Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2004, Qupperneq 38

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2004, Qupperneq 38
38 LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 2004 Sport DV Frábær sigur á Danmörku íslenska handbolta- landsliðið byrjaði fjögurra þjóða mótið í Danmörku vel með sex marka sigri á heimamönnum í Farum. Það var jafnt á flestum tölum í íyrri hálfleik og Danir höfðu eins marks forystu í hálfleik, 18-17. I seinni hálfleik kom Reynir Þór Reynisson í markið og vörnin small saman og íslenska liðið hreinlega brunaði yfir það » danska. Mest náði íslenska liðið átta marka forystu, 32- 24, en í lokin skildu sex mörk liðin, Island vann 33- 27. Ólafur Stefánsson skoraði níu mörk fyrir íslenska liðið og átti ófáar stoðendingarnar, Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sex mörk, Sigfús Sigurðsson var með fimm (fékk rautt í lok fyrri hálfleiks), Snorri Steinn Guðjónsson var með 4 mörk og þeir Patrekur Jóhannesson og Einar Örn Jónsson léku sinn besta leik í langan tíma og gerðu 3 mörk hvor. Guðmundur Ilrafnkelsson varði 8 skot í fyrri hálfleik en Reynir Þór Reynisson varði 11 skot í þeim seinni. Tveir Evrópu- leikir í Eyjum Það verður nóg að gera í Eyjum um helgina þegar kvennalið ÍBV leikur báða leiki sína gegn búlgarska liðinu Etar Veliko 64 Ternovo í Áskorendakeppni ^ Evrópu. Leikurinn á laugardaginn fer fram klukkan 16:30 en seinni leikurinn er klukkan 14:00 á sunnudag. Báðir dómarar leiksins eru kvenkyns og heita Ida Gullaksen og Kariana Lock og koma frá Noregi og eru aðeins 24 og 25 ára og eru '■þetta fyrstu Evrópuleikir þeirra. Þetta er fjórða árið sem ÍBV tekur þátt í Evrópu- keppninni. Árið 1993- 1994, tapaði ÍBV í fyrstu umferð fyrir Varpa Riga frá Lettlandi í Evrópukeppni Félagsliða. Árið eftir eða 1994-1995 datt ÍBV einnig úr í fyrstu umferð fyrir USM Gagny frá Fraklandi, í Evrópukeppni Bikarhafa. ÍBV tók síðan þátt í Evrópukeppni félagsliða 2000-2001 og unnu Pirin frá Búlgaríu í fyrstu umferð en töpuðu síðan í annarri .jimferð fyrir Buxtehude frá Pýskalandi. Enska knattspyrnuliðið Leeds er í tvöfaldri hættu á að tilheyra ekki ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Það er ekki nóg með að liðið sitji í fallsæti þá eru skuldirnar að sliga félagið í gjaldþrot. Eftir aðeins tvo daga rennur út frestur félagsins til að forðast greiðslustöðvun. Það er ljóst að næstu dagar ráða öllu um framtíð Leeds, þessa fornfræga félags sem hefur unnið Englandsmeistaratitilinn þrisvar sinnum (síðast 1992) og telst óumdeilanlega til virtustu klúbba ensku knattspyrnunnar. Bareinskur sjeik stökk fram á sjónarsviðið í gær og segist vera búinn að gefa „sínu“ liði líflínu sem til þarf til að róa lánadrottna félagsins. Skuldir Leeds eru þær mestu í sögu enskra íþróttafélaga og síðasta frjárhagsár var metár í skuldasöfnun en skuldir þessa miðlandafélags jukust þá um 49,5 milljónir punda eða um 6,3 milljarða íslenskra króna. Á Leeds liggja nú rúmlega 10 milljarða skuldir sem eru allt annað en auðvelt að losna við. Sjeikinn umræddi, sem ber nafn- ið myndarlega Abdulrahman bin Mubarak al-Khalifa sem forráða- menn Leeds taka reyndar með fyrir- vara, segist búinn að safna um 4,5 milljörðum frá viðskiptahring í heimalandi sínu. Peninginn ætlar hann bæði að nota í að borga fyrr- nefndum lánadrottnum sem og að leggja fram 15 milljónir punda til kaupa á nýjum leikmönnum. 4sigrarí21 leik Leeds hefúr aðeins unnið 4 af 21 leik og tapað öllum þremur leikjun- um eftir jól. Leeds hefur á undan- fömu ári selt marga af sínum bestu leikmönnum. Rio Ferdinand, Robbie Keane, Lee Bowyer, Robbie Fowler, Jonathan Woodgate, Harry Keweli og Olivier Dacourt er hópur af frábæmm leikmönnum sem stuðningsmenn Leeds hefur mátt horfa á yfirgefa fé- lagið á þessum erfiðu tímum. Vegna vandræða félagsins hafa þessir leik- menn farið að margra mati alltof ódýrt og sölu leikmanna gæti hvergi nærri verið lokið, gangi fjáröflun ekki eftir. Þrír leikmenn hafa verið nefndir þar til sögunnar, framherjarnir Mark Viduka og Alan Smith og markvörður- inn Paul Robinson. Viduka hefur ver- ið á fömm nánast allt tímabilið en Smith hefur haldið tryggð við félagið í Ijölmiðlum, en staðan er svo slæm að hann væri einnig þvingaður til að yflr- gefa Elland Road. Til að lifa af tímabilið ijárhagslega, þarf að safna á bilinu 5 til 8 miljónum punda (600 milljónum til eins millj- arðs íslenskra króna) en fáist þeir peningar einungis með því að selja umrædda leikmenn verður svo að vera. Middlesbrough hefur áhuga á að kaupa Viduka, Newcastle er spennt fyrir Smith og Robinson er undir smá- sjánni hjá mörgum félögum í enska boltanum. Yfirgefl þessir þrír leik- menn félagið fyrir góðan pening er ljóst að verkefni þeirra sem eftir standa sé orðið mjög strembið í að halda liðinu í ensku úrvalsdeildinni. Fari svo að Leeds fari í greiðsstöðv- un er ljóst að framtíð félagsins er end- anlega úr þeirra höndum og að það Þó að þarna sé enginn Roman Abramovich á ferðinni er Ijóst að áhugi þessa bar- einska sjeiks og hans manna eru góðar fréttir eins og sést á verðbréfamarkaðnum þar sem gengi bréfa í Leeds hækkuðu um 50% um leið og kaup- hallirnar opnuðu. verði forráðamenn ensku úrvalsdeild- arinnar og hin liðin 19, sem hana skipa, sem ákveða hvernig tekið verði á málum Leeds í framhaldinu. Stig gætu vissulega verið dregin frá liðinu en það stefnir í það að örlög Leeds ráðist aldrei fyrr en eftir núverandi keppinstímabfl. Væri liðið í 1. deildinni myndi það hrapa niður í 3. deild en þetta mál kemur til með að hafa algjört for- dæmisgildi fyrir mál af þessu lagi í ensku úrvalsdeildinni sem hefur verið við lýði frá 1992 en glímir í fyrsta sinn við mál sem þetta. Fall í 1. deild þýðir minni tekjur og enn meiri skuldir, því er það flestra hagur að bjarga Leeds, bæði inni á knattspyrnuvellinum sem og út úr fjárhagsvandræðunum. Eitt er víst, stjórnarmenn Leeds sitja stífa stjórnafúndi þessa dagana til að reyna að leysa mál Leeds. Enginn Roman Þó að þama sé enginn Roman Abramovich á ferðinni er ljóst að áhugi þessa bareinska sjeiks og hans manna em góðar frétdr eins og sést á verð- bréfamarkaðnum þar sem gengi bréfa í Leeds hækkuðu um 50% um leið og kauphallirnar opnuðu. Líflína Leeds gætí því komið frá smáríkinu Barein í SA-Asíu reynist umræddur Abdulra- hman bin Mubarak al-Khalifa vera all- ur þar sem hann er séður. ooj@dv.is Alltof sjaldgæf sjón Leedsarar hafa fengið alltoffá tækifæri til að fagna á siðustu tveimur árum þegar félagið hefur mátt þola mikil fjárhagsvandræði og i ofanálag slakt gengi inni á knattspyrnuvellinum. Reuters

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.