Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2004, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2004, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR I7. JANÚAR 2004 Fókus DV Krár&böll • Tríóið Hvann- dalsbræður með Rögnvald Gáfaða í fararbroddi verður með útgáfutón- leika á Kaffi 22 á Laugavegi klukkan 21. • Harmonikkufélag Reykjavíkur heldur þorrablót sitt með dúndr- andi stórdansleik í Ásgarði, Glæsi- bæ klukkan 19. Fyrir dansi leika fimm hljómsveitir. • Línudansball verður á skemmti- staðnum Nasa frá 21 til miðnættis. Frítt er inn. Eftir það leikur Ný dönsk fyrir dansi. • Rut Reginalds og hljómsveit leika á Fjörukránni í Hafnarflrði. Kapital með snúðunum Lewis Copeland, Tomma White og Andr- ési auk söngvara og fleiri. • Geirmundur Valtýsson og hljóm- sveit halda uppi sveiflunni á Krmglukránni. • Dj Sóley spilar á Vegamótum. • Sagaklass skemmtir á Players í Kópavogi. Klassík • Hanna Dóra Sturlu- dóttir verður einsöngvari á Nýárs- tónleikum í Salnum, Kópavogi klukkan 16. Með henni leikur átta manna salonhljómsveit sem skipuð er úrvalsliði hljóðfæraleikara. e Austrian Double Reed Quartet heldur tónleika í Menningarmið- stöðinni Gerðubergi klukkan 17. • íslenska óperan tekur nú aftur upp sýningar á Werther eftir Massenet. Aðeins tvær sýningar eru eftir, sú fyrri í kvöld klukkan 20. Kvikmyndir • Kvikmyndasafn íslands sýnir japönsku myndina Yojimbo eftir Akira Kurosawa í Bæj- arbíói, Hafnarfirði klukkan 16. Sænskur texti Leikhús • Rauðu skómir eftir H.C. Andersen er frumsýnt í Borg- arleikhúsinu klukkan 14. • New Icon Party verður á Menning hjá Gísla Marteini Myndlistarmaðurinn Ólaf- Lífið eftir vinnu • Bless fress með Þresti Leó Gunnarssyni er sýnt í Loftkastalanum klukkan 20. • Sporvagninn Gimd er sýnt í Borg- arleikhúsinu klukkan 20. • Ríkarður þriðji er sýnt á stóra sviði Þjóðleikhússins klukkan 20. • Meistarinn og Margaríta er sýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu klukkan 20. Opnanir • Bjami Sigurbjöms- son og Svava Bjömsdóttir opna samsýningu á verkum sínum í Listasafninu á Akureyri klukkan 15. • Sigríður Guðný Sverrisdóttir opn- ar málverkasýninguna Gulur, rauð- ur, grænn og blár í Baksalnum í GaUeríi Fold, Rauðarárstíg 14-16 klukkan 15. Sýningin standur til 1. febrúar • Sýning Ólafs Elíassonar, Frost Actívity, verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur, Hafriar- húsinu, klukkan 16. Jæja ur Elfasson verður aðal- gestur í Laug- ardagskvöldi með Gfsla Marteini f sjónvarpinu f 1k km kvöld. Þá verða tónlist- -armennimir Sigrún Eð- Hv ' JB valdsdóttir og Björn Thoroddsen einnig gest-1 ir. Óhætt er að segja að þátturinn verði með menn- ingarlegu sniði að þessu sinni. Kronik 10 ára Útvarpsþátturinn Kronik á X-inu 977 fagnar um þessar mundir tíunda starfsári sínu. Af því tilefni verður heljarinnar veisla á Gaukn- um á fimmtudagskvöld- ið í næstu viku. Von er á erlendum gestakomum, ^sjálfumMC Supematural og Dj Noize, þannig að það er um að gera að taka i kvöldið frá. Stjórnandi Kronik er sem fyrr sjálfur Róbert Aron Magnússon eða bara Robbi rapp. Rauður bónus íslendingar em farnir að átta sig á kostum þess að ferðast með Strætó. Fyrir- tækið vinnur statt og j.stöðugt að því að bæta þjónustuna og fyrr en varir munum við ekki verða neinir eftirbátar nágrannalandanna. Leyndur gullmoli hjá Strætó sem námsmenn einir virðast þekkja er að hægt er að kaupa Rauða kortið á litíar 10.500 krón- ur. Kortíð gildir um allt leiðakerfi Strætó í heila þrjá mánuði. Mínus kveöup landann og fagnar Hljómsveitin Mínus efnir til tónleika á Grand Rokk í kvöld í tilefni af útkomu smáskífu þeirra Angel in disgu- ise sem er að finna á bestu plötu síðasta árs, HalldárLax- ness. Þetta verða jafnframt síðustu tónleikar þeirra hér á landi í bili þar sem þeir munu halda til Englands í næstu viku til tónleikahalds. Mínus hefur fengið tvær ungar sveitir til þess að hita lýðinn upp fyrir alvöru átökin í kvöld en það eru hljómsveitirnar Manhattan og Jan Mayen. „Þetta verða síðustu tónleikarnir okkar á íslandi í bili. Þetta eru eiginlega kveðjutónleikar og útgáfupartí um leið þar sem við fögnum útgáfu nýrrar smáskífu,“ segir Frosti Logason gítarleikari Mínus. „Videoið við Angel in disguise verður líka sýnt þarna áður en við stígum á sviðið en annars má fólk bara eiga von á alvöru Mínustónleikum - rokk, geðveiki og berir kroppar," segir Frosti sem segir sveitina v.era byrjaða að vinna að nýju efni. „Við spiluðum eitt nýtt lag á tónleikum um daginn sem kom bara vel út þannig að það er líklegt að það verði eitthvað af nýju efni flutt þarna í kvöld." Fólk ætti því að drífa sig á Grand Rokk í kvöld til þess að bera Mínus augum því ekki er víst að annað tækifæri gefist til þess í bráð. Húsið mun opna kl. 23 og þarf fólk að reiða fram lítinn 1000 kall til þess að komast inn. Handbendi myrkravaldsins með söng sínum. En það er aðeins yfirskin eins og síðar kemur í ljós. Rithöfundurinn Sjón er af mörg- um þekktur fyrir að skrifa illskiljan- legar bækur í súrrealískum anda sem enginn skilur, nema kannski mennt- aðir táknfræðingar. En það er auðvit- 'að tómt bull. Maður þarf hvorki að vera doktor né dúx í kabbalisma til að skemmta sér yfir skáldsögum hans. Sjón skrifar vissulega „skrítnar" sög- ur, a.m.k. frá sjónarhóli þeirra sem aðhyllast tært raunsæi, en fyrir þá sem eru hrifnir af ævintýrum, óvænt- um uppákomum og fantasíu eru bækur hans gullnáma. Sögurnar em spennandi og vel skrifaðar og ekki spillir hinn sjónski húmor gleðinni en hann er ávallt innan seilingar, jafnvel í alvarlegustu umfjöllunum. Það var því með nokkurri eftirvæntingu sem undirrituð settist niður með nýjustu bók Sjóns, Skugga-Baldur. Grasafræðingur og glæpa- „stúlka Skugga-Baldur er raunsærri en fyrri sögur Sjóns, a.m.k. á yfirborð- Sjón „Þrátt fyrir gloppurer Skugga-Baldur vönduð og flott saga" inu. Hún gerist seint á 19. öld og em þrjár persónur forgrunni, prest- urinn Baldur Skuggason, Friðrik B. Friðjónsson grasafræðingur og stúlkan Abba. Abba finnst um borð í skipi sem verður skipreka við ísland og er hún síðar hneppt í varðhald fyrir glæp. Á þann glæp ber hún hinsvegar ekki skynbragð því hún er vangefin. Friðrik grasa- fræðingur rekst á stúlkuna fyrir til- viljun og tekur hana undir sinn vemdarvæng og fer með hana í sveitina þar sem hún unir glöð við sinn hlut, jafnvel eftir að henni er úthýst úr kirkjunni. Þangað fær hún ekki að koma eftir að Skugga- Baldur tekur við prestsembætti því hann segir hana trufla messuhald Dr.Jekyll og herra Hyde Greinilegt er að höfundi hefur ver- ið í mun að draga hlutskipti þeirra sem minna mega sín fram í dagsljósið og einnig má lesa söguna sem ákveðna gagnrýni á yfirráð valda- manna. Þessum sjónarmiðum kemur höfundur dável á framfæri, bæði í Iýs- ingum á aðstæðum Öbbu í upphafi bókarinnar og persóna Skugga-Bald- urs er ágætlega upp byggð. Afdrif hans em óvænt og mynda hugrenn- ingatengsl við ekki ómerkari sögu en Dr. Jekyll og hr. Hyde þar sem dýrslegt eðli vex stig af stigi og yfirtekur á end- anum mennskuna. Óhugnaðurinn sem ríkir í gömlu hrollvekjunni er þó langt undan í Skugga-Baldri því ham- skiptin sem þar eiga sér stað eru bæði spaugileg og með miklum ólíkindum. Illskan og góðvildin Eins og nafnið bendir til er Skugga-Baldur handbendi myrkra- valdsins en á hvaða hátt og hvernig er aldrei fyllilega ljóst. Það er ákveðinn galli sem einnig endurspeglast í held- ur veikburða tengslum prestsins við Friðrik og Öbbu. Baldri er greinilega í nöp við Öbbu og á því fær lesandinn skýringar í lok bókarinnar en í sög- unni sjálfri reynir lítið á togstreitu á milli persónanna. Þar með eru helstu andstæður sögunnar, illskan og góð- vildin, lítt sýnilegar og í bragðdaufara lagi. En þrátt fyrir gloppur er Skugga- Baldur vönduð og flott saga enda ekki við öðru að búast af höfundi sem býr yfir víðfeðmri þekkingu á bókmennt- um, listum, trúarbrögðum, heimspeki og vísindum, svo fátt eitt sé nefnt. SigríÖui Albertsdóttii Upprisanna safnaranna Sýningin Stefnumót við safnara verður opnuð í Gerðubergi þann í dag klukkan 14. Ellefu safnarar á öll- um aldri sýna þar brot af gersemum sínum og má finna á sýningunni allt frá rakvélablöðum til útvarpstækja. Safnararnir skiptast í tvær ólíkar fylkingar í söfnuninni, annars vegar er um að ræða þá sem eru af gamla skólanum og sanka að sér gripum og láta þá standa óhreyfða. Hins vegar er um að ræða þá sem safna til að móta eitthvað nýtt úr því sem safnað er. Á sýningunni er meðal annars að finna styttur af mæðgum sem frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum for- seti, hefur safnað og Hawaiiskyrtur og veggspjöld með Marilyn Monroe sem Birgir örn Thoroddsen, Bibbi Curver, hefur safnað. Auk þess eru á sýningunni munir safnaranna Bald- vins Halldórssonar, Sólveigar Sig- urðardóttur, Helgu Hansdóttur, Ragnars Fjalars Lárussonar, Ragn- heiðar Viggósdóttur, Þórs Gunnars- sonar, Sigríðar Þórðardóttur, Hrafn- hildar Sigurðardóttur og Hugrúnar Daggar Árnadóttur. Kaldaljós til Berlínar Kvikmyndin Kaldaljós hefur ver- ið valin til þátttöku á kvikmyndahá- tíðinni í Berlín í næsta mánuði. Myndin verður sýnd í flokknum „Panorama" sem einungis 15 kvik- myndir eru valdar í af fleiri hundruð. í næstu viku verður myndin opnun- armynd kvikmyndahátíðarinnar í Gautaborg. Aðsóknin hér heima hef- ur heldur ekki verið neitt slor, tæp- lega 15 þúsund manns á tveimur vikum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.