Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2004, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 2004
Fréttir DV
Segist saklaus
„Ég er saklaus," sagði
Michael Jackson íyrir rétti í
Santa Barbara í gær.
Jackson er sem kunnugt er
ákærður fyrir að hafa beitt
tólf ára pilt kynferðislegu
ofbeldi og jafnframt fyrir að
hafa gefið honum áfengi.
Spurður um efni ákærunn-
ar svaraði Jackson með því
að lýsa yfir sakleysi sínu.
Málið var þingfest í
sakadómi í gær. Gríðarleg
öryggisgæsla var við dóms-
húsið þar sem hundruð
áhangenda söngvarans
biðu hans. Um sex hundr-
uð blaðamenn og ljós-
myndarar voru einnig á
staðnum en myndatökur
voru ekki leyfðar í réttar-
salnum. Aðeins 60 blaða-
menn fengu að hlýða á
vitnisburðinn í dómssal.
Jackson kom til réttarins
íklæddur svörtum jakkaföt-
um og með svarta regnhlíf
til að hlífa sér. Hann veifaði
og brosti til aðdáenda
sinna á leið inn í dómshús-
ið. Þangaði kom söngvar-
inn hins vegar of seint og
var skammaður af dómar-
anum.
Borgari án
brauðsins
Hamborgarakeðjan
Burger King hefur bryddað
upp á þeirri nýbreytni að
selja hamborgara
án brauðs. Vin-
sælasti borgar-
inn, Whopper,
verður fáanlegur
brauðlaus í lítilli
salatskál ásamt
hnífapörum. Þetta kvað
gert til að koma til móts við
óskir fjölda fólks sem hefur
skorið niður kolvetnaneysl-
una. Þá verður hægt að fá
salat í stað frönsku
kartaflnanna og að sjálf-
sögðu vatn í stað gos-
drykkja. Holli „Whopper-
inn“ verður á sama verði og
sá hefðbundni.
Magnús Ólafsson Fyrrum eig-
andi Prisma Prentco.
„Ég hefþað ekki mjög gott.
Fyrirtækið fór á hausinn og
það hefur verið erfitt mál sem
sér vart fyrir endann á, “ segir
Magnús Ólafsson prentari.
„Þetta bitnar einna mest á
mér, þar sem ég er ábyrgur fyr-
Hvernig hefur þú það?
ir öllu saman, en svo er þetta
líka erfitt fyrir starfsfólkið sem
var hérna. Það er alltaferfitt
að sjá á eftir góðu fólki. Nú
reyni ég að gera gott úr þessu
og halda geðheilsunni í lagi
og þakka bara guði fyrir Suð-
urbæjarlaugina í Hafnarfirði
sem er minn uppáhaidsstaður
fyrir utan heimiiið. Það er gott
að fara í sund til að ná áttum."
Þjóðminjasafnið skipti að óþörfu um þak fyrir 30 milljónir króna á geymslu sinni í
Kópavogi. Safnið hafði uppfyllt skilyrði Eldvarnaeftirlits en hlýddi dýrkeyptum fyr-
irmælum Brunamálastofnunar. Umhverfisráðuneytið segir Brunamálastofnun hafa
farið út fyrir valdsvið sitt.
„Ríkið væri þá að
stefna ríkinu svo
málið hefur verið
látið liggja.
Geymsla Þjóðminjasafns Skipt var um þak á
geymslu sem Þjóðminjasafnið hefur í Vesturvör
í Kópavogi, þrátt fyrir að Eldvarnaeftirlitið hafi
sagt brunamálin viðunandi. Farið var að kröf-
um Brunamáiastofnúnar sem þó reyndist ekkert
hafa með málið að gera.
málastofnunar. Skýrt mun vera að Brunamála-
stofnun ríkisins skuli ekki blanda sér á ákvarðan-
ir eldvarnaeftirlits á vegum sveitarfélaganna
nema ósk um það berist frá sveitarfélögunum
sjálfum, eldvarnaeftirliti eða eiganda viðkom-
andi húss.
Urðu að hlýða
Óskar Valdimarsson, forstjóri Framkvæmda-
sýslunnar, segir málið í Vesturvör hafa snúist um
deilur milli Eldvarnareftirlits og Brunamálastofn-
unar. Framkvæmdasýslan hafl ekki getað tekið á
sig þá ábyrgð sem hefði verið fólgin í því að upp-
fylla ekki fyrirmæli Brunamálastofnun.
Forstjórinn segist ekki geta dæmt um hvort
það hafi í raun verið óþarfi, með tilliti til eld-
varna, að uppfylla sérkröfur Brunamálastofnun-
ar.
„Það hefði þá verið spurning um að leita ein-
hverra bóta en það hefur ekki verið gert. Ríkið
væri þá að stefna ríkinu svo málið hefur verið lát-
ið liggja," segir Óskar.
gar@dv.is
Framkvæmdasýsla ríkisins hefði ekki þurft að
hlýða fyrirmælum Brunamálastofnunar og eyða
um 30 milljónum króna í að skipta um þak á
geymslu Þjóðminjasafnsins í Kópavogi.
Þjóðminjasafnið flutti geymslur sínar árið f998
íVesturvör í Kópavogi eft-
ir að safninu var sagt upp
húsnæði í Holtagörðum.
Einnig þurfti aukið pláss
þar sem rýma þurfti safn-
ið sjálft vegna fyrirhug-
aðra breytinga.
Brunamálastofnun
breytir myndinni
„í lok desember 1999
tók Brunamálastofnun
fram íyrir hendur á Eld-
varnaeftirliti og jók þær
kröfur sem gerðar höfðu
verið fram til þess tíma.
Var af hálfu Brunamála-
stofnunar farið fram á að
Bergsteinn Gizurarson
Bergsteinn stýrði Bruna-
máistofnun þegar hún
setti fram kröfursínar
vegna geymslu Þjóð-
minjasafnsins i Vesturvör.
skipt yrði um þak,“ segir í svokallaðri skilamats-
skýrslu sem Framkvæmdasýslan gerði um flutn-
ingana og undirrituð er af Öskari Valdimarssyni,
forstjóra stofnunarinnar.
Að sögn Framkvæmdasýslunnar fólust kröfur
Brunamálastofnunar, umfram kröfur Eldvarna-
eftirlits, í því að eldhólf yrðu aðgreind og að skipt
yrði um einangrun í þaki. Það hafl orðið til þess að
skipt var um þak. Einnig hafi úðakerfi verið sett
upp að minnsta kosti hálfu ári fyrr en ætlunin
hafði verið.
Var Brunamálastofnun óviðkomandi
„Umhverfisráðuneytið komst síðar að þeirri
niðurstöðu að Brunamálastofnun hefði ekki verið
heimilt að taka fram fyrir hendurnar á Eldvarna-
eftirliti með þeim hætti sem hún gerði. Auka-
reikningur vegna þessara krafna nam hins vegar
um 30 milljónum króna," sagði í skilamati Fram-
kvæmdasýslunnar.
Niðurstaða umhverfisráðuneytisins mun Vera
byggð á lögfræðiáliti sem unnið var fyrir ráðu-
neytið um valdmörk Eldvarnareftirlits og Bruna-
Ferð utanríkisráðherra til írans var árangursrík, að mati aðila viðskiptalífsins
Nokkrir samningar í vinnslu eftir íransför
„Það er engum blöðum um það
að fletta að utanríkisráðherra hafði
áhrif á hverja við hittum í þessari
heimsókn," segir Jón Guðmunds-
son, fjármálastjóri Borgarplasts. Það
fyrirtæki, ásamt tug annarra, átti
fulltrúa í föruneyti Halldórs Ás-
grímssonar utanríkisráðherra í för
hans til írans í nóvember síðastliðn-
um.
„Satt best að segja átti ég ekki von
á miklu þegar ég fór þessa för. En ég
kom til baka með mikilvæg sam-
bönd og það eru góðar líkur á að við
náum samningum innan tíðar varð-
andi sölu á plastkörum og plast-
brettum til írans.“
Lárus Elfasson, framkvæmda-
stjóri orkufyrirtækisins Enex, tekur í
sama streng. „Þarna er mikil mið-
stýring og það skiptir máli hver er
með hverjum. Tæknimenn frá okkur
hafa áður farið til írans en sú för
leiddi ekki til neinna samninga. Það
var greinilegt að íranar komu fram
við Halldór Ásgrímsson á sama hátt
og væri hann ráðamaður stórþjóðar
og fyrir vikið náðum við betri sam-
böndum við ráðandi aðila í land-
inu.“
Lárus sagði að í vinnslu væri
samningur um ráðgjöf og aðstoð við
jarðvarmaverkefni og möguleikar
væru á frekara samstarfi í framtíð-
inni.
Linda Svanbergsdóttir hjá sölu-
og markaðsdeild flugfélagsins Atl-
anta sagði ekki tímabært að segja frá
þeim viðræðum sem félagið ætti við
íranska aðila en neitaði því að Atl-
anta hefði nú þegar gert samning
um leiguflug til írans eins og DV hef-
ur heimildir fyrir.
fransferðin Utanrikisráðherra og föruneyti
hans iTeheran i nóvember siðastliðnum.
- ';
BflKdj (I j n