októbermánaðar, þó ekki fyr en ðO dagar eru liðnir frá lokum aðalfundar búnaðarsam- bands.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.