Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2004, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2004, Blaðsíða 16
76 LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 2004 Fréttir DV Þóra Hallgrímsson er barnabarn ríkasta manns á íslandi og líka móðir þess ríkasta í dag. Það er margt líkt með Björgólfi Thor Björgólfssyni og Thor Jensen. Þóra ræðir hér hispurslaust um son sinn og ást sína á honum. Moðurast og milljanðar Ríkust á íslandi 7 967 Fæðist 79. mars - 7 986 Faðir hans handtekinn vegna Hafskips- málsins - 7 987 Stúdent frá Verslunarskóla Islands - 7 989 Margrét systir hans lést i bílslysi -1991 Verður markaðsstjóri Viking brugg, útskrifaður í fjármálafræðum fráNew York University - 1991 Hæsti- réttur fellir dóm yfir föður hans i Hafskipsmálinu -1991 Kynnist Magnúsi Þorsteinssyni, þegar Pharmaco eignaðist Viking brugg - 1992 Kynnist Kristinu Ólafsdóttur, sem siðar varð sambýliskona hans - 1993 Fertil Rússlands ásamt Magnúsi, sem ráðgjafi á vegum Pharmaco, sem átti þar gosdrykkjaverksmiðjuna BBP - 1995-6 Eign- ast verksmiðjuna ásamt Magnúsi og öðrum, Bravo stofnað utan um hana - 1997 Hefur samband við Kristinu Ólafsdóttur, sambýliskonu sina - 1998 Fer að framleiða bjór í verksmiðjunni i Rússlandi - 1999 Verður einn afstærstu eigandum Pharmaco vegna viðskipta með Balkanpharma - 2002 Félagarnir selja verksmiðjuna i Rússlandi fyr- ir 40 milljarða íslenskra króna - 2002 Samson kaupir hlut rikisins i Landsbankanum - 2003 Er dagspart á lista yfir 500 rikustu menn „Hann var alltaf duglegur og skemmtilegur. En mæður eiga það til að gleyma vandræðunum. Til þess eru þær,“ segir Þóra Hall- grímsson, móðir Björgólfs Thors Björgólfssonar sem náði þeim ein- stæða áfanga á dögunum að komast á lista yfir 500 ríkustu menn heims. Reyndar aðeins um stundarsakir. En þó. Með þessu afreki hefur Björgólfur Thor skipað sér á bekk með dugmestu athafnamönnum þjóðarinnar fyrr og síðar og situr þar á fremsta bekk með fast sæti. Aðeins 36 ára gamall. Ungur aldur hef- ur þó ekki verið að flækjast fyrir honum. í Rússlandi lét hann sér vaxa alskegg svo hann félli betur inn í hóp þarlendra viðskiptafé- laga. Björgólfur Thor er vanur að gera það sem gera þarf. Og fljótur að átta sig á hvað virkar í þeim efnum. „Einkasonur" IjPjlj! Björgólfur Thor er sonur hjónanna Björgólfs Björgólfssonar og Þóru Hallgrímsson og hefur því ekki langt að sækja viðskipta- vitið. Fiestir þekkja afrek föður hans í atvinnulífinu en færri vita hins vegar að í móðurætt er Björgólfur Thor kominn af helstu athafnamönnum þjóðarinnar á síðustu og þarsíðustu öld. Afi hans í móðurætt var Hall- grímur Friðrik Hallgrímsson sem lengi var forstjóri Skeljungs og amma, Margrét, dóttirThor Jensen s og þar með systir Ólafs Thors fyrr- um forsætisráðherra. Björgólfur Thor er eina barn Björgólfs og Þóru saman en fyrir átti Þóra fjögur börn sem Björgólfur eldri ætt- leiddi: „Þau voru öll alin upp eins og systkini en Björgólfur Thor var langyngstur. „Tíu árum yngri en það yngsta af hinum," segir móðir hans og aftekur með öllu að Björgólfur Thor hafi fæðst eða verið alinn upp með silfurskeið í munni þrátt fyrir ættgöfgina. „Hann þurfti að læra að fara með fé eins og aðrir og var alltaf duglegur að útvega sér vinnu á sumrin. En ég er hrædd um að hann hafi ekki tileinkað sér kjörorð Landsbankans um að grædd- ur sé geymdur eyrir. ^ Frekar held ég að k hann starfi eftir “ þeirri kenningu að aurinn sé betur geymdur ávaxtaður geymdur," Þóra. Björgólfur Thor er alinn upp í Vestur- bænum í Reykjavík. Fyrst á Haga- mel og síðar á Einimel. Þar sleit hann barnsskón- um. Var sendur í ^ Melaskóla eins og hinir krakk- en segir Þegar Þóra Hailgrímsson talar um son sinn gérir hún það af væntumþykju ogást. Það heyrist á röddinni sem verður hlý i hvert sinn sem hún nefnir nafn hans. Hún þurfti að sjá á eftir honum. ‘ Haga- ! skóla Segir þar k fátt af veraldar Spégríma, útskriftarbók Verslunarskólans 1987 Björgólfur heitir ungur sveinn ávait er hann pilturinn seinn á göngum skólans alltafeinn þvi hann er ekki lengur hreinn sveinn. „Björgólfur T. Björgólfsson eins og flestir þekkja sem Bjögga„straum" er öðlingspiltur,“ voru upphafsorð bókarinnar, á eftir visunni en lýsing á„Bjögga straum" var á þá leið að hann kæmi úr„stórri og merkri fjöl- skyldu" og að hann bæri öll ætt- geng einkenni hennar;„svo sem taugaveiklun og vott afgeðveilu." Björgólfi Thor og svo sem ekk- ert sem benti til þess að þar færi væntanlegur auðmaður íslands númer eitt, tvö og þrjú. í skugga Hafskips Þegar Þóra Haligrímsson talar um son sinn gerir hún það af væntumþykju og ást. Það heyrist á röddinni sem verður hlý í hvert sinn sem hún nefríir nafn hans. Hún þurfti að sjá á eftir honum til Bandaríkjanna að loknu stúdentsprófi frá Verslunarskóla Jslands árið 1987. Fór hann fyrst til San Diego í viðskrptanám við þann fræga skóla UCLA. Ekki líkaði honum námið sem skyldi. Fannst of mikil áhersla á vísindi og fræði og fékk sig fiuttan til New York það- an sem hann lauk prófi frá New York University. „Hann var alltaf duglegur að læra enda fá ekki allir sig flutta á milli háskóla í Bandaríkjunum. Ég man enn hversu stolt ég var af honum þegar hann fékk fyrstu verðlaun fyrir nám í enslcu á stúd- entsprófi íVerslunarskólanum. Þar skaut hann jafnvel útlendingum aftur fyrir sig,“ segir móðir hans sem minnist útskriftarinnar einnig fyrir annað og verra því þar sat hún með eiginmanni sínum í skugga Hafskipsmálsins en Björgólfur eldri var sem lcunnugt er hnepptur f gæsluvarðhald ásamt félögum sínum 20. maí árið 1986. Ári síðar sám þau hjón í hátíðarsal Verslunarskólans við útskrift sonar síns: „Maður var enn dofin af þessu máli öllu. Það er erfitt að rifja upp þessi ár,“ segirhún. Þóra telur þó ekki að harmsaga fjölskyldunnar í tengslum við Hafskipsmálið hafi haft afgerandi áhrif á starfsval sonar síns eða metnað hans til fjáröflunar. Það sé af og frá: „Auðvitað tók þetta á fjölskylduna og alla ættina. En þetta liggur svo djúpt að við höfum aldrei talað um það. Ég hef aldrei rætt þetta mál við Björgólf Thor þannig að ég veit ekki í raun hvaða eða hvemig áhrif þetta hafði á hann.“ Eftir námið í New York kom Björgólfur Thor heim og blandaðist strax inn í ráðagerðir föður síns um að flytja gosverksmiðju Sanitas út til Rússlands. Fylgdi Björgólfur yngri vélunum út og var þar rneira og minna í tíu ár við uppbyggingarstarf sem skilaði sér síðan í þeim _ auðævum sem þeir feðgar og félagar þeirra fluttu með sér heim til fslands og öllum er kunnugt um. Sjálf er Þóra Hallgrímsson ekkert uppnumin yfir öllu því fé sem safnast hefur á hendur fjölskyldunn- ar. Hún veit sem er og hefur kynnst því af eigin raun að veraldar- gengið getur verið fallvalt: ,AUt þetta tal um peninga fer inn um annað eyrað og út um hitt hjá mér. Ég treysti engu þegar peningar em annars vegar því þeir geta farið jafnskjótt og þeir komu. Hins vegar er ég mjög stolt af syni mínum og gleðst þegar honum gengur vel. Hann er góður drengur og mér finnst skipta mestu að hann sé hamingjusamur og haldi heilsu. Auðvitað verður fólk að hafa í sig og á en hitt skiptir meiru." Beðið eftir barni Eins og títt er um vini lýsa þeir Björgólfi Thor sem afbragðs- manni. En það er fleira sem einkennir hann og ekki síst þegar kem- ur að viðskiptum. Einn félagi orðar það sem svo: „Fyrir utan kraft og fmmkvæði þykir mér merkilegast hversu harður og ákveðinn hann er í viðsldptum. Hann gengur ákveðið fram með sín mál á sérdeilis vinsamlegan og kurteisan hátt. Þeir sem skipta við hann fá því aldrei höfnunartilfinningu þó hann hafi haft sitt fram með hörku. Galdurinn er í raun sá hversu gott hann á með að umgangast fólk. Hann er að auki lífsglaður og glaðbeittur og þó hann virðist á köfium ör þá er hann alls ekki fljótur til. Björgólf- ur Thor gerir ekkert að óathuguðu rnáli." Vinir hans og kunningjar em einnig á einu máli um að í Björgólfi Thor blundi fagurkeri og lífsnautnamaður; eigindir sem hann flaggi ekki í daglegum störfum. Þó megi sjá það á smekklegum klæða- burði sem hann hefur líklega erft frá báðum foreldrum. Listrænir hæfileikar hans fái þó helst útrás í smíðum og hönnun þegar hann gerir upp gömul hús: „Hann keypti húsið á Óðinsgötu 5, þar sem Edda Björgvins leik- kona bjó eitt sinn, og gerði það upp. Þá hefur hann gert upp húsið sitt í London og einnig nýja skrifstofu þar í borg sem ég verð að segja að sé sú fallegasta sem ég hef séð og hef þó víða farið,“ segir móðir hans. „Mér finnst stundum eins og það sjáist best í þessum verkum sonar míns hversu veruleikatengdur hann er. Gerir alltaf eins vel og hann getur og sífellt með hugann við næsta verkefni. Ég hef ekki séð að allir þessir peningar hafi breytt honum svo mikið. Að sjálfsögðu eru viðhlæjendurnir orðnir fleiri en þetta stígur honum ekki til höf- uðs. Hann umgengst vín af skynsemi og er þar frábrugðinn föður sínum sem hefur ekki drukkið í aldaríjórðung þó hann veiti vín og hafi gaman af. Sjálf er ég bara að bíða eftir barnabarninu frá Björgólfi Thor og vona að það fari að koma,“ segir Þóra Hallgríms- son. Sonur hennar hefur búið með Kristínu Ólafsdóttur í 12 ár þó þau hafi verið aðskilin löngum stundum vegna starfa beggja erlendis hefur sambúðin verið farsæl. En Björgólfi Thor leiðist ekkert með sjálfum sér. Því lýsti hann best sjálfur eftir að hafa verið útnefndur maður ársins 2002 ásamt föður sínum og Magn- úsi Þorsteinssyni: „Það er ekki gott herma mikið eftir öðrum. fslend- ingar eru miklar hópsálir og fara í torfum...hér herma menn mikið eftir öðrum.“ Björgólfur Thor hefur ekki hermt eftir nein- um. Nema kannski móður sinni og föður. Þau gáfu honum taktinn sem fleyttu honum á topp inn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.