Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2004, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2004, Síða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2004 Fréttir DV Dró lík 13 km Yfirvöld í Virginíufylki í Bandaríkjunum hafa ákært hinn 25 ára gamla Josuel Galdino fyrir manndráp af gáleysi, ölvunarakstur og fleira, eftir að hann ók yfir mann og dró líkið með jeppabifreið sinni 13 km leið. Slysið varð með þeim hætti að ökumaður steig út úr bíl sínum til að athuga hvort það væri sprungið þegar hann varð fyrir jeppa Josuels. Hann ók síðan með líkið umrædda vega- lengd og tilkynnti lögreglu daginn eftir að hann hefði fundið lík fast við bílinn sinn. Hvorld Josuel né far- þegi sem var með honum í för urðu varir við þegar ekið var á manninn. Fagna friðargæslu Uppreisnarmenn á Haítí óku inn í höfuðborgina í gær og mættu engri mót- spyrnu. Þeim var aftur á móti fagnað af hundruðum íbúa sem hrópuðu nafn uppreisnarleiðtogans Guys Philippe en Jean-Bertrand Aristide forseti flúði land á sunnudag. Leiðtogi upp- reisnarmannanna sagðist í gær fagna komu erlendra friðargæsluliða til Haítí en bandarískir og franskir her- menn búa sig nú undir að vernda mikilvæga staði í höfuðborginni. Synir Sadd- ams á lífi Eiginkona Saddams Hussein, Sajeda Khairallah Telfah, segist sannfærð um að synir forsetans fyrrver- andi, Uday og Qusay, séu enn á lífi og að myndir sem Bandaríkjaher birti af líkum þeirra haft verið fölsun. Þetta kemur fram í fréttum arabíska dagblaðsins al- Quds sem gefið er út í Bret- landi. Hallbjörn Hjartarson tónlistarmaöurá Skagaströnd „Hér er allt með kyrrum kjör- um og rólegtyfir að líta í bæn- um. Þorrablótsvertíðin er að baki og hversdagurinn tekinn við. Það er ágætt að eiga ró- Landsíminn lega tíð yfir vetrarmánuðina og svo verður kannski meira fjör með vorinu. Ég held að heimamenn hafi það almennt gott og menn eru sáttir við sitt. Ég er sjálfur ekki með neitt á dagskránni en efég spila fyrir iandsmenn þá verður það bara að koma öllum að óvör- um, eins og alltaf." Dómsmálaráðherra boðar stækkun vopnaðrar sérsveitar lögreglunnar til að verjast hryðjuverkum Vopnuð íslensk sérsveit Vísir nð íslenskum her Víkingasveitin að störfum Sérsveit iögregiunnar sam- anstendur af21 lögreglumanni í dag. Á næstu árum er áform- aö að fjölga i sveitinni þannig að fullmönnuð innihaldi hún 50 menn. Þetta mun kosta um 250 milljónir á ári. Björn Bjarnason dómsmájaráðherra tilkynnti . það á blaðamannafundi í gær að á næstu árum yrði sérsveit lögreglunnar efld og stækkuð til að mæta hryðjuverkaógninni og aukinni hörku af- brotamanna. Til stendur að fjölga meðlimum sér- sveitarinnar, sem í daglegu tali er kölluð Víkinga- sveitin, úr 21 í 50, og um leið að auka hlutverk hennar í löggæslustörfum. Vísir að íslenskum her Dómsmálaráðherra hefur verið tíðrætt um ís- lenskan her að undanförnu og með eflingu Vík- ingasveitarinnar má segja að honum hafl orðið að ósk sinni upp að einhverju marki. Sérsveitin mun hafa það í sínum verkahring að þjálfa aðra lög- reglumenn, hún mun hafa aðgang að þyrlum Landhelgisgæslunnar og sjá um flugvernd, sigl- ingavernd og friðargæslu ef þannig ber undir. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstrihreyf- ingarinnar - græns framboðs, segir ástæðu til að ræða þetta mál á opinn og lýðræðislegan hátt áður en aðhafst verður frekar í málinu. „Öryggi þjóðar á að efla með forvörnum en ekki hervörnum. Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra hefur löngum verið hallur undir síðari kost- inn og viljað koma á fót íslenskum her. Er þar með kominn vísir að slíku fyrirbæri og þá er ástæða til að hafa af því nokkrar áhyggjur. Hins vegar er brýnt að fá um þetta opna lýðræðislega umræðu áður en frekari skref eru stigin,“ segir Ögmundur Jónasson. Aukin harka afbrotamanna Samkvæmt breytingunum verður sérsveitar- mönnum fjölgað á næstu árum úr 21 í 50 auk þess sem sveitin verður frá og með gærdeginum stoð- deild undir forsjá embættis ríkislögreglustjóra. Sérsveitarmenn heyra því ekki lengur undir lög- regluna í Reykjavík heldur nkislögreglustjóra. Fram kom í máli Björn Bjarnasonar í gær að til- gangurinn með þessum breytingum væri að efla löggæslu í landinu, stuðla að auknu öryggi lög- reglunnar sjálfrar sem og almennra borgara. „Er þar með kominn vísir að íslenskum her og þá er ástæða til að hafa afþví nokkrar áhyggjur." Magnús Þór Hafsteins- son Óffosf að vopnaburður lögreglu muni leiða til auk- ins vopnaburðar afbrota- manna. Ögmundur Jónasson Þingmaður Vinstri-grænna telur efiingu sérsveitarinnar vera visi að islenskum her og viitopna lýðræðislega um- ræðu áður en farið verður lengra með málið. Björn sagði jafnframt að lögreglan yrði að vera undir það búin að bregðast við hryðjuverkum og aukinni hörku afbrotamanna. Sérsveitarmenn munu þrátt fyrir breytingarn- ar halda áfram að sinna almennum löggæslu- störfum um land allt samhliða sérsveitarverkefn- um. Stefnt er að því að ákveðinn hluti sérsveitar- innar verði alltaf viðbúinn með stuttum fyrirvara á höfuðborgarsvæðinu og að það raski ekki öðr- um störfum lögreglunnar. Grípa afbrotamenn til vopna? Löggæslumál hafa lengi verið til umræðu og hafa þær raddir verið hvað háværastar að efla þurfi löggæslu á höfúðborgarsvæðinu - t.d. í mið- bænum um helgar. Því undrast margir að fjár- munum skuli vera varið í þetta verkefni í stað þess að efla almenna löggæslu. Kostnaðurinn við fjölg- un sérsveitarmanna er umtalsverður en gert er ráð fyrir að rekstur sveitarinnar muni koma til með að kosta 250 milljónir króna á ári þegar hún verður fúllmönnuð. Af þessu hefur Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, nokkrar áhyggjur auk þess sem hann óttast auk- inn vopnaburð afbrotamanna samhliða vopna- burði lögreglu. „Mér óar við kostnaðinum, þetta eru 250 millj- ónir á ári, á fjórum árum heill milljarður. Fimm milljónir lcróna fara í hvern sérsveitarmann á ári. Ég held það mætti verja peningunum betur en þetta ef menn ætla að berjast gegn harðnandi glæpum. Annað sem ég vara við er að vopnuð lög- regla eykur hættuna á því að afbrotamenn grípi líka til vopna."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.