Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2004, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2004, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 2004 Fréttir DV Á síðustu árum hefur sprottið upp fólk sem á svo miklar eignir að nánast engin fordæmi eru fyrir siíku hér á landi. Enginn kemstþó í hálfkvisti við ríkustu menn landsins á 15. öld. Hverjir eru ríkastir og hverjir hafa fallið afstalli á síðustu árum? DV skoðar málið. Fallinn af stalli Jón Ólafsson, fyrr- um meirihlutaeig- andi Norður- ljósa, hefur falliö af stalli sem milljóna- mæringur. Eignir hans voru metnar á 3,5 milljarða árið 2001, íbók- inni Ríkir íslendingar. „Ég ofmat eignir Jóns á sínum tíma en það gerðu reyndar fleiri og iíklega einnig hann sjálfur," segir Sigurður Már Jónsson, höfundur bókarinnar. „Hann er skýrt dæmi um mann með bæði mikil umsvif og mikla skuldsetningu." Sig- urður sagði að erfitt væri að meta eignir Jóns í dag en ljóst væri að þær hefðu minnkað verulega, auk þess sem óvíst væri hvaða nið- urstaða fengist í skattamálum hans og hvaða áhrif þau hefðu á eignastöðu Jóns þeg- ar upp væri staðið. Björk Guömundsdóttir Það er vandasamara að reikna út virði þessa frægasta Íslendings sögunnar en flestra annarra. i bókinni Rikir íslend- ingar er hún talin eiga um 5fimm miUjarða. Byggjast ut- reikningarnir á plötusölu og þeirri staðreynd aðhun starfar ein og gefur efni sitt út sjálf. Þar segir einnig að Björk þyki slyng i viðskiptum. Siðan bókin var gefin út árið 2001 hefur Björk eingöngu gefið út safnplötur, en frægðarsól hennar hefur risið enn hærra og vaxandi sala fylgt' Hún er nú talin eiga 6 milljarða króna. Ríkustu menn þjóðarinnar nú eru svo ríkir að fá dæmi finnast um slíkt í íslandssögunni. Á þremur árum hefur þeim auðugustu tekist að margfalda eignir sínar. Aðrir eru einfaldlega horfnir af sjónarsvið- inu í miklum sviptingum í ís- lensku viðskiptalífl. Samt sem áður komast íslenskir milljarðamæringar í dag ekki með tærnar þar sem nokkrir ríkustu menn landsins fyrr á öldum höfðu hælana. Milli 1400 og 1500 voru til hér á landi svo ríkir menn að ísland hefur aldrei alið af sér þeirra líka - enn sem komið er að minnsta kosti. Björgólfur Thor er þó næstum hálfn- aður. Ríkir menn á 15. öld Ef ríkustu menn fyrri alda væru uppi í dag, og ættu hlutfallslega jafn- mikið, væru eignir þeirra margfaldar á við Björgólfs Thors. Guðmundur ríki Arason á Reyk- hólum hagnaðist gríðarlega á við- skiptum við Englendinga á 15. öld. Á Olíufurstar Einn af hverjum 70 íbúum Sameinuðu arabísku fursta- dæmanna á meira en eina milljón Bandaríkjadollara, eða tæplega 70 milljónir íslenskra króna. Þetta eru um 1,5% af öllum fbúum landsins, en hin- ir, eða yflr 80% íbúanna, berj- ast hins vegar í bökkum og eru að mestum hluta innfiytjend- ur í láglaunastörfum. & — ** há- tindi ferils síns átti hann jafn mikið og fjögur þús- und meðalmenn áttu, að því er segir í bókinni Ríkir fslendingar. Þar á meðal átti hann næstum alla Barðastrandarsýsluna, samtals tæplega 180 jarðir. Ásgeir Jónson hagfræðingur hefur áætlað að Guðmundur ríki hafi átt 5% af þjóðarauðnum á þeim tíma. Ekki var allt þetta fé vel fengið. Til eru heimildir um ránsferðir Guðmund- ar, og enn fremur mágs hans, Björns ríka Þorleifssonar. Björn var að öll- um líkindum enn ríkari en Guð- mundur, því eftir að Guðmundur var dæmdur til sektar fyrir að taka eignir ófrjáisri hendi sölsaði Björn undir sig eigur hans. Guðmundur hvarf án þess að borga sektina, og er ekkert vitað um afdrif hans. Þykir það merkileg eyða í íslandssögunni. Þessum auðæfum fylgdu líka - eins og jafnan er - mikil pólitísk völd og áhrif. Björn ríki er talinn ríkasti maður Islandssögunnar, og hafa átt um tíunda hluta af öllum jörðum á landinu. Ef þeir Guðmundur og Björn væru uppi í dag og ættu sama hlutfall af þjóðareign nú og þá, væru eignir Björns metnar á 250 milljarða og Guðmundar á 125 milljarða. Nú er íslensk þjóðareign um 2500 millj- arðar króna, en það er tala sem sam- anstendur af verðmæti eigna at- vinnuveganna, hins opinbera og íbúðarhúsnæðis í almenningseigu. Peð á alþjóðamælikvarða Það hefur verið reiknað út að ís- lensku auðmennirnir um 1400 voru ámóta ríkir og meðal aðalsmenn í Danmörku. Og það er eins núna; ríkustu menn- irnir okkar ná ekki inn í al- heimsklúbbinn nema sem minna en með- Jón Ásgeir Jóhannesson Jón Helgi í Byko Hann hefur náð miklum ár- angri með Norvík, félagi i eigu hans og fjölskyldu hans. Fé- lagið keypti, siðastliðið haust, fyrir tæpa fjóra milljarða króna meirihlutann i Kaupási sem rekur verslanirnar 11-11, Nóatún, Krónuna, Húsgagna- höllina og Intersport. Eignir Jóns Helga eru hér gróflega metnar á sjö til átta milljarða. Guðbjörg Matthíasdóttir Guðbjörg er ekkja Sigurðar Einarssonar, rika, og á fjöl- skyldan meðal annars ísfélag- ið i Vestmannaeyjum og stór- an hlut i TM sem hefur aukið verðgildi sitt. Þvimeta fjár- málaspekúlantar eignir henn- ar á um átta og hálfan millj- arð króna. Jóhannes Jónsson Hér höfum við annað dæmi um að sonurinn toppar föður sinn. En Jóhannes fytgir fast á eftir Jóni Ásgeiri, enda við- skipti þeirra samtvinnuð.Jó- hannes er þó talinn eiga um milljarði minna. Hefur verið að fjárfesta i Bret- landi fyrir um 40 milljarða. Af þvi er eigið fé um 3-4 milljarð ar, að áliti þeirra sem gerst þekkja, og skuldsetningin þvi mikil. Erfitt er því að áætla hagnað afgengi hluta- bréfanna þar sem hann er ekki í hendi. Við þetta bætast umsvif á markaði hérá landi. Það er óvarlegt að áætla eign- ir Jóns Ásgeirs yfir tíu milljörð- um, telja þeir sérfræðingar sem DV ræddi við. almenn. Björgólfur Thor Björg- ólfsson kæmist ekki inn á lista For- bes yflr 500 ríkustu menn heims, þar sem fólkið í botnsætunum á allt að minnsta kosti jafnvirði 70 milljarða íslenskra króna. En hann kæmist hins vegar í 305. sæti á lista Forbes yflr ríkustu menn Bandaríkjanna. Þar yrði hann í hópi með til dæmis David Gold, sem hagnaðist gríðar- lega á lágvöruverðsbúðum sínum, „99 Cents Only“. Breytt staða „Það hefur margt breyst á þeim rúmum tveimur árum sem eru liðin síðan bók mín kom út,“ segir Sigurður Már Jónsson, höf- undur bókarinnar Ríkir ís- lendingar. Baugsfeðgar voru þar, sem dæmi, í 11. sæti á Werner Rasmusson Werner Rasmusson er einn af stofnendum Pharmaco. Hann og hans börn eiga þar stóran hlut, hvers verðmæti menn telja komið upp i tiu og hálfan milljarð króna i dag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.