Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1937, Síða 26

Freyr - 01.07.1937, Síða 26
120 F R E Y R 9. gr. Stjórn búnaðarsambands sér nm kosningu til Búnaðarþings og ákveður kjördag innan þeirra tímamarka, sem 8. gr. segir, og' tilkynnir það bréflega stjórnum allra búnaðarfélaga sambands- ins með minnst 40 daga fyrirvara. Búnaðarsamband greiðir kostnað þann, er hlýzt af prentun kjörseðla og' útbúnaði kjörgagna. 10. gr. Þeg-ar tveir eða fleiri kjörlistar hafa komið fram á aðalfundi búnaðarsambands, fer kosning fram i hverju einstöku hreppsbúnaðarfélagi á þingstað hreppsins og' skal stjórn félagsins aug- lýsa stað og' stund kosningar með fundarboði svo snemma, að allir félagsmenn hafi fengið vitneskju um kosninguna með minnst viku fyrirvara. 11. gr. Stjórnir hreppabúnaðarfélaga eru kjörstjórnir við kosningar til Búnaðarþings. Formenn búnað- arfélaganna eru formenn kjörstjórna. Hreppabúnaðarfélag greiðir kostnað þann, er verða kann við kosningar í hverju einstöku bún- aðarfélagi. 12. gr. Þegar að loknum aðalfundi búnaðarsambands skal formaður þess, nema svo standi á sem segir í 3. málsgr. 6. gr., sjá um, að kjörseðlar séu prentaðir eins og 4. gr. segir til. Kjörseðlana sendir búnaðarsambandsstjórnin formönnum bún- aðarfélaganna i innsigluðum böggli, svo snemma, að seðlarnir séu komnir í þeii'ra hendur að minnsta kosti degi fyrir kjördag. Tala hinna sendu kjörseðla skal vera hin sama og félaga- tala hreppabúnaðarfélags, samkvæmt skrá þeirri, er í 13. gr. getur, að viðbættum 10%. Fleiri seðla má ekki senda neinu búnaðarfélagi. 13 gr. í janúarmánuði þau ár, sem kosning til Búnað- arþings fer frain, skulu stjórnir hreppabúnaðar- félaga semja kjörskrá yfir þá félagsmenn, er kosningarrétt hafa cil Búnaðarþings. Skal krá þessi liggja frammi kjósendum til athugunar á heimili formanns til febrúarloka og á aðalfundi búnaðarfélags, ef haldinn er á þeim tíma. Að- finnslur við kjörskrá skal senda hlutaðeigandi kjörstjórn skriflega fyrir 5. marz, en fyrir 15. marz skulu kjörstjórnir hafa úrskurðað kæru- atriði. Kjörskrá og breytingar á henni, er af þessu leiða, svo og aukakjörskrá yfir nýja félaga, send- ist formanni búnaðarsambands eigi síðar en 15. marz, enda getur enginn öðlast atkvæðisrétt við þessar kosningar fyrir inngöngu í búnaðarfélag eftir þann tíma. Kjörskráin þannig breytt, ásamt aukakjörskrá, gildir sem kjörskrá við kosning- una. Engum má leyfa að kjósa, sem ekki stendur á kjörskrá, og engum neita að kjósa, sem stendur þar. Fyrir marzmánaðarlok skal formaður búnaðar- sambands senda öllum hreppabúnaðarfélögum skýrslu um, hversu marga fulltrúa samband skal kjósa á Búnaðarþing. 14. g-r. Kosning hefst á hádegi kjördaginn með því, að formaður búnaðarfélags leggur fram fyrir kjör- stjórn hinn innsiglaða atkvæðaböggul, sem hann hefir fengið frá formanni búnaðarsambands. Kjörstjórn skal athuga, hvort innsigli böggulsins sé heilt og síðan telja atkvæðaseðla og sann- reyna, hvort talan kemur heim við skýrslu, sem formaður búnaðarsambands skal láta fylgja at- kvæðabögglinum. 15. gr. Kosning til Búnaðarþings er leynileg og fer fram eins og hlutbundnar kosningar til Alþingis, að því undanskikiu, að atkvæðisg'reiðsla utan heimakjörstaðar á sér ekki stað, og að kiósandi afhendir seðil sinn samanbrotinn formanni kjör- stjórnar, en hann íætur seðilinn þegar, án þess að fletta honum su; dur, i stórt umslag og gætir þess vandlega, meðan á kosningunni stendur. Umslag þetta, ásamt frekari umbúnaði ef með þarf, skal kjörstjórnin þegar að kosningu lokinni innsigla á tryggilegan hátt, og senda svo skjótt sem við verður komið formanni búnaðar- sambands þess, er í hlut á, ásamt afriti af 'bók- un þess, sem fram hefir farið á kjörfundinum, og sýni bókun þessi, hve margir hafi kosið. 16 gr. Kjörfundi má ekki slíta fyrr en 5 klst. eru liðn- ar frá því hann hófst, nema allir félagsmenn, sem kosningarrétt hafa, hafi áður greitt atkvæði. 17. gr. Nú hefir formaður búnaðarsambands meðtek- ið atkvæðasendingar frá öllum búnaðarfélögum

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.