Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2004, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2004, Blaðsíða 26
i.jY.Hfvo 26 LAUGARDAGUR 17.JANÚAR 2004 Fókus DV Hundrað ár frá Heima- stjórn, þegar Hannes Hafstein tók við völd- um. Skáldið sem breytti íslandssögunni og smitaði þjóðina af baráttuanda: Ríkulegar eru heimanfylgjur þess manns sem hundrað árum eftir að hann stóð á hátindi ferils síns er enn arf- sögn í minnum íslendinga. Sýslu- mennska og bankastjórn voru þau veraldlegu störf sem Hannes Haf- stein sinnti um dagana, en hæst ber að hann var fyrsti ráðherra íslend- inga. Það skóp honum nafn, ekki síður en skáldagáfan. Ljóð Hannesar bera vitni um karlmannlegan þrótt og baráttuanda, sem honum tókst að smita þjóð sína af. Af slíku veitti víst ekki í lokakafla sjálfstæðisbar- áttunnar. Almennt talað voru það ekki síst ljóð skálda hinnar róman- tísku stefnu sem vöktu með þjóðinni bjartsýnisanda, sem flutti fjöll og breytti hugarfarinu úr volæði í sann- an sóknarhug. Undarlegt sjálfstraust frá óvita aldri Þann 1. febrúar næstkomandi eru liðin 100 ár frá því Stjórnarráð íslands var stofnað og Hannes Haf- stein tók við völdum. „Nú finnst okkur sjálfsagt, í ljóma sögunnar, að Hannes hafi verið sjálfkjörinn til þessa nýja embættis. En því fór fjarri," sagði Davíð Oddsson forsæt- isráðherra í áramótávarpi sínu sl. gamlárskvöld. Baráttan hafði verið löng og ströng og ólík sjónarmið voru uppi. Hannes Þórður Hafstein var fæddur að Möðruvöllum í Hörgárdal í desember 1861, elstur átta barna Pétur Jörgens Havstein amtmanns og Katrínar Kristjönu Gunnarsdótt- ur. Að Hannesi stóðu styrkir stofnar; ættir hans má rekja til manna sem höfðu mikil áhrif á samtíð sína. Það varð og snemma ljóst að Hannes Hafstein væri góðum gáfum gæddur og hæfileikum búinn. „Undarlegt sjálfstraust virtist búa í þessu barni, allt frá óvita aldri," seg- ir Kristján Albertsson f ævisögu Hannesar, sem kom út í þremur bindum á árunum 1961 til 1964. Höfðingi og skáld Aðeins tólf ára gamall fór Hannes til náms í Lærða skólanum í Reykja- vík og árið 1880 til háskólanáms í Kaupmannahöfn. „Hann hefur vafa- laust snemma viljað bæði verða höfðingi og skáld," segir Kristján Al- bertsson í áðurnefndri ævisögu sinni „og þá lá beint við að lesa lög. Hann og allir aðrir hafa gengið að því vísu, að svo mikill námsmaður lyki námi á skemmsta tíma og síðan yrði greiðfært til mannvirðinga og æðstu embætta." Glaður ómur skáldsins Hannes- ar Hafstein heyrist fyrst í þeim ljóð- um sem hann orti á þeim tíma þeg- ar hann var í Höfn. Þar myndast bandalag fjórmenninganna Hann- esar, Einars Hjörleifssonar, Gests Pálssonar og Bertels E.Ó. Þorleifs- sonar. Rit þeirra, Verðandi, kemur út vorið 1882 og fær ágæta dóma. Áður höfðu meðal íslendinga í Höfn heyrt fyrstu ljóð Hannesar þar sem hann kom fram sem „... nýr maður í bókmenntum landsins, og ekki aðeins að tungutaki og bragar- háttum," segir Kristján Albertsson og vitnar í því sambandi til ljóð- anna Undir Kaldadal, Við Valagilsá og Storms. „Nú finnst okkur sjálf- sagt, í Ijóma sögunn- ar, að Hannes hafi verið sjálfkjörinn til þessa nýja embættis. En því fór fjarri." Reffilegur ráðherra Hannes Hafstein þótti bera affiestum mönnum hvað varðarat- gervi og útlit - og vera einkar vel til forystu fallinn. Það var þó alls ekki sjáifgefið að hann yrði fyrsti Islenski ráðherrann, og hend- ing ein réði því að leið heimastjórnar en ekki Valtýskunnar varð ofan á. urinn var kominn að togaranum slökuðu Bretarnir á togvír með þeim afleiðingum að bátnum hvolfdi. Þrír Dýrfirðingar fórust, en Hannesi Haf- stein, sem var syndur, var naumlega bjargað. - Auk þessa beitti Hannes sér fyrir ýmsum framfaramálum á ísafirði þann tíma sem han sat þar sem sýslumaður sem voru tæp tíu ár. Valtýskan sigraði Viícur þá sögunni að stjórnmála- manninum Hannesi Hafstein, sem kjörinn var þingmaður ísafjarðar- sýslu árið 1900 og var fulltrúi ísfirð- inga á þingi næstu tvö árin. Árið 1903 var hann svo kjörinn á þing sem þingmaður Eyfirðinga og átti sæti fýrir þá og síðar sem landskjör- inn þingmaður allt til æviloka. Og ráðherra varð hann 1. febrúar 1904; en með því færðist framkvæmda- valdið til Islands. Hér að framan er vikið að hending réði því raunar að leið Heimastjórnar varð ofan á - en ekki Valtýskan. í íslenskum söguatlas segir að meginefni þeirrar stefnu hafi verið að íslendingur sæti í Kaupmanna- höfn, yrði Islandsmálaráðherra og bæri ábyrgð fyrir Alþingi. „Frum- varp Valtýs var loks samþykkt á þinginu 1901 en um sama leyti urðu stjórnarskipti í Danmörku, þingræði var viðurkennt og vinstri- menn komust til valda. Þessar breytingar urðu til þess að stjórnin lagði nýtt frumvarp fyrir Álþingi sem gerði ráð fyrir íslenskum ráð- herra búsettum á íslandi og skyldi hann bera þingræðislega ábyrgð fyrir Alþingi. Frumvarpið var sam- þykkt í tvennum kosningum 1902 og 1903 og fyrsti íslenski ráðherra tók við embætti ... 1904," segir í Söguatlas. Sigurvissa og vanmat I bókinni Ráðherrar Islands eftir Magnús Magnússon Storm segir að hvorki stjórnarskráin 1874 né full- veldisviðurkenningin 1918 hafi markað jafn djúp spor í sögu þjóð- arinnar og heimastjórnin 1904 gerði. Með henni hafi kyrrstöðu- tímabil liðið undir lok og upp runn- ið tími framkvæmda og starfa. Ráð- herrann hafi verið foringi og for- gangsmaður mikilla umbóta - en þegar fram sótti hafi sigurvissa og vanmat á andstæðingunum orðið honum að falli. Símamálið 1906 olli ýfingum - svo sem meðal bænda - og í atkvæðagreiðslum um Sam- bandslagafrumvarpið tveimur árum síðar, það er Uppkastið, beið Hannes ósigur. Björn Jónsson varð ráðherra og síðar Kristján Jónson - „Honum var flest lánað; gáfurnar, glæsimennskan, drenglyndið, framtaks- þorið, og starfsorkan. Hannes í Ijnma sngunnar Fæddurtil að verða gæfumaður En líklega ber þó hæst ljóðið Ást- arjátning til íslands frá árinu 1881, þar sem skáldið unga tjáir ást sína á landinu - sem hann býðst til að þjóna af heilum hug. Efverð ég að manrti og veit það sá, sem vald hefur tíða og þjóða, að eitthvað égmegni sem lið má þér ljá, þóttlítið éghafí að bjóða, þá legg ég, að föngum, mitt líf við þitt mál, hvern Ijóðstaf, hvern blóðdropa, hjarta og sál. Einar H. Kvaran segir í Óðni árið 1923 að farandspákona hafi einu sinni hitt á Hannes á þessum Hafnar- árum hans. „Hún vissi ekkert um hann, hver hann væri eða hvaðan hann væri. Hún sagði honum að það ætti fyrir honum að liggja að verða æðsti mað- ur í sínu landi. Við höfðum enga ofsa- trú á spádómum á þeim árum. En þessi spádómur þótti okkur vinum hans, sennilegur. Hann var fnðastur sínum, gerfllegastur og glæsilegastur Islendingur sem við höfðum séð ... Hann virtist fæddur til þess að vera gæfumaður," segir Einar í grein sinni. Sýslumaður kjörinn á þing Heim frá námi f höfuðborg ís- lands við Kaupmannahöfft við Eyr- arsund kom Hannes árið 1886. Um hríð það ár sat hann sem sýslumað- ur f Dölum. Hann sinnti síðan ýms- um lögfræðistörfum næstu árin á eftir, uns hann var skipaður sýslu- maður á ísaflrði árið 1885. Enn í dag þykir ævintýraljómi yfir þeim tíma í lífi Hannesar - og líklega ber þar hæst sú barátta sem hann háði við landhelgisbrjóta í Dýrafirði haustið 1899. Þá réri Hannes út á fjörðinn til að hafa hendur í hári sjó- manna á breskum togara. Þegar bát-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.