Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2004, Blaðsíða 3
DfV Fréttir
LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 2004 3
Fórnarlömbum ógnað
Spurning dagsins
Afmælisgjöf til Davíðs?
Ekki veit ég hvað vakir fyrir þess-
um grunnhyggnu mönnum eða
kannski konum sem ætla að kæfa
það andrúm sem fórnarlömbum
nauðgana hefur verið veitt til þessa.
Það er svo greinilegt að einhverj-
ir skriffinnar sem stara á reikniborð-
ið sitt og hafa ekki hundsvit á því
hvað þeir eru að gera, eru hér við
stjórnvölinn.
Hugmynd út í hött
En Skriffinnur minn, komi sá
dagur að dóttir þín verður fyrir því
persónuleikamorði sem nauðgun er,
þá kannski gerir þú þér grein fyrir
því hversu sekur þú ert á þessari
stundu.
Hugmyndin um að fórnarlömb
nauðgana eigi að fara á kvennadeild
Landspítalans er alveg út í hött. Á
kvennadeild Landsspítalans er unn-
ið á allt öðrum forsendum. Konur
eru veikar og þurfa aðhlynningu
vegna veikinda sinna, konur eru að
fæða börn og þurfa aðhlynningu og
þjónustu vegna þessa, fyrir svo utan
að þar eru einnig konur sem gangast
undir gervifrjóvganir til þess að geta
eignast börn. Það má eiginlega segja
að þarna sé um þrjá megin þætti að
ræða. Inn í hvaða bás þarna heyrir
svo ofbeldið? Það er mikil hætta á
því að þetta gangi ekki upp og þá
verði fórnarlömbum nauðgana vís-
að til lögreglu og það vita allir sem
lent hafa í því að þurfa að tilkynna
um stuld eða leita sér að þjónustu á
löggustöðinni að þar er síður en svo
umhverfi sem veitt getur litlu skjálf-
andi stúlkubarni það öryggi og þá
andlegu vernd sem sérstök móttaka
gerir í dag. Eruð þið brjálaðir?
Með sveðjur í hendi
Það er eins og menn standi með
sveðjur í hendi og sveifli í kringum
sig og láti hvaða hausa sem er fjúka
án þess að hugsa nokkuð út í, við
hvaða bol þeir eru festir.
Méð fárra daga millibili berast
okkur fréttir af því að loka eigi mót-
tökudeild fyrir fórnarlömb nauð-
gana og hugsanlega sérdeild geð-
Kjallari
Elísabet Brekkan
furðarsigá
hugmyndum um
niðurskurð
læknarnir þurfa nú líka að lifa og
bankarnir þurfa sitt þannig að þið
verðið að herða sultarólina en
gleymið þó í öllum lifandis bænum
ekki að halda áfram að kaupa og
kaupa í öllum ykkar frístundum því
það heldur okkur öllum gangandi.
Nei, það er ekki erfitt að verða
skidsófren í þessu landslagi. Við vit-
um alveg að til er nóg af peningum,
það er bara spurning um forgangs-
röðun ekki satt.
Besta dæmið flnnst mér þó vera
þegar ekki voru til aurar til þess að
kaupa hljóðfæri handa föngum á Lilta
Hrauni. Það var leitað til versta óvinar
forsætisráðherrans og hann sendi pí-
anó um leið og kallið kom og mun það
vera kostnaður á bilin um eitt til fimm
hundruð þúsund krónur.
Á sama tíma lét þáver-
andi dómsmálaráð-
herra gera upp náð-
hús sitt, þ.e.a.s.
salerni skrif-
stofunnar fyrir
íbúðaiverð.
Fyrir þann
kostnað hefði
mátt kaupa
sjö stykki pí-
anó. En það
er náttúm-
lega ekki hægt
að pissa í pí-
anó!
sjúkra fanga að Sogni.
Það er kappsmál manna í nútím-
anum að reyna að sverja af sér norsk-
an upprunann en ég er farin að halda
að uppruninn sé ekki bara norskur
heldur að við séum hreinlega norsk.
Eftir að Norðmenn urðu svo ríkir að
þeir gátu smurt geitostana með olíu
varð hnignun í sjúkrahúsakerfi þeirra
og rugl í skólamálum, niðurskurður
og aftur niðurskurður meðan gamlar
hálmdýnur fyllstust af gullpeningum
sem eru bara til óþæginda fyrir bakið.
Þeim hefur ekki lánast að bæta
það sem gott var með öllum
þeim peningum sem skyndi-
lega frussuðust á land. Það er
varla gerð sú samanburðar-
rannsókn um hagi og hegð-
un manna í hinum vestræna
heimi að ekki sé minnst á
hvað íslendingar eru rík-
ir, góðir í stærðfræði og
yflrmáta hamingjusamir,
en hvernig stendur þá á
því að þeir eru svona ótrú-
lega fávísir?
Ekki hægt að pissa í
píanó
Á tyllidögum tala
ráðamenn um ríkidæmið
og kaupmáttinn og
hreykja sér hátt eins og
þeir hafl gengið út með-
al manna og gefið úr
eigin vasa. Svo koma
aðrir dagar þar sem
menn setja í brýrnar
og reyna að vera
skólastjóralegir til
þess að benda
sauðsvörtum al-
múganum á, að
nú sé staðan sú
að eymingja
______________________
Mögnuð lesning
„Splunkuný bók sem heitir Bobby Fischer goes
to War og fjallar um heimsmeistaraeinvígi
hans við Spassky í Reykjavík 1972. Höfundar
ieituðu viða fanga og niðurstaðan er spenn-
andi og stórfróðieg bók um sögulegasta skák-
viðburð allra tíma. Einvígið var besta auglýsing
sem Island hafði fengið og var i heimspress-
unni vikum saman. Fischer sagði I raun Sovét-
ríkjunum stríð á hendur og hafði sigur. Mögn-
uð lesning."
Hrafn Jökulsson, forseti Hróksins.
„Ég mæli með
rússneskri loð-
húfu, slíkt
myndir gefa
Davíð í senn
virðulegan og
valdsmanns-
legan blæ.
Svona húfur
eru skjólgóðar og veitir ekki af, því
gjarnan er kalt á toppnum."
Sváfnir Sveinbjarnarson, fv. pró-
fastur.
„Það væri gott
fyrir Davíð að
slaka á - og því
mæli ég með
því að við gef-
um honum
kampavín og
blöðrur. Síðan
er bumbuban-
inn sniðug
hugmynd, þvi karlinn hefur stundum
verið að fara i megrun.“
Berglind Gunnarsdóttir, húsmóðir.
„Bunka afjá-
kvæðni, á slíkri
gjöfþurfa allir
að halda nú í
svartasta
skammdeginu
sem er tími
sem mörgum
reynist erfiður.
Efvið brosum framan í heiminn gerir
heimurinn hið sama, líka i tilviki Dav-
íðs."
Anna Jóna Snorradóttir, aðstoðar-
maður tannlæknis.
„Itilefniaf-
mælisins
myndi ég gefa
Davíð afslátt-
armiða ÍBón-
us. Til að gjöfin
yrði sæmilega
vegleg myndi
ég láta fylgja áskrift til árs að DV og
Stöð 2. Kannski ekki úr vegi að láta
fylgja nokkrar blöðrur merktar KB
banka til að skreyta afmælið."
Reynir Traustason blaðamaður.
Yfirlæti á DV
í ómerktri ritstjórnargrein í DV
er fjallað af yfirlæti, jafnvel hroka,
um grein sem ég skrifaði í Morgun-
Lesendur
blaðið 14. janúar um ævisögumál-
ið. Sagt var að ummæli mín í grein-
inni væru prýðileg skýring á því
hvers vegna ég stundaði fjármála-
ráðgjöf en ekki ævisöguritun eða
skáldskap. Vísað var til ummæla
minna þar sem ég hafði sagt að rík-
ari kröfur hlytu að vera gerðar til
frumleika í sköpun í skáldsagnarit-
un heldur en ævisöguritun og þess
vegna hlyti Halldór Laxness að
hafa gengið lengra en Hannes
Hólmsteinn Gissurarson þegar
hann notaðist við texta annarra.
Þessi ummæli DV eru órök-
studd. Hvernig getur maður þá
svarað? Ummæli mín voru augljós-
lega rétt. Ummæli DV byggjast á
furðulegri hugmynd um þeir sem
leggi stund á fjármál geti ekki haft
skilning á bókmenntum. - Hvílík
ósvífni hjá fjármálaráðgjafa að
fjalla um slfkt! Við listamenn höf-
Gunnlaugur Jónsson
um einkarétt á því að fjalla um
bókmenntir! Rök gilda ekki í bók-
menntum, heldur órökstuddar
fullyrðingar! - Ef fjármálaráðgjafar
eru svona vitlausir þegar kemur að
bókmenntum er það líklega mikil
niðurlæging fyrir listafrömuði, eins
og nafnlausir pistlahöfundar á DV
þykjast vera, að vera röklausir gegn
þeim á því sviði.
Annars sagði DV líka að ég væri
á hálum ís þegar ég sagði að gagn-
rýnendur Hannesar hefðu blekkt
þjóðina með því að geta ekki fyrir-
vara hans, því Gauti Kristmanns-
son hefði minnst á hann. Gott og
vel. Ég ætla ekki í hártoganir um
hvort ég átti við alla gagnrýnendur
hans eða bara suma. Nákvæmara
hefði verið að segja að sumir gagn-
rýnendur Hannesar hefðu blekkt
þjóðina með þessum hætti.
Gunnlaugur Jónsson
Athugasemd ritstjómar.
DV sver eindregið af sér alla for-
dóma í garð fjármálaráðgjafa. Þótt
dálkahöfundi Fyrst og fremst hafi
þótt tiltekin orð Gunnlaugs ekki
lýsa sem bestum skilningi á starfi
ævisöguhöfunda (“Ævisagnaritun
gengur beinlínis út á endursagnir")
var ekki vottur af fjandskap í garð
fjármálaráðgjafa í þeirri klausu, né
þeirra sem sýsla með peninga yfir-
leitt. Vera má að Gunnlaugur sé
vanur þeim fordómum í garð slíkra
manna að þeir geti engan veginn
haft vit á menningarlegum efnum
og hafi því lesið slíka fordóma út úr
greininni, en í reynd var þá hvergi
að finna í klausunni.
Varðandi staðhæfingu Gunn-
laugs í upphaflegri grein hans í
Morgunblaðinu um að ævisagna-
ritun „gangi út á endursagnir"
mætti hafa um það langt mál, en
verður ekki gert hér - nema hvað
fullyrt skal að fæstir ævisagnahöf-
undar myndu fallast á hana.
DV tekur við lesendabréfum og
ábendingum á tölvupóstfanginu
lesendur@dv.is. DV áskilur sér rétt til að
stytta allt það efni sem berst til blaðsins
og birta það í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds.
Forsætisráðherra, Davíð Oddsson,er 56 ára í dag, I7.janúar.
Við kynnum nýjar gerðir og bjóðum
Baðimrétdngará
120 cm innrétting 90 cm innrétting 160 cm innrétting
5 skápar, höldur, Ijósakappi með 3 3 skápar, höldur, Ijósakappi með 4 skápar, höldur, Ijósakappi með 3
halogenljósum, borðpiata og spegill 3 halogenljósum, vaskborðplata halogenljósum, borðplata og spegill
og spegill
- Botnverð ur.58.70Q Botnverö ur 67.600 Botnverð ur 78.300
nettoline 01 Ap t.
Einnig eldhúslnnréttlngar, tnronahúsinnréttingar xg«r|
ogfataskáparáfrá&æruverði.20%afötáttkirnú»a^ | | ||^VI
ÞAD B0RGAR SIG AÐ VERSLA í FRÍF0RM “3 20 K0?ilV0eur Sm 562 1500 442060