Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2004, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2004, Blaðsíða 10
7 0 ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2004 Fréttir DV Kjaradeila til sáttasemjara Samninganefndir VR og LÍV hafa vísað kjaradeilu sinni við Samtök atvinnu- lífsins til sáttasemjara eftir ítrekaðar tilraunir til að fá samningafund með fulltrú- um SA. Það hefur hins veg- ar ekki gengið eftir og því var gripið til þessa ráðs, að því er fram kemur á vef- svæði VR. Samkvæmt við- ræðuáætlun ætti samn- ingagerð nú að vera lokið. Keyrði á hreindýr Fólksbíl lenti í árekstri við hreindýr nálægt Jökulsá í Lóni á sunnudag. Ekki urðu meiðsl á fólki en hreindýrið mun hafa drep- ist við áreksturinn og skilið eftir sig talsverðar skemmdir á bíl fólksins. Stór hópur hreindýra hefur haldið sig á svæðinu síð- ustu vikur en ekki hafa orð- ið slys vegna þeirra fram að þessu. Björn Bjarnason Dómsmálaráðherra. Björn Bjarnason er íhaldssam- ur sem ýmsir sjá sem kost, ákaflega orðheldinn og traustur. Mjög hollur sinu fólki, tryggur. Þá er honum ekki síst reiknað til tekna að vera ákaf- lega vinnusamur. Alvörugef- inn maður sem lætur verkin tala. Hann reifmenntamála- ráðuneytið upp úr doða og allt íeinu fór eitthvað að ger- ast þar. Þetta telja reyndar margir stuðningsmanna hans ekki sem kostþvíþeir eru sum- ir hvergir þeirrar skoðunar að stjórnmálamaður sem gerir sem minnst sé góður stjórn- málamaður. Kostir & Gallar Igegnum kostina skína svo gallarnir. Björn Bjarnason hef- ur aldrei skipt um skoðun enda telur hann sig ávallt hafa á réttu að standa. Eigin- leiki sem heimspekingar myndu telja standa öllum þroska og gáfnafari fyrir þrif- um. Hollustu hans hefur verið líkt við þrælslund og seint telst hann húmorískur maður. Það ' að Björn sé svo traustur sem raun ber vitni þýðlr að hann ér jafnframt þrjóskur. Sumir vilja lita svo á að það lýsi staðfestu en aðrir segja það einskæran þvergirðing. Trillukarlar hafa verið dæmdir fyrir brottkast á nokkrum tugum fiska á íslands- miðum. Skipstjóri Þorsteins EA, sem gripinn var með vélrænt brottkastkerfi um borð, viðurkenndi verknaðinn athugasemdalaust. Alþingismaður vill lögreglurann- sókn vegna Þorsteinsmálsins. advarsel/ warninc . Srt Ttr.nt" Samkvæmt aðvörun norsku strandgæslunnar til Samherjatogarans Þorsteins EA var hann grip- inn í landhelgi Noregs með flokkunarbúnað sem hagaði úrvinnslu svo að smærri sfld og allur kolmunni fór beint í hafið aftur. Þorsteinn Símon- arson, skipstjóri á Þorsteini, skrifaði undir lýsing- una án athugasemda. Magnús Þór Hafsteinsson, alþingismaður Frjálslynda flokksins, vill að skipstjórinn Þor- steinn, áhöfnin á Þorsteini og Þorsteinn Már Baldvinsson Samherjaforstjóri verði yfirheyrðir af lögreglu vegna málsins. „Stjórnvaldið brýtur stjórnarskrána ef lögreglan verður ekki sett í mál- ið,“ segir Magnús og vísar á 65. grein stjórnar- skrárinnar, sem kveður á um að allir séu jafnir fyrir lögum. Trillukarlinn Markús Guðmundsson vár dæmdur árið 2001 til greiðslu 400 þúsund króna sektar eða 40 daga fangelsis fyrir brottkast á 50 þorskum. Þá var Níels Ársælsson, skipstjóri á Bjarma frá Tálknafirði, sektaður um milljón krónur fyrir að kasta 53 þorskum í hafið fyrir myndavélum Magnúsar Þórs. Magnús segir það ljóst að Þorsteinn sé íslenskt skip sem veiði úr sameiginlegum stofni og því eigi íslensk stjórn- völd að grípa til aðgerða gegn Samherja, ef fylgja eigi stjórnar- skránni. : Vitnisburður og aðvörun norsku strandgæsl- unnar, sem Þorsteinn skipstjóri skrifaði undir, hljóðar upp á að 31 kílógramm af síld hafi farið í sjóinn í tveimur prufum gæslunnar á vélbúnaði skipsins, sem flokkaði síld undir 32 sentimetrum gegnum þar til gerðan barka í sjóinn. Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra svaraði í gær fyrirspurn Magnúsar Þórs Hafsteinssonar um hvort hann hygðist beita sér fyrir lögreglu- rannsókn á ólöglegu athæfl útgerðar og áhafnar Þorsteins. „Þetta er grafalvarlegt mál,“ svaraði Árni, en sagði norsk yfirvöld hafa forræði með eftirliti á svæðinu. Þó virtist sem málið næði ekki lengra af hálfu Norð- manna. Ámi segir að yfirvöld í Noregi hafi ekki haft samband við hann vegna málsins. Fram kom í norska blaðinu Fiskaren á dög- unum að norska strandgæslan hefði kært brottkastið ef um norskt skip hefði verið að ræða. Hins vegar hafi réttarstaða Norðmánna á svæðinu reynst oljos að i'! i i han verið svo geng lengra en aðvara Þorstein, ekki síst vegna harðra viðbragða rússneskra stjórnvalda eftir að rússneska skipið Chernigov var kært fyrir sömu gjörðir árið 2001. Svo virðist sem sú útgerð á landinu sem mestan hefur síldarkvóta muni sleppa með aðvörun fyrir brottkast sem smærri útgerðir hafa verið dæmdar fyrir. jontrausti@dv.is 32 sentímetr- ar? DV-mynd Skip Sam- herja, sem ber sama nafn og forstjóri fyrir- tæksins, var með búnað fyrir vélrænt brottkast á allri sild undir 32 sehtímetrum, sem er væn sild. Óttast um áhrif rafsegulsviðs á mannslíkamann Alþingi vill rannsaka rafmengun Þingsályktunartillaga ellefu þing- manna úr fjórum flokkum um að rannsaka áhrif háspennulína, spennistöðva og fjarskiptamastra á mannslíkamann hefur verið sam- þykkt á Alþingi. Tillagan byggir á fjölda erlendra rannsókna sem leiða líkur að því að hvers kyns rafsegul- svið geti haft alvarleg áhrif á heilsu og/eða líðan fólks og valdi jafnvel krabbameini. I greinargerð með tillögunni seg- ir að opinber bresk stofnun hafi við- urkennt að tengsl geti verið milli krabbameinstilfella og háspennu- lína. Fleiri rannsóknir greina frá því að börn sem búa við há gildi raf- segulsviðs eigi frekar á hættu að fá hvítblæði en börn sem ekki búa við slík skilyrði. Áhyggjur af rafmengun geta náð allt frá háspennulínum að heimilis- tækjum sem valda svokallaðri yflr- tíðnibjögun, eða brenglun inn á raf- magnskerfum sem dreifist um raf- magnskerfið milli heimila og fyrir- tækja. Brynjólfur Snorrason, sér- fræðingur á sviði rafmengunar, hef- ur náð undraverðum árangri í lag- færingum á rafmagnskerfum. Áþreifanleg dæmi eru um seiðaeldi þar sem dánarvísitala hríðféll eftir að lagfæringar voru gerðar á raf- magnskerfi og líðan starfsfólksins batnaði, en Brynjólfur hefúr einnig tekið að sér hönnun híbýla Marels í Garðabæ. jontrausti@dv.is fbúðarhverfi á Selfossi Rafmagnsmannvirki eru víða I byggðum, en það er afmörgum talið hættulegt heilsu og liðan fólks.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.