Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2004, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2004, Blaðsíða 4
4 LAUCARDAGUR 17.JANÚAR 2004 Fréttir DV Snjóflóða- hættu aflýst Viðbúnaðarstigi vegna snjóflóðahættu á þéttbýlis- stöðum við norðanverða Vestfirði hefur verið aflýst. Samt þykir ástæða til þess að fólk sýni aðgát ef það á leið um þekkt snjóflóða- svæði. Snjóflóðavakt Veður- stofunnar telur ástæðu til að vara skíðafólk, vélsleða- menn og aðra að halda sig frá snjóflóðabrekkum og vera ekki á ferð þar sem snjóflóð gætu hugsanlega fallið á Norðurlandi og Vestfjörðum. í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að vegna hvassvirðis og ofan- komu síðustu daga séu snjóalög ótrygg. Einnig er fólki bent á að stöðva ekki farartæki sín á vegaköflum þar sem hætta getur verið á snjóflóðum. Loðnuveiði hafin að nýju Ákveðið hefur verið að loðnuskipin haldi til veiða að nýju og eru fyrstu skipin þegar farin af stað. Skipun- um verður skipt upp í hópa sem deila á milli sín leitar- svæðum en hverju skipi er heimilt að veiða 900 tonn. Þá daga sem veiðin stóð yfir var mikið um að vera hjá Síldarvinnslunni í Nes- kaupstað sem tók á móti 4700 tonnum af loðnu og tæp 1500 tonn komu á land á Seyðisfirði. Sjoppa brann Sjoppan við Breiðumýri í Bessastaðahreppi brann í fyrrakvöld. Að sögn slökkvi- liðsins var sjoppan alelda er að var komið um kl. 22 um kvöldið. Húsið var mannlaust en nágranni lét slökkviliðið vita af bruna- num. Sjoppan er 40 fm skúr og mun svo illa farin eftir brunann að vart borgar sig að gera við brunaskemmd- irnar. Villandi lífsýni í gær fjallaði DV um at- vik þar sem maður hafði brugðið sér upp á hól í Fossvoginum og fróað sér fyrir framan konu. Maður sem lögreglan í Kópavogi handtók fyrir svipað athæfi í Fossvoginum þann 12. nóvember hefur ekki enn verið fundinn sekur. í frétt DV í gær var rangt haft eftir Friðriki Björgvinssyni, yfir- manni Kópavogslögregl- unnar, að fundur lífsýna á vettvangi sönnuðu sekt mannsins. Friðrik vill taka fram að einungis fundust einhver lífsýni á vettvangi en ekki sé enn vitað úr hverjum það sé og sé því ekki á grundvelli þeirra hægt að skera úr um sekt eða sýknu fyrr en rannsókn sé lokið. Launþegahreyfingin skorar á stjórnvöld að falla frá ákvörðunum um niðurskurð. Heilbrigðisráðherra tekur málið upp í ríkisstjórn. Spítalinn fær aukafjárveitingu fyrir lok árs. Niðurskurðartillögur liggja fyrir í grófum dráttum, en læknar segja enga leið að framkvæma þær. WmP* ■ , \ ■ r i ffe. Engin leið nn skera niður „Þetta var það besta sem maður gat átt von á, að hann myndi kynna málið í ríkisstjórn", segir Ingibjörg Guðmundsdóttir, varaformaður ASÍ, um viðbrögð heilbrigðisráðherra við áskorun launþegahreyfingarinnar og starfsmanna Land- spítala um að draga ákvarðanir um niðurskurð til baka. Hópur gekk á fund ráðherra í gær til að af- henda honum áskorunina. Óframkvæmanlegar tillögur liggja fyrir „Við væntum þess að hann beiti sér af alefli í þá átt að þessar ákvarðanir um niðurskurð verði dregnar til baka. Öll launþegahreyfingin stendur á bak við þettta ásamt starfsmönnum spftalans," sagði Ögmundur Jónasson, formaður BSRB. „Tillögur sjúkrahússins um niðurskurð liggja nú fyrir í grófum dráttum, en það á eftir að útfæra þær nánar,“ segir Jón Snædal, varaformaður Læknafélagsins. „Miðað við þær tillögur getum við ekki með nokkru móti séð að þessi niður- skurður sé framkvæmanlegur". Fjárlögin gilda Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra, sagði ekkert annað að gera en að laga starfsemi spítal- ans að fjárveitingum. „Sú tilvera sem ég bý við í þessum efnum eru íjárlögin, og spítalinn hefur tvö ár til að laga sig að þeim fjárveitingum. Það þýðir í raun að það þarf að setja einhverja fjárveitingu inn í spítalann í árs- lok. Annað hef ég ekki í höndunum. Ég mun taka „Við væntum þess að hann beiti sér afalefli í þá átt að þessar ákvarðanir um niður- skurð verði dregnar til baka, Öll launþegahreyfingin stend- ur á bak við þettta ásamt starfsmönnum spítalans". þessa áskorun til umræðu á ríkisstjórnarfundi.“ -Kemur það til greina að óska eftir frekari fjár- veitingu? „Ég tek nýsamþykkt fjárlög alvarlega. Það er ákvörðun ríkisstjórnar og Alþingis að þetta skuli vera svona, og það er sú tilvera sem ég bý við. En eins og fram hefur komið verður aukafjárveiting í lok árs. Ég vil ekki gera því skóna hver upphæðin verð- ur. Það á alveg eftir að koma í ljós hver árangurinn verður af hagræðingaraðgerðum. Ég á eftir að sjá útfærsluna á tillögunum, en eins og fram kom á fundinum þá eru þær ekki ennþá útfærðar. Ég vona að þessar aðgerðir flokkist undir hagræðing- araðgerðir og það sé hægt að varðveita öryggi spítalans og þjónstustig hans. Þetta er erfið gata að feta og forsvarsmenn spítalans eru í erfiðri að- stöðu“. Starfsfólk flýr álag „Við höfum miklar áhyggjur af velferð starfs- manna, bæði þeirra sem til stendur að segja upp og hinna sem eftir verða.“ segir Einar Oddsson, formaður starfsmannaráðs Landspítalans. „Það hefur sýnt sig að álag eykst á starfsmenn þeirra deilda sem verða fyrir barðinu á uppsögnum. Við höfum í gegnum árin þurft að loka til dæmis lyfja- deildum og öldrunardeildum vegna þess að starfsfólkið flýr deildirnar vegna aukins álags.“ brynja@dv.is Skorað á ráðherra Ráðherra segist munu taka málið upp í ríkisstjórn. Eigum við nokkuð að opna Þjóðminjasafnið? Svarthöfði hefur verið að spá og spekúlera í málefnum Þjóðminja- safnsins en þau hafa verið til um- ræðu í fréttum undanfarið. Það hefur ekki verið farið nema 100 milljónir fram úr kostnaðaráætlun og verður það að teljast met þegar hið opinbera á í hlut. Sjálfsagt fá allir menntamála- ráðherrarnir sem komið hafa að mál- inu frá 1998 fálkaorðu Ólafs og Dor- ritar fyrir það stórkostlega afrek. En það sem Svarthöfða þykir merkilegast er að Þjóðminjasafnið hefur verið lokað frá 1998 án þess að sú lokun hafi haft nokkur áhrif á aðra en Snorra Má Skúlason fjölmiðla- mann sem var ráðinn kynningar- stjóri safnsins. Það gerir honum nefnilega erfitt fyrir að safnið sem hann á að kynna og bera út hróður um sé lokað. Enda hefur lítið farið fyrir greyinu síðan hann tók við starfi á síðasta ári. Því kviknar sú spurning hjá Svart- höfða hvort við þurfum yfir höfuð á Þjóðminjasafninu að halda. Hvort ekki hefði verið viturlegra að leigja frekar bara geymslu í útlöndum - kannski í Danmörku - og loka gamla dótið okkar þar inni og læsa. Alla- vega hafa fáir kvartað síðan því lok- aði. Fólk hefur í besta falli býsnast yfir því að þeim hafi ekki tekist að klúðra málum meir en orðið er. Þetta er ekki að kosta skattgreiðendur nema rétt um 1.100 milljónir króna. Það er um einn sextugasti af seðlun- um sem Björgólfuryngri er metinn á og litlu meira en niðurskurðurinn í heilbrigðiskerfinu. Já, Svarthöfði saknar Þjóðminja- safnsins ekki og vonar að það verði aldrei opnað. Allavega ekki fyrr en þeir eru komnir miOjarð fram úr. Svartböföi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.