Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2004, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2004, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 2004 Fókus DV Á íslandi eru 86% landsmanna skráð í Þjóðkirkjuna miðað við 92% fyrir um áratug siðan. Þetta samsvarar rýrn- un upp á 6% og hafa meðlimir Þjóðkirkjunnar aldrei verið hlutfallslega færri. En hvað hefur orðið um þessi 6%? Á síðustu Wárum hefur trúleysingjum og ásatrúarmönnum fjölgað, kaþólikkar hafa tvöfaldast og skráðum trúfélögum hefur fjölgað úr 11 í21. Trúarbrögðin bjóða upp á eftirsóknarverða hluti sem ekki fást annarsstað- ar, s.s. eilíft líf og syndaaflausn, en í staðinn eru hins vegar ýmsar kvaðir og skyldur settar á fólk sem geta verið allt frá tíundargreiðslum yfir í trúboð. Trúarbrögðin eru þannig orðin neytendavænni og barist er um hvert ein- asta sóknarbarn. Hér verðurþví stuttlega fjallað um hvað trúfélögin hafa upp á að bjóða þessa dagana. Ásatrúarfélagið - 777 Ásatrú, eða Vor Siður, er siður sem byggist á hinni lifandi náttúru, sem er sá hluti al- heimsins sem við sjáum og skynjum. Guðirnir gerðu ekki heiminn úr engu, heldur sköpuðu hann úr hinni eitifu orku alheimsins (ginnungagaps), samkvæmt lögmálunum sem búa ( Aski Yggdrasils. Sköpun og eyðingin eru því endalaust sam- spil, eilíf hringrás sem viðheldur tilverunni Engar messur eru haldnar en Höfuðblót eru fjögur á ári. Ásatrúin á sér enga „biblíu" en mest er sótt til Eddukvæðanna og sambandið við náttúruna er mikilvægt. Hvað? - Náttúrutrú að fornum sið Skyldur? - Bera virðingu fyrir náttúrunni Verðlaun? - Vist í Ásgarði uns að ragnarökum kemur Annað? - Fjögur blót á ári með tilheyrandi skemmt- anahöldum Félag múslima á íslandi - 289 Gengur út á undirgefni við hinn eina Guö, Allah. Orð Allah voru skráð af Múhammed I Kóraninn og eftir honum skal fara. Fimm stoð- ir Islam eru fastan, bænin, Mekkaferð, staðföst trú á AHah og umburð- arlyndi og ölmusugjöf til þeirra sem minna mega sín. Sé fólk sanntrú- að og fari eftir Kóraninum í einu og öllu bíður þess eilíf sæla þegar að dómsdegi kemur. Þeir sem þjást fyrir Allah verða sérstaklega bað- aðir í náð hans þegar þeir deyja. Hvað? - Boðskapur Allah Skyldur? - Fasta, bæn fimm sinnum á dag, Mekka- ferð, ölmusa og staðföst trú á Allah Verðlaun? - Eilíf sæla Annað? Eilíf þjáning bíður þeirra sem gera grín að Islam Krossinn - 572 Forstöðuhjón eru þau Gunnar og Ingibjörg en rætur Krossins liggja f Hvítasunnukirkjunni og má einna helst skilgreina söfnuðinn sem klofningshóp. Þátttaka einstakling- anna er mikilvæg og þeir verða að fylgja sterkum siðferðislegum gildum. Tilvist djöfulsins er viðurkennd og allir fæðast syndugir. Markmiðið er þvi að„frelsast" en frelsið er ekki áunnið fyrir góð verk eða vandað líferni, það er alfarið og að öllu leyti gjöf Guðs, fyrir trú á úthellt blóð Krists. Krossinn er einangrað samfélag og safnaðar- meðlimir eru þeir einu sem eiga möguleika á að öðlast eillft líf. Ákveðinn „við og hinir" hugsunarháttur er því í gangi. Hvað? - Staðfastur og hefnigjarn Jesús Skyldur? - Safnaðarstarf og tíund Verðlaun? - Möguleiki á himnavist Annað? - Hliðhollir (sraelsríki Þjóðkirkjan - 250051 Þjóðkirkjan er eins og gefur að skilja lang fjölmennasta trúfélagið. Trúin byggir vitan- lega á kenningum Jesú Krists og lýsir hin svokallaða gullna regla þessu ágætlega: „Allt sem þér viljið, aö aðrir menngjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra." Það er svo allur gangur á því hvort fólk fari eftir þessu og messusókn er frekar frjálsleg. Þjóðkirkjan er Ifka mjög frjálslynd, í raun getur fólk gert það sem það vill svo lengi sem það heldur sig innan ákveðins regluramma sem flestir kalla siðgæðisvitund. Ef það er gert hlýtur fólkeilíft Iff með Kristi. Hvað? - Kenningar Jesú Skyldur? - Engar Verðlaun? Eilíft líf Annað? - Ríkisstyrkt trú Vottar Jehóva - 655 Samkvæmt trúnni veitti Jehóva (Guð) Jesú það vald sem hann hafði heitið honum árið 1914, þ.e.að verða kon- ungur I ríki Guðs.Trúfastir einstaklingar munu svo verða valdir til að ríkja með honum sem dómarar og prestar yfir mannkyninu.Tala þeirra er 144.000 og því færri sem komast að en vilja. Jafnskjótt og Jesús varð konungur kastaði hann Satan og illum öndum hans frá himni niður til nágrennis jarðarinnar sem útskýrir styrjaldir, hung- ursneyðir, farsóttir og aukið lögleysi frá árinu 1914 - allt eru þetta„tákn" sem gefur til kynna að endirinn sé nærri. Vottar Jehóva eru þvi hinir trúföstu og þeir einu sem (raun eiga möguleika á framhaldslífi. Iðrun og agi eru einkennandi og söfnuðurinn hittist þrisvar í viku að jafn aði.Trúboð er mikilvægur þáttur f trúnni. Hvað? - Öfgafullur Jesú með tölfræðilegar staðreyndir á hreinu Skyldur? - Þrjár samkomur á viku, iðrun, trú- festa og trúboð Verðlaun? - Dómarasæti í Guðsríki á jörðu Annað? - Endirinn er nærri og aðeins 144.000 manns geta orðið meðstjórnendur með Jesú í himnaríki Búddistafélag íslands - 518 Búdda var auðugur prins um 500f.Kr.sem ofbauð þjáningar heims- ins en fann innri frið með hugleiðslu. Ekki er því um trú á einhverja æðri veru að ræða heldur eins konar sjálfstrú sem fléttast inn ( ákveðna heimspeki.Talað er um sannindin fjöguntilveran er þjáning. Orsök þjáningarinnar er lífsgirnd. Lækning þjáningarinnar er fólgin ( að uppræta Iffsgirndina. Leiðin til lækningar er meðalvegurinn. Hann áfólksvo aðganga. Hvað? - Sjálfstrú og heimspeki Skyldur? - Ganga meðalveginn Verðlaun? - Innri ró og full- kominn friður Annað? - Þú fæðist aftur með sama karma og heldur áfram að fæðast uns þú hefur náð nirvana. Baháísamfélag - 374 Baháí eru ungt en nokkuð útbreitt trúfélag. Það byggir á kenningum sem segja mannkyn- ið eina þjóð f einu landi. Öll trúarbrögð eru komin frá sama Guðinum, Jesús og Mú- hammed eru því bara spámenn. Baháísamfé- lagið fer eftir boðorðunum 10 auk þess sem áfengisneysla, fjárhættuspil, slúður og baktal er bannað. Helvíti og himnariki eru bara ástand og þegar fólk deyr fer það þangað sem sálin hefur andlegan þroska til að fara, hvað svo sem það þýðir. Bahál reynir að brúa bilið á milli trúarbragða og vís- inda og hefur það að markmiði að koma á friði með lýðræðislegri al- heimsstjórn. Einar Ágúst er líklega frægasti meðlimur Baháíasamfélagsins. Hvað? - Öll trúarbrögð í einum graut Skytdur? - Samkomurá 19 daga fresti,fasta ílokBa- háí-ársins Verðlaun? - Sálin kemst á næsta áfangastað Annað? - Dóp, slúður og baktal eru ekki liðin Fríkirkjurnar í Rvk og Hfj. - samtals 10060 Frikirkjurnar er frjáls evangelísk lútersk trúfélög, svipað og Þjóð- kirkjan en með sjálfsforræði í eigin málum. Safnaðarfélögum, konum sem körlum, er tryggður jafn réttur til áhrifa sem Frlkirkjan telur vera í samræmi við boðskap Krists. ( raun er því um uppreisnarseggi að ræða sem vilja vera óháðir ríkisvaldinu. Himnavist er lofað í skiptum fyrir líf með Jesú. Hvað? - Jesús án ríkisvalds Skyldur? - Messur og safnaðarstarf Verðlaun? - Eilíft líf Annað? - Frjáls fjárframlög vel þegin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.