Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2004, Blaðsíða 25
24 LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 2004
Fréttir DV
DV Fréttir
LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 2004 25
Pétur Johann Sigfús-
son í Svinasúpunni
„iá, ætli þetta se ekki
svona oð medoltaH tvö
gjgg ó mártítðiJ'
Sigmar Viíhjaimsson i
Sigmunciur Er
arsson sjónvj
maóur „Á kari
um gera menr
æðí neöaríegi
miniti- Og þvi
samkomaraai
öanaaðri."
Jóhannes Asbjórnsson
i ido! ÞtkSimmi segja
oi þai se miög Wnsœft
mi om ítundit oSfa ■ "
þá t'ú &ð stjonra £ r ,.„~
ss-nvcd fácssP /f;'
Atí&un Blöndal r 70
mmútum Sveppi e>q
Audde eru fneö virtsæ-tti
vefchsstjorum íartds-
ms.
Nýr atvinnuvegur hefur rutt sér til rúms. Veislustjórn! Algengt er að frægarmenni séu kölluð til að kynna atriði og skemmta í veislum fyrirtækja, skóla og einstaklinga. Einkum eru það skemmti-
kraftar og sjónvarpsmenn sem veljast til starfans sem og stjórnmálamenn. Viðmiðunargjaldið er 90 þúsund þannig að þetta er góður aukapeningur fyrir þá sem í komast.
Aðrirsem
margir myndu
„deyja" fyrir
að sjá stýra
veislunni sinni
Leikaran
Spaugstofan eins og hún
leggur sig
Helga Braga
Jónsdóttir
Steinn Ármann
Magnússon
Þorsteinn
Guðmundsson
Flosi Ólafsson
Skemmtikraftar:
Jón Gnarr
Jóhannes
eftirherma
Sjónvarpsfólk:
Eva María
Jónsdóttir
Ómar
Ragnarsson
Hermann
Gunnarsson
Logi Bergmann
Eiðsson
Stjórnmáiamenn:
Guðni
Ágústsson
össur
Skarphéðinsson
Ari Edwald
Emir Run
varps^
srSakvöfd'
mn nú vehd
fooí „ erum nser
eíng&ngu að vefciu-
stýrc hjó fyrinækjusr
&g oð undanförnu he
ur eftSrspumin vesið
sU’k aö viö verðum nð
GÉsíl M.arteÉrvn »ald*
ursson sjórrvarps-
ma&kir „Fáfk er ekki cð
ieito efth þvi samc
þegsr þoö fær mig tii
að sijorna vefcfu og tíi
dæmis örr- Arnason/'
Auövitaö eru þessir menn
misfyrirferöarmiklir en oft
nefndir til sögunnar þegar
fagmannlega veislustjórn ber
á góma. Þannig þótti þaö flott
þegarAri Edwald var fenginn
til aö vera veislustjóri við gift-
ingu Þorsteins Jónssonar,
sem kenndur er viö Coke. Svo
er Hemmi Gunn víst með
glæsilegt kombakk á þessu
sviði. Stjórnmálamenn eru
iíka vinsælir veislustjórar en
þeir leggja auðvitað ekki fram
reikning heldur „gera þetta
frítt“ eins og sagt er.
Sigurjón Kjartansson
útvarpsma&ur
„Siminn hringir ekkert
hjö mér nema bora tií
c,ð fá simann hjo
Sveppa."
Sverrir Sverrisson t 70
mínútum „Viðhöfum
verið veistustjórar hja
10-11, Hekltí, Somskip,
Noidica Spo..."
„Efeinhver vill
farauppásvið
oq halda ræðu
þarfmaður
kannski að
reynaaðstýra
þvi i annan far-
veg efaðiiinn
er kannski ekki
íástanditil
þess að vera
með ræðuhöld.
Fyrst og fremst
aðsjáumað
alltgangiveI
ogaðþaðséu
aldrei langar
þagnir eða
dauðirpunkt-
ar“
„Þetta hefur verið að aukast
mikið. Allir að hringja núna og við
verðum að velja úr. Jújú, við erum
sennilega heitustu veislustjórarnir í
dag,“ segir Sigmar Vilhjálmsson,
betur þekktur sem Simmi í dúettin-
um Simmi og Jói.
Nýr atvinnuvegur á fslandi, sem
þó má segja að standi á gömlum
merg, hefur verið að ryðja sér til
rúms og er að verða all-
£umfangsmikill. Þetta er veislu-
stjórn. Einkum eru það fyrirtæki sem
leita til þekktra skemmtikrafta og
sjónvarpsmanna þegar góða veislu
gjöra skal, svo sem árshátíðir. Einnig
eru framhaldsskólar duglegir við að
kalla til sín veislustjóra, félagasam-
tök, klúbbar sem og einstaklingar
þegar mikið stendur til: stórafmæli
og brúðkaupsveislur. Viðmiðunar-
gjald fyrir veislustjórn er 90 þúsund
krónur þótt það sé að sjálfsögðu
rokkandi eftir umfangi hvers við-
burðar um sig. Þetta er því drjúg
tekjulind þeirra sem í komast.
Innherjagrín
„Við erum nær eingöngu að
veislustýra hjá fyrirtækjum og að
undanförnu hefur eftirspurnin ver-
ið slík að við verðum að velja úr,“
segir Simmi. Hann segir svo frá að
„Fólk er með árshá-
tiðir alian ársins hring
eins og vitleysingar. “
hlutverk þeirra Jóa sé að tengja
saman atriði sem fyrirtækin bjóða
upp á, séu sjálfir með stutt atriði
fléttuð saman við kynningarnar og
einnig sé mjög vinsælt nú um
stundir að þeir stjórni Idol-keppni.
„Þá köllum við upp á svið yfirmenn
og tökum þá í áheyrnarpróf. Það er
mjög fyndið og klikkar aldrei."
Simmi og Jói undirbúa sína
veislustjórn gaumgæfilega og leggja
í heimildarvinnu. „Við byrjum á því
að afla okkur upplýsinga um hvað
gangi á dags daglega. Það er alltaf
einhver sem er að kvarta yfir bíla-
stæðamálum, einhver sem er alltaf
í smók, einhver sem er alltaf í úlpu
inni og svona," svo gera þeir félagar
sér mat úr þessu líkt og um almælt
tíðindi sé að ræða.
Simmi segir að þeir félagar taki
hugsanlega að sér að jafnaði um
þrjár veislur á mánuði. Misjafnt er
hversu mikið þeir taka fyrir, fer eft-
ir aðstæðum, en þegar mikið er við
haft taka þeir 80 til 100 þúsund
krónur á haus.
Að vera grínaktugur
„Ég hef eitthvað gert að því að
vera veislustjóri en ekkert sem
heitið getur undanfarin tvö ár.
Síminn hringir ekkert hjá mér
nema bara til að fá símann hjá
Sveppa,“ segir Sigurjón Kjartans-
son, útvarpsmaður og skemmti-
kraftur. Blaðamaður DV áttar sig
ekki fyllilega á því hvort hann hef-
ur hitt á Sigurjón í niðursveiflu
eða hvort hann er einfaldlega að
fíflast. Hann segist, einhverra
hluta vegna, aldrei hafa verið
beðinn um að vera veislustjóri í
brúðkaupsveislu. Meira í skólum
og fyrirtækjum. „Það er ætlast til
þess að veislustjórinn sé fyndinn
og skemmtilegur. Helst sótt í slíkt.
Svo er þetta spurning um að vera
á staðnum og kynna inn helstu
atriðin með grínaktugum hætti.“
En hver er síminn hjá Sveppa,
bæ ðe vei?
„Já, fólk vill meina að við séum
þeir vinsælustu í veislustjórninni.
Ótrúlegt en satt. Kemur okkur
verulega á óvart,“ segir Sveppi en
hann og félagi hans Auddi njóta
mikilla vinsælda sem veislustjórar.
„Við erum að stjórna að jafnaði um
tveimur til þremur veislum á mán-
uði. Einkum er þetta hjá fyrirtækj-
um. Við höfum verið veislustjórar
hjá 10-11, Heklu, Samskip, Nor-
dica Spa ... Svo detta líka inn í
þetta framhaldsskólar."
Vaxandi atvinnugrein
Sveppi segir það rétt að líklega
sé þetta ný atvinnugrein, í það
minnsta afar vaxandi. „Við héldum
að þetta væri tímabundið og væri
einkum í upphafi árs í tengslum við
árshátíðir. En fólk er með árshátíðir
allan ársins hring eins og videysing-
ar. Jafnvel svo að sum fyrirtæld eru
með tvær árshátíðir."
Sverrir segir þá félaga verða dýr-
ari með hverri árshátíðinni og nú
taki þeir þetta 80 til 100 þúsund á
kjaft. Og mjó er línan milli þess sem
teljast má veislustjórn og svo þess
að vera hreinlega á svæðinu sem
skemmtikraftur.
„Djöfull eru þeir að rukka mikið.
Ég þarf að endurskoða minn prís,“
segir Pétur Jóhann Sigfússon, grín-
ari, útvarpsmaður og verðandi
sjónvarpsmaður. Hann er einnig
eftirsóttur á þessum vettvangi.
Hann segir no comment við spurn-
ingunni um hvað hann taki yrir
I á veiskina
störf sín sem veislustjóri. Og Pétur
Jóhann þykist koma af fjöllum þegar
nefnd er við hann talan 90 þúsund
sem viðmiðunartala fyrir veislu-
stjórnina. „Þetta er reyndar allt að-
stæðum háð hverju sinni. Já, ætii
þetta sé ekki svona að meðaltali tvö
gigg á mánuði."
Pétur Jóhann segir algengt að
framhaldsskólar leiti úl sín, sem og
fyrirtæki þegar um árshátíðir og slíkt
er að ræða. Einnig sé nokkuð um
það að hann veislustýri brúðkaups-
veislum.
Karlakvöld og íþróttafélög
„Jahh, asskoti eru þeir öflugir í
þessu drengimir. Ég er greinilega af
gamla skólanum," segir Sigmundur
Ernir Rúnarsson sjónvarpsmaður
þegar honum eru kynnt kaupin eins
og þau gerast á eyrinni í veislu-
stjórabransanum. Sigmundur Ernir
hefur stjórnað þeim ófáum veislun-
um í gegnum tíðina og verið í því
undanfarin tíu ár eða svo. „Maður
lendir í einhverri hringiðu. Ég er
kominn á pallinn og snýst þar hring
eftir hring. Ég hef verið mikið hjá
íþróttafélögum og líknarfélögum og
þá er maður ekki að taka neitt fyrir
þetta - h'tur á það sem sitt framlag
til samfélagsmála. Verðhugmyndir
em mjög misjafnar. En ef um
stöndug fyrirtæki er að ræða leggst
maður stundum á spenann."
Sigmundur Emir skilgreinir starf
veislustjórans sem utanumhaldara.
Hann reyni að sjá til þess að veislan
gangi hratt og vel fyrir sig. „Oft er
vandinn við þessar veislur að menn
vilja hlaða of miklu inn á örfáa tíma.
Þá er maður að ráða mönnum heilt í
þeim efnum. En auðvitað lætur
maður ýmislegt flakka. Á karlakvöld-
um geta menn nú verið æði neðar-
lega við mittið. Og því ofar sem sam-
komurnar em dannaðri."
Mikil vinna
Eins og fram hefur komið em
það einkum skemmtikraftar, leikar-
ar og sjónvarpsmenn sem eru í
veislustjórninni en ekki síst virðist
framinn á þessu sviði ráðast af því
hversu skært ljós manna skín á
skjánum. Og Gísli Marteinn Bald-
ursson er þar einna fremstur meðal
jafningja. Til hans hefur mildð verið
leitað varðandi veislustjórn.
„Það eru helst árshátíðir sem
maður er að skemmta á og svo
kannski þorrablót. Þá em það helst
fyrirtæki og Idúbbar svo sem Lions
og annað,“ segir Gísli sem ekki tek-
ur að sér veislustjórn í brúðkaupum
„Það er ætlast til þess
að veislustjórinn sé
fyndinn og skemmti-
legur."
þeirra sem hann þelddr ekki. „Ég
geri það þó hjá vinum og vanda-
mönnum ef þess er óskað en oft er
líka gott að fá að sleppa því þar sem
maður getur aldrei verið fullgildur
meðlimur í veislunni þegar maður
er að stjórna henni."
Gísli Marteinn segir þetta tals-
verða vinnu og hann er oft lengi að
undirbúa sig. Þá er þetta tímafrekt
og yfirleitt em veislurnar á föstu- og
laugardagskvöldum. „Þá eru nú
venjulega fríkvöld hjá mér og ég
verð alltaf jafn feginn þegar ég hef
óvart bókað mig vitlaust og kemst
að því að ég þarf ekld að standa í
þessu - þegar ég hef kannski haldið
heilan dag að ég sé að fara stjórna
veislu þá er alltaf gott að fá frí.“
Aö lesa salinn
Gísli Marteinn segir að hann sé
fyrst og fremst fenginn til að stýra
stærri árshátíðum þar sem hann
þarf að halda utan um hlutina.
„Fólk er ekld að leita eftir því sama
þegar það fær mig til að stjórna
veislu og til dæmis örn Árnason.
Þetta felst í því að lesa salinn og
finna stemninguna, kynna næstu
atriði og hafa yfirumsjón. Maður
þarf að vera í góðum tengslum við
eldhúsið og þjónana til þess að vita
hvenær má koma með næsta rétt og
taka af borðum og svoleiðis. Ef ein-
hver vill fara upp á svið og halda
ræðu þarf maður kannski að reyna
að stýra því í annan farveg ef aðil-
inn er kannsld ekki í ástandi til þess
að vera með ræðuhöld. Fyrst og
fremst að sjá um að allt gangi vel og
að það séu aldrei langar þagnir eða
dauðir punktar."
Það getur greinilega verið
margslungið að standa sig á þessum
vettvangi. Gísli Marteinn segir af-
skaplega misjafnt hvað hann taki
fyrir þetta. „Oft gerir maður þetta
ókeypis, til dæmis ef um góðgerðar-
samkomu er að ræð,a en ég held að
meðaltalið hjá mér og flestum sé
svona 40-50.000. En eins og ég segi
er það mjög misjafnt; getur verið
minna og getur verið meira. Fer bara
eftir því hvað maður þarf að undir-
búa sig mikið og vera lengi að.“
jakob@dv.is