Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2004, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2004, Blaðsíða 31
DV Fréttir LAUOARDAGUR 17.JANÚAR2004 31 Kirkja sjöunda dags Aðventista á íslandi - 727 Söfnuðurinn segist vera fjölskylda Guðs sem hann hefur tekið að sér sem sín börn. Þegar Kristur kemur aftur sigri hrósandi mun hann taka hina trúföstu, þá sem hann keypti með blóði sinu - hinir munu brenna að eilífu. Ennfremur seg ir söfnuðurinn að: „Uppfylling spádómanna um hina síðustu tíma sýnir að koma Krists er í nánd. Nákvæmur tími þessa at- burðar hefur ekki verið opinberaður og þess vegna erum við áminnt um að vera reiðubúin hvenær sem er." Hvað? - Sönn böm Guðs Skyldur? - Tíund og safnaðarstarf Verðlaun? - Hásæti í Guðsríki á jörðu Annað? - Heimsendirer í nánd - gjörið iðrun ^ . Fríkirkjan Vegurinn - 704 Þetta er einangrað samfélag fyrir fólk sem hefur tekið á móti Jesú Kristi semfrelsara sínum.Söfnuðurinn byggirá sterkum siðferðishugmyndum sem fengnar eru úr Biblíunni. Öllu er stjórnað af Öldunga- ráði sem ber ábyrgð á biblíulegri kenn- ingu kirkjunnar, standa vörð gegn villu- kenningum, hafa agavald i siðferðilegum málum og endanlegt ákvarðanavald. Þetta er í raun ofsafenginn söfnuður þar sem gamalmenni eru allt i öllu. Hvað? - Sterkur siðferðislegur Jesús Skyldur? - Gera eins og kirkjan segir (þ.m.t.tí- und) Verðlaun? - Möguleg himnavist Annað? - Öldungaráð sem ræður öllu Kaþólska kirkjan - 5582 (haldssamt batterí sem gerir eins og útsendari guðs á jörðu, þ.e. páfinn, segir. Kaþólska kirkjan er því á móti fóstureyðingum, notkun getnaðarvarna og samkynhneigð svo eitthvað sé nefnt. Skyldur sem lagðar eru á sóknarbörnin er t.d. aðjáta syndir sinarvið skriftir, biðja reglulega og vera góður kaþólikki, þ.e.trúa því að sannleikurinn séal- ger og óþreytanlegur (nema páfi ákveði annaðj.Þvi betri sem þú ert þvi minni vist í hreinsunareldinum. ......-- Hvað? - Ihaldssamur Jesús Skyldur? - Bænir, skriftir og guðsþjónustur Verðlaun? - Miði til himnaríkis Annað? - Gætir tafist í hreinsunareldinum í ein- hverjar aldir á leiðinni til himna Betanía -147 Dótturkirkja Christ Gospel Church International en í raun er um klofningshóp úr Krossinum að ræða. Um er að ræða kristna bókstafstrú sem kennd við séra Hicks og hefur sérstaka áherslu á heilagsanda-skírn og tungutal.Á samkomum fer fólk gjarnan í trans - það hleypur um, dans- ar, klappar,öskrar og hvað sem er til að lofa Jesú Hvað? - Bókstafstrúar Jesús með transi Skyldur? - Safnaðarstarf og tíund Verðlaun? - Möguleiki á himnavist Annað? - Transfílingur þar sem andinn kemur yfir fólk og það talar tungum Hvítasunnukirkjan á íslandi -1721 Frjálslynd kirkja sem trúir þó að hin heilaga ritning sé óskeikul og óvéfengjanleg. Þeir hafa sérstakar skirnarvenjur sem þeir leggja mikið upp úr en á samkomum þeirra er jafnan mikið fjör.Gospell- söngur er þar áberandi og Hvítasunnufólkið getur vel starfað með öðrum kristnum trúfélögum, svo lengi sem þau líta ekki á sig sem æðri öðrum trúfélögum.l raun má líkja trúfélaginu við Þjóðkirkjuna nema hvað þeir taka hlutina aðeins alvarlegar og enginn kemst til himna nema hann endurfæðist og eignist lifandi trú á Guð. Samfélag trúaðra - 35 Trúa á kenningar Bibllunnar en álfta ákveðna þætti mikil- vægari en aðra. Byggir á kenningum bróður Branham sem er eins konar andlegur leiðtogi á jörðu og minnir einna helst á Benny Hinn því Branham býr yfir mætti til að lækna sjúka o.s.frv. Samfélag trúaðra er eindreginn stuðningsmaður (sraelsríkis líkt og bræður þeirra i Krossinum. Hvaö? - Öfga Jesús Skyldur? - Tíund og safnaðarstarf Verölaun? Hinir staðföstu hljóta vist á himnum Annað? - Bróðir Branham getur læknað sjúka Hvað? - Syngjandi Jesúboðskapur Skyldur? - Endurfæðing og lifandi trú Verðlaun? - Farmiði til himna Annað? - Sérstök skírn í sundlaug JESU5 LOVEs you Bur I M FAVOURTTB & Óháði söfnuður- inn-2496 Hér er einnig um afbrigði af Krist- indómi að ræða með þessum klassiska„verum góð við náung- an" boðskap. Óháði söfnuðurinn býður aftur á móti upp á skemmtilega hluti eins og af- djöflanir og andasæringar sem fæstir aðrir þora að leggja í. Hvað? - Óháður Jesús Skyldur? - Messur og safnaðarstarf Verðlaun? - Himnavist Annað? - Andasæringar og afdjöflun Utan trúfélaga - 6929 Trúleysingjar trúa ekki á neitt eins og gefur að skilja. Ekki er því um söfn- uð að ræða og lítið er vitað til þess að trúleysingjar haldi hópinn og ræði um trúleysi sitt. Samkvæmt flestum öðrum söfnuðum mega þessir einstaklingar því eiga von á því að fara beina leið til helvítis þegar þar að kernur. Hvað? - Ekkert Skyldur? - Engar Verðlaun? - Enginn Annað? - Bein leið til helvítis -x

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.