Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2004, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2004, Page 2
2 LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 2004 Fréttir DV Útgáfufélag: Frétt ehf. Útgefandl: Gunnar Smári Egilsson, ábm. Ritstjóran lllugi Jökulsson MikaelTorfason Fréttastjórar Kristinn Flrafnsson Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjóm: 550 5020 - Aðrar deildin 550 5749 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsing- an auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Isafoldarprentsmiðja DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagna- bönkum án endurgjalds. Akureyri art Listasafn Akureyrar rennir sér inn í janúar- snjóinn fyr- ir norðan með opnun sýningar á verkum Svövu Björnsdótt- ur og Bjarna Sig- urbjörns- sonar. Sýna þau abstrakt expression- isma og harða geómetr- íu þar sem tilflnningar takast á við vitsmuni. Sýningin opnar í dag. Fyrst núna Fyrsta barnið til að koma í heiminn á ísa- firði á þessu ári fæddist ekki fyrr en 13. janúar á sjúkrahús- inu á staðnum. Um var að ræða9 marka dreng sem tek- inn var með keisara- skurði og heilsat móður og barni vel. Foreldarn- ir eru Jóhanna Torfa- dóttir og Halldór Þór Helgason. Er þetta fyrsta barn þeirra. Borað fyrir austan Jarðborinn Sleipnir hóf að bora eft- ir heitu vatni á Eskifirðií fyrri viku og gengur vel. Er bor- inn kominn niður á 470 metra dýpi og verður nú ráðist í að steypa fóðringar og gera klárt fyrir áframhald- andi borun. Lítið er um heitt vatn á Austurlandi og yfírleitt farið með það eins og gull. ðfan, neðan og niðri í Stundum ruglast menn I því hvernig best er að nota orðin ofan í, niður í og niðri f. Enginn verður hengdur fyrir slíkt en grundvallarreglan er _______ sú að maður Málið eitthvað en er slðan staddur niðri f ein-hverju. Barnið sem um daginn fæddist f bíl og rann viðstöðulaust ((þróttatösku á bílgólfinu fæddist því ofan eða jafnvel niður (töskuna. Ef sagt hefði verið: Barnið fæddist niðri (tösku hefði það þýtt að fæðingin sjálf hefði átt sér stað í töskunni. Sem var vlst ekki raunin. Arvisst upphlaup Við höfum áður heyrt af fjárhagsvanda Landsspítalans, ekki bara í fyrra og hittifyrra, heldur svo langt sem minn- ið nær. Árvisst er, að tekjur spítalans nægja ekki fyrir gjöldum og að hlaupið er upp til handa og fóta, sumpart til að sýnast, sum- part til að spara og sumpart til að minnka þjónustu. Nú er hvellurinn hærri og niðurskurður- inn meiri en venjulega. I stórum dráttum er þó málið kunnuglegt. Einhver grundvall- armisskilningur hlýtur að vera í rekstrarfor- sendum og rekstri aðalspítala landsins, eitt- hvað sem hægt er að læra af, svo að eðlilegt rennsli náist í rekstrinum. Spítalinn er rekinn á vegum heilbrigðis- ráðuneytisins, sem á að vita, hvort hann sé að gera það, sem hann á að gera eða eitthvað annað og meira. Stöðugt rekstrartap er áfell- isdómur yfir vanmáttugu ráðuneyti, þar sem greinilega er allt í ólagi í senn, pólitík, stjórnsýsla og viðskiptafræði. Annað ráðuneyti kemur að þessu rugli eins og svo mörgu rugli í opinberum rekstri. Það er fjármálaráðuneytið, sem meira að segja lét af hendi ráðuneytisstjóra sinn fyrir nokkrum árum, svo að hann mætti verða forstjóri ríkisspítalanna. Toppmaður kerfis- ins var fenginn til að koma skikki á erfiðleik- ana. Síðan hefur staðan versnað. Fjölgað hefur verið tegundum af silkihúfum og stofnað til margvíslegrar úlfúðar milli ýmissa tegunda yfirmanna. Því er freistandi að ætla, að emb- ættisbákn ríkisins hafi ekki upp á neitt mannval að bjóða í forstjórastóla, sem sé sambærilegt við einkageirann. Unnt hlýtur að vera að skilgreina, hvað sé að á spítalanum. Er önnur hönd ríkisins að minnka velferðina með fjárlögum, meðan hin höndin eykur hana með sériögum, reglugerðum eða öðrum ákvörðunum? Er samræmi milli verkefna spítalans og fjár- magnsins, sem til þeirra er ætlað á fjárlög- um? Er innbyggð verðbólga í kerfinu, sem veld- ur því, að velja þarf milli óbreytts þjónustu- stigs á hærra verði og lægra þjónustustigs á óbreyttu verði? Er tilviljanakennt, hvort ný og dýrari lyf eða hvort ný og dýrari lækn- ingatækni eru tekin í notkun? Er enginn, sem velur og hafnar breytingum? Þótt ráðherrar og Alþingi skipi stjórnar- nefnd, sem lengi hefur ekki verið starfi sínu vaxin, eru það eigi að síður ráðuneytin tvö, sem eiga að hafa spítalann í gjörgæzlu. Það- an á að koma leiðsögn um, hvers konar at- hafnir rúmast og rúmast ekki innan heil- brigðisþáttar velferðarkerfisins. Vandinn er, að ráðuneytin hafa ekki burði til að viðurkenna, að einhver þarf að skil- greina jafnóðum, hvað eigi að rúmast innan velferðarinnar og hvað eigi að standa utan hennar. Jónas Kristjánsson Kjósendur eru ekki fíll „Lækning heimskunnar" Mólverk eftirHieronymus Bosch Ásgeir Sverrisson fréttastjóri á Morgunblaðinu skrifaði í gær Við- horfsdálk þar sem hann fagnar inni- Fyrst og fremst lega þeirri niðurstöðu Ólafs Þ. Harð- arson prófessors við félagsvísinda- deild HÍ að „kjósendur séu ekki fifl". Ásgeir segir: „Víst er að kjósendur allra flokka á íslandi munu taka þessum tíöindum fagnandi. Stuðningsmenn Samfylkingar- innar í síðustu kosningum geta nú tekið gleði s£na á ný. Það er ekki til marks um fiflsku að kjósa flokk sem er bæði með og á móti þegar helstu deilumál samtímans em til um- ræðu. Kjósendur Framsóknarflokksins em ekki heldur fífl. Það er beinlínis gáfulegt að bregðast við brosi Hall- dórs Ásgrímssonar í sjónvarpi með því að rjúka á kjörfund og kjósa hann. Þeir sem kusu Frjálslynda flokk- inn hafa skyndilega fengið öflugt vopn í hendur. Komið hefur á dag- inn að þeir sem haldið hafa því fram að einungis réttnefndir hálfvitar styðji þaxm flokk hafa rangt fyrir sér. Stuðningsfólk Vinstrihreyflngar- innar - græns framboðs getur nú hroft með bjartsýni til framtíðarinn- ar. Það að hata eigin samtíma er ekki til marks um að viðkomandi sé idjót. Þvert á móti er það rökrétt og skyn- samleg afstaða." Ásgeir eyðir svo mestu púðri í að g gleðjast með kjósendum Sjálfstæð- ■o isflokksins sem nú hafi fengið vott- “ orð um að þeir séu síður en svo fífl þótt þeir kjósi flokk sem hefur aukið ^ ríkisumsvif svo þau eru orðin meiri <u en áður hefur þekkst í sögu lýðveld- 2 isins þótt hann berjist, hækkað £ skatta meira en áður hefur þekkst - þótt hann berjist fyrir og lofi skatta- 2 lækkunum, og auki framlög til „rík- Z ismenningar" uns þau eru orðin 3 meiri en nokkru sinni fyrr þótt hann ™ boði að draga skuli úr framlögum til málaflokksins. <o fO e Og ennfremur segir Ásgeir: ™ „Orofa, vitsmunaleg tengsl eru á ^ miUi þess að efast um að aukin for- ™ sjárhyggja og reglugerðafíkn séu « fallin til að bæta lífið á íslandi og 5 þess að styðja Sjáffstæðisflokkinn. * Einungis fifl gætu komist að annarri i- niðurstöðu. Sjálfur formaður flokks- ins og forsæúsráðherra íslands hef- ur lýst yflr því í blaðaviðtali að hann sé andvfgur reglugerðarhyggju og og rflásrekinni forsjárftkn. Að vísu vita allir þeir sem á íslandi búa að for- sjárhyggjan hefur náð þvflfloun tök- um á íslenska „fóstrusamfélagmu" að leita þarf alla leið til Noregs til að finna viðlíka ástand. Þetta fólk kýs vitanlega Sjálfstæðisflokkinn. Ein- ungis algjört idjót, daufingi og gagl myndi veija atkvæði sfnu með öðr- um hætti." Þá skrifar Ásgeir: „Kjósendur eru ekki fífl.“ Stjórnmálaflokkar á íslandi eiga að sameinast um að taka upp þetta slagorð í sameiginlegum aug- lýsingum. Slíkt yrði fallið til að draga úr þeim miklu flokkadráttum sem einkenna samfélagið nú um stundir. Auglýsingaherferð af því tagi er ástæðulaust að binda við kosningar ... Hugsa mætti sér að komið yrði upp auglýsingaskiltum við helstu samgönguæðar í Reykjavík og á landsbyggðinni með myndum af ís- lenskum stjórnmálaforingjum. Undir þeim myndum mætti síðan birta eftirfarandi yflrlýsingu: „Við erum ekki fi'fl og það eruð þið ekki heldur." Einhver auglýsingastofan er vafalaust fáanleg til að sjá um þetta „átak“ sem væri bæði jákvætt og þverpólitískt." Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir vakti töluverða athygli við þá athöfri í Þjóðleikhúsinu þegar fslensku tón- iistarverðlaunin voru afhent. Klapp- að var vel og lengi þegar hún kynnti fyrirætlanir sínar um Tónlistarsjóð sem „stutt gæti við bakið á nýsköp- un, jafnt sem útrás á öllum sviðum tónlistar og örvað þannig enn frekar þá stórkostlegu þróun er átt hefur sér stað í íslensku tónlistarlífi", eins og hún útskýrði síðan í viðtali við Morgunblaðið í gær. En Morgun- blaðið birtir líka viðtöl við frammá- menn f fslensku tónlistarlífi sem virðast reyndar hreint ekkert gap- Bjöm Th. ^mason formaður Fé- lags fslenskra hljómlistarmanna fagnar hugmyndinni því hans fé- lagsmenn séu „alltaf mjög ham- ingjusamir þegar menn búa til nýja sjóði, en tónlistarmenn hafi barist fyrir slfkum sjóði í fjöldamörg ár“. Hann viti hins vegar ekkert hvert stefnt sé með sjóðnum, hve mikið fjármagn komi í haxm eða hvað verður hlutverk hans. Margrét Bóasdóttir formaður Fé- lags islenskra tónlistarmanna „seg- ist ekki sjá betur en að hér sé um að ræða sama sjóð og fyrrverandi meimtamálaráðherra, Tómas Ingi Olrich, lofaði fyrir réttu ári,“ hefur Morgunblaðið eftir heniú. Hún kveðst þó vonast til að nú verði stað- ið við fyrirheitin þannig að sjóður- inn geti orðið til gagns. Gamli Júdasarkappinn, Magnús Kjartansson, sem nú er formaður Fé- lags tónskálda og textahöfunda, virkar hins vegar nánast kaldhæðinn í sam- tali við Moggann um málið. „Ég er búinn að heyra þessa frétt svo oft, að ég er alveg ónæmur. Ég verð alltaf jafn glaður þegar ég heyri hana, en ég er bara búinn að verða svo oft glaður yfir henni, en jafnoft hef ég orðið sorgmæddur. Ég verð nú samt að segja, að ég bind miklar vonir við að þau kynslóðaskipti sem nú eru að eiga sér stað í menntamálaráðuneyt- inu muni leiða til þess að kerfið og þjóðin slái samræmdari takt. Ég bið þess í bænum mínum að Þorgerði Katrínu megi lukkast að verða menntamálaráðherra þess samtíma sem er og ekki verður komist hjá." Magnús kveðst margoft hafa lesið frumvörp frá ráðherrum um stofnun sjóðs sem þessa, rætt við ráðherra og setið á fundum, fagnað, glaðst og grátið. „Það eina sem ekki hefur tek- ist er að málið hafi farið í gegn. Ég er þeirrar skoðunar að þar hafi gamla Island verið að neita því að horfast í augu við nútímann, og inn í heim- inn eins og hann er.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.