Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2004, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2004, Blaðsíða 39
r DV Sport LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 2004 39' Það hefur gripið um sig handbolta- æði í Slóveníu og löngu orðið uppselt á leikina í Celja þar sem íslenska landsliðið spilar. Stoltir stuðningsmenn Slóvenar styðja jafnan vel við bak sinna íþróttamanna sem eru margir i fremstu röð þrátt fyrir að þjóðin sé ekki fjölmenn. SLÓVENÍA Slóvenía er nyrsta landið sem áður tilheyrði gömlu Júgóslavíu. Slóvenía er um 20 ferkílómetrar að stærð sem er um það bil helming- urinn af stærð Sviss. Upplýsingar um Slóveníu: Sjálfstæði: 2S.jún(1991 Stærð: 20,273 ferkílómetrar Fólksfjöldi: 1,935 milljónir Höfuðborg: Ljubliana Þjóðtrú: Rómversk-kaþólskir Tungumál: Slóvenska Allt a öðrum Nú eru aðeins nokkrir dagar þar til að Evrópumðtið í handbolta hefst en að þessu sinni fer mótið fram í Slóveníu, nyrsta landinu sem áður tilheyrði gömlu Júgóslavíu. Slóvenar eru tveggja milljóna þjóð og löngu þekkt íþróttaþjóð þrátt fyrir fámenni. Slóvenar voru sem dæmi með á bæði EM 2000 og HM 2002 í knattspyrnu og eru fámennasta þjóðin sem hefur komist í lokakeppni í vinsælustu íþrótt í heimi. En íþróttaafrekin telja ekki bara í knattspyrnunni því Slóvenar eiga afreksfólk í fremstu röð á skíðum, í tennis og í frjálsum íþróttum. Það kemst þó ekkert annað en handbolti að þessa daga í landinu enda eru Slóvenar í fyrsta sinn að halda stórmót í íþróttum og það er óhætt að segja að Slóvenar ætla taka vel á móti gestunum sínum. Island er með Slóvenum í riðli og liðin mætast í fyrsta leiknum, leik sem kemur til með að hafa mikið að segja um framhaldið í keppninni. Riðillinn fer fram í 37 þúsund manna borg norður af höfuðborginni í Ljubliana. Roman Pungartnik er leikmaður Kiel og einn af aðalmönnunum hjá Slóvenum. Pungartnik er sann- færður um að þjóðin sameinist á bak við liðið en Slóvenar hafa jafnan farið langt á liðsheild og þjóðastolti. „Það er bara rætt um eitt mál þessa dagann í Slóveníu og það er Evrópumótið. Þetta mót hefur gríðarmikið að segja og það vita mínir landar enda er löngu uppselt á leikina. í sjónvarpinu, útvarpinu og blöðunum er um fátt annað rætt en EM. Við ætlum að nýta okkur þennan meðbyr en við vitum að við þurfum að taka eitt skref í einu og einn leik fyrir í einu og aðalatriðið í upphafi er að tryggja okkur inn í milliriðilinn,“ sagði Pungartnik í viðtali við þýska netmiðilinn Sportl. Stærsta markmiðið er þó að tryggja sig inn á Ólympíuleikana í Aþenu en Slóvenar eru ein af níu þjóðum sem ekki hafa tryggt sig inn_» á leikana. „Við vitum að við þurfum að hafa mikla heppni með okkur til að ná þessu markmiði en við erum á heimavelli og eigum möguleika." ooj@dv.is 15-50% afsláttur Skeifunni 19 i Póstkröfusími 581 4488 ljosogorka@ljos.ís Orka i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.