Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2004, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2004, Blaðsíða 28
28 LAUCARDAGUR 7 7. JANÚAR 2004 Fókus DV Breska stelpuhljömsveitin Sugababes er væntanleg til íslands til að spila í Laugardalshöllinni 8. apríl n.k. Þó að þær Keisha, Mutya og Heidi sem skipa sveitina séu enn táningar þá eru þær búnar að vera að í fimm ár og eiga að baki þrjár stórar plötur og einar tíu smáskífur. Trausti Júlíusson tékkaði á sveitinni. Keisha Buchanan Fxdd i London 30. sept- embsr ! 984. Hún a ættir ad rekja til Jamaica. Kelsha étkiðtogi htjomsveitarinnar og verðttt afíast fyrir svörum þegar viðtú! etu tekin vid stelpurnar. Hún segir að þær leggi mikla átierslu á oð gera eitthvað nýtt á hverri platu. Þannig verður aldrei leiðinlegt i hljómsveitinni! Sugababes Á meöal laga frá þeim sem hafa slegið i gegn eru Overload, Freak Like Me, Round Round, Stronger, Angels With Dirty Faces, Hole In The Head og nýja lagið Too Lostln You. Það þekkja kannskl ekki allir nöfnin á þessum lögum, en þegar þú heyrir þau þá er öruggt að þú kannast við þau... 41 Heidi Range Fxdd 23. mai 1983 iLiverpaal. Hun va, meðhmun upphaflegu utgáfunni afAtomic Kitten oa var i ðieyna fynr se, sem sóló-listamaöÚ,þega, hun sáaua- lysmgu fra popphljómsveit og ákvad að fara iáh°yrn- 9 arprufu. Þega, þær Keisha og Mutya heyröu, henniþá von, þær ekkn vata um ad hun væri retta manneskjan til ad taka wð afiiobhan Donaghy ÍSugababes Mutya Buena Henir fullu nafni Rosa Isobel Mutya Buena og er fxdd i Landon 2 i.mai 1983. Pabbtnenn- ar ei ttá'Fllippseyjum. en mamma hennar er usk Hun er vilitust afsteipunum, mæUr swndum o svæuó meö rautt eða blátt hár og klippir sig sjáiiei henni dettur pað í hug. Þegar Sugababes fengu taksinstri sídasta sumar þá tor Hekti tii Mexiko og Keisna v,i Ayia Napa á Kvpur. en Mutya sat eftir með s árt enma pa, sem hún va, buin aö týna passanum smum þeg- „Ég held að persónuleik- i okkar njóti sín betur núna,“ segir Keisha Buchanan ein af stelpunum þremur í Sugababes í nýlegu viðtali. Þó að þær séu ekki nema rétt að verða tvítugar þá hefur sveitin verið starfandi í fimm ár og gefið út þrjár stórar plötur hjá tveimur stórfyrir- tækjum. Og eins og ráða má af orð- um Keishu þá hefur tónlistin breyst töluvert á þessum tíma. Byrjuðu að syngja með MTV og Top Of The Pops Hljómsveitin Sugaþabes varð til í Norður London. Þær Keisha Buchanan og Mutya Buena kynntust í barnaskóla þegar þær voru átta ára og voru miklar vinkonur. Þær hittu Siobhan Donaghy í partíi þegar þær voru þrettán og þær þrjár urðu strax óaðskiljanlegar. Þær höfðu mikinn áhuga á tónlist og byrjuðu að syngja harmóníur úr r&b lögum sem þær sáu á Top Of The Pops og MTV, en ákváðu svo að stofna bara sína eigin hljómsveit. Það var Siobhan sem kynntist umboðsmanninum Ron Tom (þeim sama og uppgötvaði AJl Saints) í gegnum frænda sinn og hann fór með þær í stúdíó þar sem þær tóku upp nokkur lög. Þær upp- tökur fór hann svo með til nokkurra plötufyrirtækja og á endanum var það London Records sem gerði samning við hljómsveitina sem fékk nafnið Sugababes. Fyrsta plata Sugababes, One Touch, kom út í nóvember árið 2000 þegar stelpurnar voru 16 ára gamlar. Á henni var m.a. poppsmellurinn Overload, ótrúlega fullkomin popp- smíð sem fór beint í sjötta sæti breska vinsældalistans. One Touch vakti töluverða athygli. Á henni voru m.a. þrjú önnur smáskífulög sem náðu samt ekki sömu vinsældum og Overload. Það vakti lfka athygli að 9 af lögunum 12 á plötunni voru sam- in af stelpunum sjálfum í samvinnu við ýmsa lagasmiði. Erfiðleikar og nýtt upphaf Haustið 2001 hætti Siobhan í hljómsveitinni. Hún var óánægð í samstarfinu, m.a. vegna þess að hún hafði meiri áhuga á poppuðu rokki heldur en tónlistinni sem Sugababes flytja sem er eiginlega hreinræktað popp þó að áhrifa gæti frá r&b, hip- hoppi og tölvupoppi. Skömmu eftir að Siobhan hætti kom annað áfall; London Records rifti samningum við sveitina og skyndilega stóðu þær Keisha og Mutya uppi tvær einar og án plötusamnings. Flestar stelpu- hljómsveitir hefðu nú sennilega hætt við svipaðar aðstæður en ekki Suga- babes. Þær fóru á stúfana, fundu nýja stelpu og gerðu samning við annað fýrirtæki, Island/Universal. Það var Heidi Range sem tók sæti Si- obhan. Hún er frá Liverpool og var í Atomic Kitten þegar sú sveit var að byrja. Nýr meðlimur og nýtt plötufyrir- tæki þýddi nýtt upphaf fyrir Suga- babes. Þær heyrðu lag sem Richard X hafði gert með því að blanda saman lögunum Are Friends Electric með Gary Numan og Freak Like Me með Adina Howard. Upphaflega var þetta ólöglegur bastarður sem komst í um- ferð á Netinu, en Sugababes ákváðu að gera opinbera útgáfu og gefa út sem næstu smáskffu og þær fengu auðvitað sjálfan Richard X til þess að gera lagið með sér. Lagið, Freak Like Me, var eitt af lögum ársins 2002. Það fór beint í fyrsta sæti breska listans og breska tónlistarblaðið Q valdi það besta lag ársins 2002. í kjölfarið kom önnur platan þeirra Angels With Dir- ty Faces. Á henni voru líka smellirnir Round, Round og Stronger. Á perunni með Perry Eins og fleiri stjörnur hafa Suga- babes fengið að kynnast kjaftasög- unum. Síðasta sumar átti hljóm- sveitin að vera hætt, Mutya að vera ófrísk, Keisha átti að vera að gera plötu með villingunum í So Solid Crew og Heidi átti að vera að jafna sig eftir taugaáfall. Allt var þetta rugl, hljómsveitin var í fínu formi eins og kom í ljós þegar Hole In The Head fyrsta smáskífan af nýju plötunni þeirra Three fór beint á topp breska vinsældarlistans og kom þar með hinu ofurvinsæla Where Is The Love með The Black Eyed Peas af toppn- um eftir sex vikur. Three var tekin upp í Los Angeles og m.a. unnin með Diane Warren (sem hefur samið fyrir Whitney Houston, Tinu Turner, Arethu Franklin o.fl.), Guy Sigsworth (Madonna, Björk), Stuart Crichton (Kylie) og Lindu Perry, en hún var sem kunnugt er í kvennarokksveit- inni 4 Non-Blondes og hefur verið að semja og pródúsera við góðan orðstír að undanförnu, m.a. fyrir Pink og Christinu Aquilera. LA dvölin var ævintýri líkust fyrir Sugababes. Þær voru stundum að semja og taka upp í sitthvoru glæsi- hljóðverinu með sitthvorri upptöku- stjörnunni sama daginn. Þær gerðu eitt lag með Lindu Perry, Nasfy Ghetto og til þess að ná úr þeim stressinu og „fá þær til þess að vera heiðarlegar í söngnum" hellti Linda í þær fullt af tequila. Gekk víst vel og svo var útkoman fínpússuð síðar þegar þær voru allar allsgáðar. Suga- babes sömdu reyndar þrjú lög með Lindu, en aðeins eitt þeirra náði á plötuna. Öðruvísi stelpupopp? Framundan hjá Sugababes er heljarinnar tónleikaferð, þeirra önn- ur á ferlinum. Tónleikarnir í Höll- inni eru hluti af þvf tónleikaferða- lagi. Það hefur verið töluvert gert úr því að Sugababes sé öðruvísi en aðr- ar stelpuhljómsveitir, þær starfi sjálfstætt og semji sjálfar sín lög. Það er nú kannski orðum aukið eins og sést á samstarfsmönnunum sem vinna með þeim og á þeirri stað- reynd að þær eru á snærum eins stærsta útgáfufyrirtækis heims, Uni- versal, og eru auðvitað með helling af fagmönnum í vinnu hjá sér. Það er hins vegar alveg rétt að þær taka þátt í því að semja bæði lögin og textana. Melódíurnar koma oft frá þeim og þær vinna textana saman. Þær eru líka örugglega ein af ferskari stelpupoppsveitum heims og þær hafa sýnt að þær gefast ekki upp þó að á móti blási. Það sem skiptir samt líklega mestu máli fyrir þá sem ætla að skella sér í Höllina 8. apríl er að Sugababes þykir mjög góð á tónleik- um eins og stórtónleikar þeirra á Glastonbury tónlistarhátíðinni í fyrrasumar sýndu. Það eru aðallega rokkhljómsveitir sem spila á hátíð- inni í Glastonbury, en Sugababes fóru létt með það að trylla rokk-lýð- inn sem skemmti sér konunglega og söng hástöfum með í lögum eins og Overload og Stronger. Svalasta stelpubandið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.