Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2004, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2004, Page 16
76 FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2004 Fréttir DV Menntamálaráðherrans Tómasar Inga Olrich verður einkum minnst fyrir að hygla sínu fólki fyrir norð- an og að flytja frumvarp um styttingu náms til stúdentsprófs. Minnisvarðar eru að öðru leyti fáir. Hann mun hins vegar mæta til Parísar með sannkallaða flugeldasýningu - 30 milljónir í farteskinu ætlaða í menningarveislu. „Glæsileg menningarveisla verður í París næsta haust," segir Kolbrún Halldórsdóttir, Vinstri hreyfingunni grænu framboði, en hún situr í menntamálanefnd alþingis. Þessi veisla mun standa sem hæst þegar Tómas Ingi Olrich kemur sér fyrir í sendiherrabústaðnum í París í októ- ber. Herlegheitin munu kosta 30 milljónir og er að finna sem sérlið á nýsamþykktum íjárlögum, eyrna- merkt veislunni undir yfirskriftinni Menningarkynning í Frakklandi. Kol- brún telur víst að gera megi góða veislu fyrir þann pening. „Hann kem- ur með flugeldasýningu með sér.“ Helgi Gíslason, sendifulltrúi í sendiráði Islands í París, segir að há- punkturinn verði 27. september þeg- ar sýning verður opnuð í Vísinda- safninu í París og stendur hún fram yfir áramót. Þar til Tómas tekur við mun hann stunda ítölskunám því sendiráðið í Frakklandi annast jafn- ífamt málefni sem snúa að Ítalíu. Tómas er málamaður og talar frönsku sem innfæddur. Kjördæmapotari Tómas Ingi Olrich var kjörinn á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Norð- urlandskjördæmi eystra árið 1991 og hefur gegnt embætti menntamála- ráðherra síðan í mars 2002. Forveri hans þar er Björn Bjamason dóms- og kirkju- málaráðherra. Það fylgdi sögunni að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir tæki við af honum eins og hún hefur nú gert. Tómas Ingi fékk í sárabætur stöðu sendiherra í París sem þykir góður biti. Tómas Ingi á að baki nám í frönsku og ffönskum bókmenntum við Montpellier-háskóla þannig að hann ætti að una hag sínum vel í Frakklandi. Menntamálaráðherrann Tómas Ingi vakti athygli fyrir gjafmildi í und- anfara síðustu alþingiskosninga á ný- liðnu ári. Þá skrifaði hann undir samninga um byggingu menningar- húsa, íþróttaaðstöðu, skólahúsnæðis og safna að andvirði 1,7 milljarða. Menntamálaráðherrann Tómas Ingi vakti at- hygli fyrir gjafmildi í undanfara síðustu al- þingiskosninga á nýliðnu ári. Þótti þetta dæmi um klassískt kjördæmapot. Þar af em tveir þriðju ætlaðir í kjördæmi Tómasar Inga eða 1,162 milljónum. (Sjá meðfylgjandi töflu.) Fyllerí í kosningabaráttu Fyl skil skilaði litlu Gunnar I. Birgisson er flokksfélagi Tómasar Inga og formaður mennta- málanefndar. Gunnar segir Tómas góðan félaga og gefur honum bestu meðmæli. „Hann var ekki langan tíma í emb- ætti og náði að koma tölu- verð- um Sundlaug a Laugum Þingeyjarsveit - 66 milljónir Þrjú menningarhús á ísafirði - 251 milljónir Ný álma við Menntaskólann á Egilsstöðum - 97 milljónir Menningarhús á Akureyri - 720 milljónir Menningarmál á Akureyri - 64 milljónir Síldarminjasafnið á Siglufirði,- 35 milljónir Menningarhús í Eyjum -180 milljónir Safnaaðstaða í Eyjum -100 milljónir Vetraríþróttamiðstöð á Akureyri -180 milljónir Heimild: Fréttabladi munum út á land í menningarhús og slíkt." Kolbrún Halldórsdóttir segir hann augljóslega hafa verið afar hlið- hollan sínu fólki fyrir norðan og hún hefði fremur viljað sjá þessa fjármuni renna í almennari málefríi. „Svo tók hann yfir 100 milljónir af rannsókn- arfé Háskóla íslands og setur í púllíu, ótilgreinda rannsóknarstaifsemi, sem heyrir undir ráðuneytið. Fjár- málaráðuneytið bætti reyndar við 50 milljónum og ég óttast að 150 millj- ónir verði notaðar til að hygla sjálfs- eignarstofnunum á kostnað þjóðar- skólans.“ Enn einn alþingismaðurinn sem á sæti í menntamálanefnd og þekkir því vel til starfa Tómasar Inga er Björgvin G. Sigurðsson Samfylkingu. Hann segir þetta „fyllerf Tómasar í kosningabaráttunni hafa skilað ótrú- lega litlu í atkvæðamagni. „Þeir töp- uðu miklu fylgi, Sjálfstæðisflokkur- inn hlaut 2 menn í 9 manna kjör- dæmi og misstu 1. þingmann til Framsóknar. Á þeirra mælikvarða hlaut hann afhroð." Rétt slapp inn í ríkisstjórn Ekki var sjálfgefið að Tómas Ingi tæki við ráðherradómi í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar. Áður en hann lét til sín taka í pólitík var hann kennari og skólastjóri á Akureyri og innanbúðarmaður í Sjálfstæðis- flokknum segir hann hafa verið dæmigerðan kennara að norðan: „Besservisser, stífur, kórrekt. Hann hafði staðið sig með ágætum í nefndum á vegum flokksins en það sem einkum réði því að hann varð ■ ráðherra var sú staðreynd að hann * er úr rétta kjördæminu. Hinn kandídatinn var Sigríður Anna Þórðardóttir en það þótti ekki við hæfi að enn einn ráðherrann kæmi úr hennar kjördæmi. ,,No way“. Og þannig var það nú.“ Þessi sami heimildarmað- ur segir að ferill Tómasar HHk sem menntamálaráðherra sé ekki rismikill í þeim skilningi að hann hafi byggt sér marga bauta- steina. „En þannig á það lfka að vera. Ég vil að þessir gaurar geri sem minnst.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.