Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2004, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2004, Qupperneq 15
DV Fréttir LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 2004 15 65 MILLJARÐAR « lista yfir ríkustu íslendingana, tald- ir eiga um fjóra millj- arða hvor. „Eins og ég benti á í formála bókarinnar eru margvísleg vand- kvæði sem fylgja slíkum áætlunum og þarna getur aldrei orðið um mjög nákvæm vísindi að ræða. En með nokkurri yfirlegu og skynsamlegum nálgunum má fara nokkuð nærri um auðæfi manna. Það geta til dæmis fylgt því vandkvæði að áætla eignir manna með mikil umsvif vegna þess að þau byggjast oft á mikilli skuld- setningu. Það getur því brugðið til beggja vona með niðurstöðu slíkra fjárfestinga." Og það eru orð að sönnu. Flókin eignatengsl, skuldsetning og síkvikt gengi hlutabréfa gerir verkið erfitt. Niðurstaða DV af samræðum við nokkra fjármálaspekúlanta og þá sem gerst þekkja viðskiptalífið er þessi listi sem birtist hér, en hann verður að skoða meira til gamans en sem fullkomnar staðreyndir. brynja@dvJs Bakkabræður Bakkabræðurnir Ágúst og Lýður Ouðmundssynir eru metnir á tiu milljarða hvor. Markaðsverðmæti Bakkavar- ar hefur aukist griðarlega og er nú um 33 milljarðar, og eiga þeir bræður um 30% i fyrirtækinu. Þá eru þeir með stærstu hluthöfum Kaupþings. Ríkasti maður fslands kæmist ekki inn á lista Forbes yfír 500 ríkustu menn heims, þar sem fólkið í botnsætunum á allt að minnsta kosti jafnvirði 70 milljarða íslenskra króna. En hann kæmist hinsvegar í 305. sæti á listann yfir rík- ustu menn Bandaríkjanna. íslendingar erlendis Á listann okkar vantar nokkra íslendinga sem hafa iengi verið búsettir erlendis eins og Gunnar Björgvinsson, flugvélamiðlara í Liechten- stein. Hann hefur löngum ver- ið talinn með rfkustu íslend- ingum og á tvímælalaust heima á lista yfir þá, enda eignir hans taldar hlaupa á milljörðum. Guðrún Bjama- dóttir, fýrmm fegurðardrottn- ing, byggði upp mikið veldi með ítölskum eiginmanni sín- um. Hún er búsett í Frakk- landi. Misstu allt sitt Eignir þeirra Eyjólfs Sveins- sonar og föður hans, Sveins R. Eyjólfssonar, vom metnar á 700 milljónir árið 2001. Þeir hafa síðan misst allt sitt og bú Eyj- ólfs verið tekið til gjaldþrota- skipta. Feðgarnir voru um- svifamikilir í fjölmiðlarekstri og á tímabili stefndi í að þeim tæk- ist að koma á legg stóru fjölmiðla- veldi. Eyjólfur þótti óhræddur við að taka áhættu í fjárfestingum og áttu þeir hlut £ mörgum fyrirtækjum. Veldi þeirra lauk með því að þeir misstu frá sér Fréttablaðið árið 2002. 60 55 50 45 40 35 30 25 20 15 10

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.