Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2004, Side 46

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2004, Side 46
46 LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 2004 Síðast en ekki síst DV Blóta þorrann í Kristjaníu Ha? íslendingar sem búsettur eru í Danmörku eru þekktir fyrir að halda hópinn og hittast og gera sér glaðan dag. Þann 7. febrúar næst- komandi verður árlegt þorrablót félagsins haldið og er þeg- ar farin að myndast góð stemning úti að sögn kunnugra. Boðið verður upp á happadrætti, hópsöng, uppi- stand, gamanvísur og auðvitað þorramatinn auk þess sem veislu- stjóri er Gísli Pétur Hinriksson, fyndnasti maður íslands á síðasta ári. Að borðhaldi loknu mæta svo Einar Ágúst og félagar í Skítamóral á svæðið og leika fyrir dansi fram eftir nóttu. Verð fyrir mat og dansleik er 300 danskar krónur fyrir þá sem eru í félaginu en 350 fyrir utanfélags- menn, 100 kall kostar bara á ballið en 150 ef þú ert ekki í félaginu. Nokkra athygli hefur vakið að blótið er að þessu sinni haldið í Kristjaníu, á Den Grá Hal, og mun það vera ný- mæli. Þó svo margir íslendingar hafi lagt leið sína í Kristjaníu í gegnum árin má víst telja að einhverjir láti sjá sig í fyrsta sinn, að minnsta kosti svo þeir segi stoltir frá því... Skítamórall Btóta þorrann ÍKristjaniu með Islendingafélaginu i Danmörku. • Alþingismenn hafa margir hverjir verið þekktir fyrir elju sína og hörku, og er þar skemmst að minnast Áma Johnsen. Hann mun hafa keyrt um allt kjördæmi sitt á Suðurlandi reglulega á áber- andi jeppa með ~*númeraplötunni Island. Minnti hann helst á ofur- hetju. Þegar eitthvað bjátaði á, líkt og í Suðurlandsskjálftanum, var Árni jafnan mættur, en þegar ró- legra var rúntaði hann um kjör- Síðast en ekki síst dæmið líkt og könnunarmaður. Raufarhafnarbúa rak í rogastans á dögunum í miðjum kafaldsbyl þeg- ar tveir alþingismenn birtust á hreppsskrifstofunni í þorpinu ein- angraða út úr bylnum. Voru þar á ferð Halldór Blöndal og Ambjörg Sveinsdóttir sem komu að austan. Þrátt fyrir langa og erfiða ferð um “'ófæra þjóðvegi stoppuðu þing- mennirnir stutt og fóru eftir að hafa hlustað á Guðnýju Hrund Karlsdóttur sveitarstjóra tjá sig um fjarskipti og tengsl þeirra við jafn- rétti til náms... • Eyðijörðin Svalvogar sem stendur fyrir opnu hafi á milli DýraflarðarogAmar^arðar var boð- in til sölu hjá Ríkiskaupum fyrir skömmu og bárust í hana nítján tilboð. Hæsta tilboðið hljóðaði upp á sex milljónir króna og hefur því _verið tekið. Tilboðið átti einka- iilutafélagiö Rósir á Laugavegi 161 í Reykjavík. Ekkert greiðslumark fyl- gir Svalvogum. Þar stendur 111 fer- metra hlaðið einbýlishús frá árinu 1947 ásamt ónýtum útihúsum. Þangað er hægt að aka á sumrin eftir vegi sem Elís Kjaran ruddi um árið og er ekki með öllu hættulaus þar sem hann hangir í hlíðinni fyrir utan Keldudal. Samkvæmt upplýs- ingum frá Ríkiskaupum er íbúðar- húsið mjög illa farið. Á jörðinni er viti sem er undanþeginn í sölunni. Óvíst er hvað kaupendurnir ætla ^sér að gera við jörðina en tæplega hyggjast þeir hefja þar búskap... • Eins og DV hefur greint frá oftar en einu sinni á síðustu dögum er Pétur Jóhann Sigfússon nýjasti liðsmaðurinn í 70 mínútum á Popp- tíví. Pétur gengur þar í lið með snill- **ingunum Sveppa ogAuddaoghætt- ir þar með í morg- unþættinum Ding Dong á FM957. Þó DV hafi upplýst um inngöngu Péturs í 70 mínútur ætla strákarnir samt að vera með húllumhæ í Smáralindinni, fyr- ir framan BT, í dag klukkan 13 og kynna Pétur til sögunnar. Við þetta tækifæri ætla þeir líka að kynna nýjan kostunarað- ila þáttarins og að _^sjálfsögðu verður gripið til gamalla ttragða og drukknir ógeðsdrykkir og sett íslandsmet og fleira... FyRIR 100 ARUM FLUSU MENN í FYRSTA SKIPTI. Ný HOPPUM VIÖ “f;XPRESS" A MILLI LANDA AN PESS AD TELJA FLUSID EINU SINNI SPENNANDIPART AF FERÖALASINU. PESAR ES VAR LITILL ÁTTI ÉS TÖLVU SEM VAR MED 16K í MINNI SEM ÞÓm BARA NOKKUD SOTT! NÚ ER SÍMINN MINN MED 800K í MINNI SEM PYKIR BARA EKKERT SPES. FRAMFARIR SIDUSTU 100 ÁRA HAFA FALIST í ÞVÍ AD ÞRÓA ÚTLIT OSINNVID - OS SVO í SEINNITÍD VIDMÓT HUSBÚNADAR. ÞVI LESS ES TIL AD KLÓNUN VERDI BEITT í ÞVÍ SKYNI AD ÞRÓA OKKUR MENNINA í SAMRÆMI VID TÆKNIFRAMFARIR AFTUR A MOTI MUN ÞAD VERA UNDIR HVERJUM OKKAR KOMID AD UPPFÆRA HUSBÚNADINN SJÁLF OS VINNA AD BETRUM- BOTUM A VIDMOTINU. Hópur útlendinga mænur í tökur Engin leti í Latabæ „Nickelodeon mun frumsýna Lazy Town þættina sem síðdegis- þætti í júní eða júlí á þessu ári,“ segir Brown Johnson yfirmaður barnaefnis Nickelodeon sem til- heyrir Viacom, einni stærstu sjón- varpssamsteypu Bandaríkjanna. Hún segist hafa fulla trú á því að þættirnir muni slá í gegn og að Iþróttaálfurinn, sem leikinn er af Magnúsi Scheving sjálfum höfundi konseptsins, verði jafn þekktur og vinsæll í Bandaríkjunum og hann er á íslandi - þá miðað við hina marg- umræddu höfðatölu. ("Sportacus might be as big a star in the US as he is in Iceland.") Hún segir hug- myndina enda einstaka. „Svona nokkuð hefur aldrei sést í sjónvarpi áður, blanda af húmor og boðskap um heilsusamlega lifnaðarhætti hefur mikla möguleika á að slá í gegn.“ Johnson segir Nickelodeon legg- ja til gerðar þáttanna umtalsverða fjármuni í stað sjónvarpsréttar. Hversu mikið er hins vegar trúnað- armál en DV hefur heyrt nefndar tölur á borð við 25 milljónir á þátt en fyrirhugað er að framleiða 40 hálfrar klukkustundar þætti að þessu sinni. Þessar tölur eru hins vegar óstaðfestar. Karl Óskarsson kvikmyndatöku- maður mun skjóta Latabæjar-þætt- ina en tökur munu hefjast á næst- unni. Til landsins steðja nú erlend- ir fagmenn sem munu taka þátt í gerð þáttanna. í gær kom til lands- ins stúlka sem heitir Julíanna og mun hún fara með hlutverk Sollu stirðu. Ekki tókust samningar við stúlkuna sem áhugamenn um Lata bæ þekkja úr prufutökum eða svokölluðum pilotþáttum sem sýndir hafa verið en stúlka kemur í stúlku stað. Samkvæmt heimildum DV gengur undirbúningur afar vel og leggja menn nótt við dag í því skyni að allt gangi snurðulaust fyrir sig þegar tökur svo hefjast. Með öðrum orðum, engin leti er í Lata- bæ. íþróttaálfurinn. Magnús Scheving heilsar uppá hina isiensku æsku. Efallt fer að óskum mun hann verða átrúnaðargoð ungmenna um heim allan. • Það vakti athygli gesta á íslensku tón- listarverðlaun- unum að sjá saman í svip- hendingu par sem flestir töldu vera sun- drað. Þetta voru hin geð- þekku Jóhann Bachmann trommuleikari og húsvíska heilladísin Birgitta Haukdal. Á síðasta ári bár- ust af því tryllingslegar tröllasögur að vegir þeirra hefðu skilið og meðal aðdá- enda hlaust af því nokkuð íra- fár. Aðdáendur þeirra vænta þess hins vegar að þau hafl tek- ið upp þráðinn þar sem frá var horfið í sam- bandi þeirra eins og með- fylgjandi mynd, sem tekin var við áðurgreint tilefni, gefur vissu- lega vísbendingar um... Veðrið .gT?/ y a “■ Allhvasst 8 Nokkur vindur ♦ * Nokkur r „g vindur Strekkingur"' -lOV^pNokl * Strekkingur o^^jbrNokkur ^ * ♦ vlndur 5,-7,, Nokkur ^ikT#vindur 10.****| Allhvasst æL o + 1 4í|e4s|c AUhvasst Strekkingur ^ ^Nokkur vindur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.