Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2004, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2004, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 2004 Fréttir DV Innherjum bannað að kaupaí Eimskip Stjórn Eimskipafélags- ins ákvað í gær að banna öll innherjaviðskipti með bréf félagsins fram að árs- txppgjöri sem verður kynnt eftir tæp- ar 6 vik- ur. Þá var ákveðið að hefja vinnu við að skil- greina ramma og reglur sem gilda eigi í fyrirtækinu. Hingað til hafa ekki verið til sérstakar regl- ur um innherjaviðskipti til Eimskips. í gær versluðu margir innherjar með bréf félags- ins rétt áður en tilkynnt var um kaup félagsins á norska skipafélaginu CTG. Enn- fremur gagnrýndu grein- ingardeildir bankanna að innherjar skiptu svo mikið með bréfm í félaginu þegar ekki voru öll kurl komin til grafar í sölunni á Brimi. Ríkisstjórnin mun fjalla um niðurskurð á Landspítala Ingibjörg Guðmundsdóttir, varaformaðurASl Við bíðum bara og vonum að það verði jákvæð viðbrögð. Nú hefur öll launþegahreyfingin I landinu skorað á stjórnvöld að endurskoða fjárveitingar til spítalans. Mér finnst þegar öll launþegahreyfingin í landinu sameinast um að leggja áherslu á eitthvað ætti ríkis- stjórnin að hlusta. Það er eðli- legt. Hann segir / Hún segir Ég held að þegar menn skoða þessi mál afyfirvegun verði niðurstaðan sú að það verði að endurskoða þessar ákvarð- anir. Menn velta fyrir sér hvers vegna fyrst var tekin ákvörðun um að skera niður fjárveiting- ar til spítalans án þess að menn hefðu útfært tillögur um hvernig það yrði gert. Eru þetta skynsamieg vinnu- brögð? En við ætlum ekki að hafa uppi nein stóryrði. Við erum að beina þeim ein- dregnu tilmælum til ríkistjórn- arinnar að endurskoða málið. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB Eimskip heldur í dag upp á 90 ára afmæli og 3ggja milljarða gróða af sölunni á Brimi i bútum. Félagið ætlar að selja fleiri eignir og húsið í Pósthússtræti er til sölu. Því sem eftir er verður skipt upp í tvö fyrirtæki sem fara á markað. Sagn- fræðingur segir að kúnst stjórnenda Eimskips sé að nýta arfleifðina en losa sig undan óraunhæfum kröfum sem gerðar séu til félagsins. Eimskip er 90 ára í dag. Óskabarn þjóðarinnar blæs til veislu nýbúið að græða 2,8 milljarða á því að selja sjávarútvegsfýrirtækin sín. Næsta skref er að fara yfir aðrar eignir og skipta því sem eftir er í tvö fyrirtæki, annað sem sér um skipareksturinn og hitt sem verður fjárfestingafyrirtæki. Eimskip á að leita rótanna og sigla um heimsins höf, en Burðarás hleypir heimdraganum sem fullburða fjárfestingafyrirtæki enda komið hátt á tvítugsald- ur. Síðasta árið hefur verið eitthvert mesta um- breytingaár í sögu afmælisbarnins. Kolkrabbinn var keyptur út í sumar og eftir það hófust nýir eig- endur handa við að skipta því upp og ná hagnaði út úr eignunum. Þeir sem fremstir fara þar í flokki ráku áður annað skipafélag. Það hét Hafskip. Brim brotið í mola í gær tilkynnti Eimskip söluna á Skagstrend- ingi, síðustu stoðinni í sjávarútvegsarminum, Brimi til Fiskiðjunnar Skagfirðings á Sauðárkróki. Söluverðið var 2,7 milljarðar og hagnaðurinn 300 milljónir. Þar með fékk Eimskip 19,5 milljarða fyr- ir Brim sem er meira en sérfræðingar á markaði bjuggust við að hægt væri að fá. „Við teljum að við höfum náð mjög góðum ár- angri fyrir hluthafa Eim- . skipafélagsins,“ segir Magnús Gunnarsson stjórnarformaður félags- Eimskipafélagshúsið við Póst- hússtræti 2 er til sölu og fram hafa komið hugmyndir um að breyta þvi í hótel. höfum lika búið til þrjú öflug sjávarútvegsfyrir- tæki sem hvert um sig á eftir að hafa mikil umsvif í sínu héraði. Ég er glaður að þetta hafi tekist svona," segir hann. Magnúsi þykir miður að það hafi ekki ríkt full sátt um þessi viðskipti á Akur- eyri. Tillaga um að stofna tvö fyrirtæki sem munu hafa mikil vaxtartækifæri í flutninga- og fjármála- starfsemi verður lögð fyrir aðalfund 19. mars með tilheyrandi útboðslýsingum, segir Magnús. Þau verða bæði skráð á markað þannig að þá kemur betur í ljós hverjir muni eignast hvort fyrirtæki um sig. Hús og eignir til sölu Næstu verkefni félagsins eru að skoða hvað gera skuli við 27% hlut í SH en Magnús segir ekk- ert í sjálfu sér vera áformað um að selja fyrirtæki eins og Marel, Skyggni og Tölvumyndir. Hins veg- ar eru eigendur félagsins að reyna að selja hluta af eignum þess, til dæmis í félaginu um 101 Skugga- hverfi sem er að byggja hverfi milli Skúlagötu og ms. Eimskipafélagshúsið við Pósthússtræti 2 er til sölu og fram hafa komið hugmyndir um að breyta því í hótel. Hugmyndir um að Landsbankinn kaupi húsið og byggi brú á milli þess og Aðalbank- ans hafa einnig verið nefndar. Nýtir söguna en losar sig undan henni Guðmundur Magnússon sem ritaði sögu Eim- skipafélagsins segir að fyrirtækið hafi í gegnum tíðina haft sérstakan sess í þjóðlífi fslendinga. „Stofnun þess á sínum tíma var merkt skref í okk- ar atvinnulífi en það sem var á bakvið þetta var enn stærra, því það var eins og allur almenningur liti þannig á að þetta væri stórt skref í sjálfstæðis- baráttu íslensku þjóðarinnar," segir hann. „Félagið hefur síðan búið að þessu upphafi sínu og í því felst bæði styrkur þess og veildeiki. Styrkurinn felst í þessari samstöðu við að eiga við- skipti við félagið og styðja það þegar á móti blæs en veikleikinn fólst í því að menn gerðu aðrar og meiri kröfur til þess en annarra fyrirtækja.“ Guð- mundur segir að þetta hafi getað gengið þegar þjóðfélagið var öðruvísi en þegar félagið fékk samkeppni fékk það það orð á sig að vera svifa- seint og dragbítur á samkeppni. Eimskip heeinni tíð verið að reyna að vinna sig út úr þeim óeðlilegu kröfum sem gerðar voru upp- hafi. „Ég held að félagið sé jafnvel enn í '*-*f dag að glíma við þennan draug,“ segir Guðmundur en bætir við að í sögunni felist tækifæri eins og sjáist af því að ■- haldið sé upp á 90 ára afmælið með pomp og pragt í dag. kgb@dv.is Olíufélögin Esso og Olís drógu hækkanir sinar á bensíni til baka seint í gær. Forstjóri Esso segir ísland með eitt lægsta bensinverð i Evrópu Esso og Olís skömmustuleg Síðdegis í gær ákvað Esso að draga til baka þær hækkanir á bensíni sem gerðar voru á þriðju- dagskvöldið eftir að bensínbirgðir Atlantsolíu þrutu. Verð á 95 oktana bensínlítra í sjálfsafgreiðslu hjá Esso verður því aftur 93.70 kr. Skömmu síðar lækkaði Olís einnig sín verð. Ástæða lækkunarinnar er sögð sú að félagið lofaði viðskiptavinum sínum samkeppnishæfu verði á hverju svæði fyrir sig. Því eiga allir viðskiptavinir að treysta og því er verðið lækkað aftur. Ekki bólar lengur á þeim rökum að mikill kuldi í Bandaríkjunum eigi sök á háu bensínverði. „Það er í raun ekki svigrúm til neinna verðlækk- ana en við göngum á undan af því að við viljum að okkar viðskipta- vinir njóti samkeppnishæfs verðs," segir Auður Björk Guðmundsdótt- ir, talsmaður Esso. í viðtali í gærmorgun gagnrýndi Helga Friðriksdóttir, fram- kvæmdastjóri markaðssviðs þjón- ustusviðs Olís, þann fréttaflutning sem viðgengist hefur í ijölmiðlum síðan Atlantsolía tók til starfa. „Það er komið nóg af þessari einsleitu fréttamennsku. Okkar viðskiptavinir ganga að því vísu að fá bensín hjá okkur. Þeir geta verið vissir um að það er til og þeir geta fengið þá þjónustu sem þeir óska. Það hafa þeir fengið í tugi ára síðan Olís tók til starfa en fjölmiðlar hlaupa upp til handa og fóta um leið og nýtt félag sem býður vöru í nokkra daga opnar sína fyrstu bensínstöð." Helga vísar meðal annars til gengis Olís á íslensku ánægjuvog- inni en þar er mæld ánægja við- skiptavina með þjónustu ýmissa fyrirtækja. Olís lenti þar í fyrsta sæti í flokki smásölufyrirtækja rétt á undan Skeljungi en hafa ber í huga að könnunin er ársgömul. Engar verðbreytingar höfðu orðið hjá Skeljungi þegar DV fór í prentun. atben@dv.is Framtíðin í bensínverði? Bilað bensinskiiti Skeljungs við Birkimel gefur til kynna að lítri af95 okt- ana bensini kosti 296 krónur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.