Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2004, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2004, Qupperneq 12
12 LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 2004 Fréttir DV Heimsmet í aftökum Fjögur hundruð manns hafa verið tekin af lífi í Singapore sfðan árið 1991 og er það heimsmet ef mið- að er við stærð þjóðarinnar. Flestir eru dæmdir til dauða vegna fíkniefnabrota. Am- nesty International sendi frá sér tilkynningu þessa efnis í gær. Hvergi á byggðu bóli er fíkniefnalöggjöfin jafnhörð og í Singapore en hver sá sem er tekinn með meira en 15 grömm af heróíni er dæmdur til heng- ingar. Þetta hefur þó ekki dregið úr fíkniefnabrotum, til dæmis voru 16% fleiri handteknir fyrir slík brot á síðasta ári en árið á undan. Ef miðað er við höfðatölu eru aftökur í Singapore þrefalt fleiri en í Sádi Arabíu en það land skipar annað sæti á listanum. Svangir mega stela Yfirvöld í Venesúela hyggjast breyta löggjöf landsins þannig að þjófnað- ur á mat og lyfjum verður ekki refsiverður. Það er ef viðkomandi stelur vegna hungurs og sárrar neyðar. i „Þetta er góð leið fyrir dóm- ara til að kom- ast hjá órétt- læti. Þeir dæma fátæk- linga til fang- elsisvistar þegar það eina sem þeir þurfa eru lyf,“ segir Alej- andro Fontiveros hæstarétt- ardómari sem vinnur að lagabreytingunni. Málið sætir þegar nokkurri gagn- rýni og segja menn að ef lagabreytingin gengur í gegn þá muni glæpum fjölga. Glæpatíðni í Venesú- ela er mikil, að jafnaði eru framin 25 manndráp á degi hverjum og innbrot og þjófnaðir skipta þúsundum í hverjum mánuði. fbúar Venesúela eru 25 milljónir, tveir þriðju teljast fátækir og þriðjungur þess hóps á ekki fyrir lífsnauðsynjum - þrátt fýrir gríðarlegan olíugróða landsins. Tryggvi Harðarson, bæjarstjóri á Seyðisfirði „Það gengur vel hér fyrir aust- an. Ný fiskvinnsla tók hér til starfa um daginn og margir hafa fengið atvinnu þar. Svo kom Norræna í sína fyrstu Landsíminn landsins um daginn og hver veit nema að það gefi okkur sóknarfæri seinna meir. Koma skipsins hingað bar svo brátt að að enginn tími gafst til að rhoða eitthvað ferðavænt saman en það verður ábyggi- lega gert fyrir næsta ár. Svo skilst mér að gamla Norræna eigi að sigla hingað á meðan gert er við nýju ferjuna. Áriö 2004 er síðasta árið sem Vesturlönd geta komið að gagni í baráttunni við alnæmi í Afríku áður en faraldurinn verður algerlega stjórnlaus. Átta þúsund lát- ast úr alnæmi á degi hverjum í Afríku Alnæmi er mesia ger- eyðingarvopn í heimi Alnæmisfaraldurinn heldur áfram að steypa milljónum manna í glötun í flestum ríkjum Afr- íku en þar fjölgar sýkingum með ógnvænlegum hætti dag frá degi. Kannanir Heilbrigðisstofnun- ar Sameinuðu þjóðanna benda til að allt að átta þúsund einstaklingar látist úr sjúkdómnum á hverjum degi í álfunni. Engir peningar - engin lyf Vegna skorts á lyfjum, læknum og samstöðu er fátt eitt sem fbúar flestra ríkja Afríku geta annað en talið hina dauðu. Faraldurinn er kominn á það stig að meðallífslíkur íbúa í suðurhluta álfunnar hafa minnkað um heil 20 ár og var ekki hár fyrir. Fjöldi smitaðra í Suður-Afríku einni saman telur um 30% af heildarhlutfallinu í heiminum öllum. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur bent á að sívaxandi fjöldi þeirra barna sem misst hafa báða foreldra vegna alnæmis, reynast næstu ætt- ingjum það mikil byrði að þau eru látin stunda vændi til að geta lagt sitt af mörkum. Ættingjar þeirra eru einfaldlega oftast of illa settir sjálfir til að geta útvegað mat og aðrar nauðsynjar fyrir sínar eigin fjölskyldur til að eiga eitthvað aflögu. Það aftur leiðir til þess að börnin smitast af sjúk- dómnum og mörg látast innan við tíu ára aldur. Mesa - ný dögun í baráttunni Þrátt fyrir dökkt útlit eru nokkrir sem neita að gefast upp og tala um nýja „mesa“; nýja dögun í baráttu sem verður erfið hvernig sem farið er að. Nokkur ríki hafa tekið af skarið og skorið upp her- ör gegn fáfræði fólks um sjúkdóminn og ennfrem- ur gefið hluta þeirra sýktu möguleika á að verða sér úti um nauðsynleg lyf. Sjö þúsund manns hafa nú aðgang að læknum og lyfjum í Zambíu. í Malaví hafa stjórnvöld fengið fjármagn til að veita 50 þúsundum aðstoð en þar sem malaría og berklar hrjá marga landsmenn er ekki vitað hversu mikið fer til þeirra sem þjást af eyðni. í Namibíu er ástandið betra og hafa nú flest- ir spítalar í héruðum landsins fengið birgðir af Vegna skorts á lyfjum, læknum og samstöðu er fátt eittsem íbúar flestra ríkja Afríku geta annað en talið hina dauðu samheitalyfjum til að halda alnæmi í skefjum. I Suður-Afríku, þar sem ástandið er verst, hefur loks ein sjúkrastöð í landinu fengið lyf sem dreifa skal gjaldfrítt til þeirra er á þurfa að halda. Alþjóðabankinn hefur ennfremur gefið grænt ljós á lán til nokkurra landa en féð skal eingöngu nota til baráttunnar gegn eyðni. albert@dv.is Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, hefur ekki sést opinberlega í mánuð. Lét „flikka" aðeins upp á sig Mánuður fyrir utan sviðsljósið er langur tími fyrir mann á borð við Sil- vio Berlusconi. Engu að síður hefur ekki sést til forsætisráðherra Ítalíu og fjölmiðlakóngsins síðan nokkrum dögum fyrir jól. ítalir eiga öðru að venjast enda ráðherrann nánast daglegur gestur í íjölmiðlum. „Hvar er Berlusconi?" spyrja menn sem vonlegt er. Sögusagnir um alvarleg veikindi forsætisráð- herrans hafa farið á kreik og leiðara- höfundur dagblaðs á Ítalíu krafðist þess að stjórnvöld greindu frá því ef rétt væri að Berlusconi ætti við veik- indi að stríða. Þá hefur heyrst að þyrlur hafi tíðum flogið að sveita- setri ráðherrans á Sardiníu með lið lækna innanborðs. Svo gerðist það í gær að einn af læknum Berlusconis kom fram í sviðsljósið og sagði frá því að ráð- herrann hefði farið í „litla" lýtaað- gerð í París og látið laga svæðið í kringum augun. Læknirinn, Urn- berto Scapagnini, vildi ekki segja meira og sagði aðgerðina vera einkamál forsætisráðherra. Scapagnini bætti þó við að ráðherr- ann væri að jafna sig og væri tilbú- inn að hefja störf á ný. Talið er að Berlusconi hafi áður gengist undir svipaðar aðgerðir; árið 2000 og árið 1996 en þá sagðist hann hafa verið bitinn af könguló. Honum mun alltaf hafa verið annt um útlit sitt og þá hefur hann haft áhyggjur af því að vera meðal lægstu þjóðar- leiðtoga heims en hann er 170 cm á hæð. Þann tíma sem Berlusconi hefur verið í „fríi“ hefur hins vegar hver stóratburðurinn rekið annan. ítalska stórfyrirtækið Parmalat varð gjaldþrota, bréfasprengjur voru sendar leiðtogum Evrópusam- bandsins og fyrr í þessari viku ógilti ítalski stjórnlagadómstóllin lög sem veittu Berlusconi, og öðrum hátt- settum embættismönnum, friðhelgi frá lögsókn. Mál á hendur Berlsusconi hefur verið höfðað fyrir meinta spillingu en hann er sakaður um að hafa mútað dómara vegna máls er sneri að yfirtöku á einu fyr- irtækja hans. Silvio Berlusconi Hefur dvalið Isumarhúsi slnu á Sardiníu frá þvi fyrir jólin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.