Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2004, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2004, Blaðsíða 45
DV Fókus LAUGARDAOUR 17. JANÚAR 2004 45 Britney hefur nú í fyrsta skipti tjáð sig opinberlega eft- ir allt brúðkaupsvesenið í Las Vegas um áramótin. Út- gáfufyrirtæki hennar vildi ekki að hún tjáði sig strax eft- ir brúðkaupið en nú hefur hún fengið leyfi til þess vegna þess að nýtt myndband með henni er væntan- legt. Þess vegna þarf stúlkan að koma fram til að kynna nýja myndbandið við lagið sitt Toxic sem mun vera klámfengnara en öll þau fyrri. Britney leikur nokkur ólík hlutverk í myndband- inu sem öll sína hana á kynferðislegan hátt. Meðal annars leikur hún lausláta flugfreyju og leður- klædda latexgellu. Þá sést hún kyssa a.m.k. þrjá karl- menn og mun einn þeirra vera leikarinn Martin Henderson sem lék í myndinni The Ring. Hvað brúðkaup hennar varðar sagðist Britney en líta á hjónabönd sem helgan hlut. „Mér finnst hjóna- bandið vera heilagur hlutur og ég virkilega meina það. Þetta sem gerðist var hins vegar bara einhver Las Veg- as stemning og ég fylgdi fjöldanum. Það er líka fyndið að sama dag og við lendum á Mars er meira fjallað um mig en þann merka atburð," sagði Britney og hafði ekki íleiri orð um það. Þegar hún var svo spurð út í hvaða hug hún bæri til eiginmanns sfns fyrrverandi sagði hún: „Það er einkamál." Nýja myndbandið hennar er væntanlegt á næstu dög- um. Ætlarað bera brjóstin í Playboy Módelið Rachel Hunter hefur samþykkt að sitja fyrir hjá karla- tímaritinu Playboy. Rachel, sem lík- lega er þekktust fyrir að hafa verið gift ellirokkaranum Rod Stewart og hafa átt í ástarsambandi við Robbie Williams, mun þó aðeins flagga barminum en geyma afganginn til betri tíma. Henni var upphaflega boðið að sitja fyrir hjá blaðinu þegar hún var 17 ára en neitaði þar sem henni fannst hún vera of ung. Hún er 34 ára í dag og hefur ekki haft mikið fyrir stafni eftir að hjónabandi hennar og Stewart lauk. Þess vegna hefur hún samþykkt tilboð Playboy og fær þess í stað eina milljón doll- ara í vasann. „Rachel verður ber að ofan en hún neitaði að fara úr öllu. Mynd- irnar verða eins smekklegar og mögulegt því hún vill ekki fara yfir strikið. Annars er hún mjög sátt við að koma nakin fram enda gullfal- leg,“ sagði náinn vinur hennar í við- tali við The Sun. Myndatakan fór fram í vikunni og búast má við að sjá þær á síðum Playboy fljódega í sérstakri rokkút- gáfu af blaðinu. Stjörnuspá Smári Geirsson formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar er 53 ára í dag. „Honum er ráðlagt að hlakka til hins tilfininga- lega jafnvægis og þroska sem í vænd- um er því ef hann er fær um að þróa með sér þolinmæði og til- einka sér að hlæja oftar en hann er vanur mun hláturinn létta af hon- um sjálfsefanum og hann nær betra sam- É*» bandi við sálina." segir í stjörnuspá hans. Smári Geirsson Vatnsberinn (20.jan.-i8. febrj VY ---------------------------------- Ekki láta ókláruð verkefni standa í vegi fyrir því að þú komir sátt/ur heim að loknum vinnudegi. Þú finnur fyrir vellíðan í garð manneskju sem efiir þig á góðan máta um þessar mundir án efa. Ræktaðu þá sem skipta þig máli þessa dagana. Fiskarnir (i9.febr.-20.mars) Því meira sem þú gefur þvi meira verður sjálfsöryggi þitt. Atburðir helgarinnar færa þér innri frið og gleði ef þú leyfir umhverfinu að ýta undir já- kvæðar tilfinningar hjá þér. X T MWm(21.mars-19.april) Gefðu það sem þú leitast við *c~ að fá og sjá, þrár þínar lifna við því jan- úar er sannarlega mánuður stjörnu hrútsins. Undirmeðvitund þín hjálpar þér ef þú hugsar einfaldlega upphátt og ert meðvituð/meðvitaður um drauma þína. b NaUtið (20. april-20. maí) Fólk fætt undir stjörnu nauts- ins á það til að kaupa hluti til þess eins að reyna að bæta sér upp einhvers kon- ar vanmetatilfinningu sem býr innra með því á þessum árstíma en þar er á ferðinni vanhugsuð eyðsla. Fjárfestu einungis í því sem þú þarft á að halda. I ; Tvíburarnirt2i.mfl/-2/./rá) Næstu dagar fylla hjarta þitt af gleði en á sama tíma ættir þú ekki að taka mark á skoðunum annarra heldur huga eingöngu að eigin líðan. K\Mm(22.júni-22.júll) Þú ættir að horfast í augu við styrk þinn og ekki síður veikleika og reyna að læra að á stundum ganga þarfir annarra fyrir þínum eigin. Helgin einkennist af jákvæðu viðhorfi þínu sem segir þér að halda ótrauð/ur áfram hvað sem á dynur. LjÓnÍð (23.jiili- 22. úgiist) Málgleði þín er augljós og þú ert fær um að nýta þennan jákvæða eiginleika til góðs næstu daga. Hugsaðu._. fyrst og fremst um að upplifa fögnuð- inn yfir tilverunni hvern dag. Vandamál heyra sögunni til og þú eflist ef þú hug- ar vel að sálu þinni og heilindum. Meyjan (23. ágúst-22. sept.) Ekki ýta fólki frá þér ef þú finnur fyrir óöryggi innra með þér yfir helgina. Hugaðu vel að þeim sem þú unnir og gefðu þeim tíma þinn í stað hluta sem skilja ekkert eftir sig. Vogin (23.sept.-23.okt.) Hreinsaðu allar hindranir úr vitund þinni sem allra fyrst ef þú vilt að hlutirnir fari að gerast hjá þér. Draumar -# þínir bíða þess að þú opnir huga þinn og leyfir þér að trúa á krafta þína. m Sporðdrekinn (24.okt.-21.n0vj Hvíldu þig þegar líkami þinn sýnir þér þreytumerki. Þú ættir að sitja hljóð/ur hjá og leyfa minnstu sköpun og atburðum að lifna við í tilveru þinni því fyllsta samræmi á sér stað án þess að þú stjórnir nokkru eða hafir áhrif á gang mála. X Bogmaðurinn ('22.nfc-2/.tej Þú ættir að horfa betur í kringum þig þessa dagana og taka á móti því sem að höndum þínum ber að öllu leyti og fyrir alla muni af heilum hug. Ekki láta þér detta í hug að neita innra með þér að njóta stundarinnar af því að hún er ekki eins og þú hefðir kosið að hún væri. Steingeitin (22.des.-19.jan.) Þú munt ná ásættanlegum ár- angri þegar kemur að þér að sýna hvað í þér býr. Janúar færir þér fréttir sem tengjast tekjum þínum á jákvæðan máta. SPÁMAÐUR.IS*

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.