Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2004, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2004, Side 13
13V Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2004 13 Framakonur halla sérað flöskunni Konur sem gegna starfi yfirmanna eru þrisvar sinn- um líklegri til að eiga við drykkjuvandamál að stríða en konur sem eru lægra settar. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar breskr- ar rannsóknar en þar segir meðal annars að drykkju- vandi kvenna sé mun tengdari starfsframa þeirra en hjá körlum. Því hærra settar sem konur eru því meiri lfkur á að þær missi stjórn á áfengisdrykkjunni. Forsvarsmenn rannsóknar- innar segja eina ástæðuna þá að háttsettar konur þurfi gjarnan að sitja kvöldfundi með karlmönnum og noti áfengið til að slaka á spennu. Karlar virðast hins vegar frekar halla sér að flöskunni ef þeir eru í starfi þar sem ekki er kostur á stöðuhækkun. Mel Gibson fyrirgefur „£g fyrirgef og reyni að hafa kærleikann að leiðar- ljósi, rétt eins og myndin snýst um,“ segir Mel Gib- son um gagnrýnendur hinnar umdeildu myndar, The Passion of the Christ. Gibson hefur verið sak- aður um dreifingu á gyð- ingahatri með framleiðslu myndarinnar og er allt ann- að en sáttur við gagnrýn- ina. „Af hverju er ég ekki látinn í friði þegar mun blóðugri og ógeðfelldari myndir eru í gangi," segir Gibson og tekur dæmi um kvikmyndina Kill Bill eftir Quentin Tarantino. Þrátt fyrir að vera helsta grínefni vestan hafs stefnir myndin í að sprengja öfi aðsóknar- met. Tólf áraíDNA- rannsókn Tólf ára breskur piltur hefur verið látinn sæta DNA-rannsókn vegna þess að hann stakkjafnöldru sína með gaffli á leikvelli í Leeds. Pilturinn kveðst hafa stungið stúlkuna vegna þess að hún hellti jógúrti yfir hann. Stúlkunni varð ekki meint af en lögreglan lítur árásina alvarlegum augum. Vegna ungs aldurs drengsins verður honum ekki refsað - en atvikið ásamt DNA-sýninu mun fylgja honum alla tíð. Réttarhöld eru loks hafin yfir Marc Dutroux sem gefið er að sök að hafa rænt, nauðgað og myrt fjórar stúlkur. Óhætt er að segja að maðurinn sé mest hataði maður Belgíu og þurfti hvorki meira né minna en 300 vopnaða lögreglumenn til að halda uppi lögum og reglu fyrir utan dómshúsið í gær. Krefjast dauoarefsingar yfir barnaníöiagi Réttarhöld yfir einum alræmdasta glæpamanni Belgíu, Marc Dutroux, hófust í borginni Arlon í gær. Sjö ár eru síðan Dutroux var handtekinn og honum gefið að sök að hafa rænt og misþyrmt sex stúlkum auk þess að myrða fjórar þeirra. Tvær stúlkn- anna, báðar átta ára, dóu úr hungri og vosbúð í kjallaraholu í húsi Dutroux. Gríðarleg öryggisgæsla var jafnt fyrir utan sem inni í dómshúsinu í gær. Þrjú hundruð vopnaðir lög- reglumenn gættu hússins og einkum þess að sakborningurinn næði ekki að flýja. Honum tókst nefnilega að flýja árið 1998 þegar hann yfirbugaði öryggisvörð í sama dómshúsi. Hann náðist hins vegar eftir aðeins þriggja stunda flótta. Dutroux sat fyrir innan skothelt gler þegar hann greindi réttinum frá nafni sínu og stöðu í gær. Hann mun ekki bera vitni í málinu fyrr en á morgun. Hann hefur þegar viður- kennt að hafa rænt stúlkunum og haldið þeim nauðugum. Hann neitar hins vegar að hafa myrt þær. Framdi glæpina á reynslu- lausn Dutroux, sem er 47 ára rafvirki, er ekki að koma fyrir rétt í fyrsta sinn. Hann var dæmdur um miðjan ní- unda áratuginn fyrir mannrán og morð á ungum stúlkum. Hann fékk reynslulausn þremur árum síðar og tók þá upp fyrri hætti; rændi og mis- þyrmdi ungum stúlkum. Hann var handtekinn á ný árið 1996 og hefur setið íyarðhaldi síðan. Þegar upp komst að Dutroux hefði verið handtekinn í annað sinn fyrir að níðast á stúlkubörnum varð allt vitlaust i Belgíu. Hundruð þúsunda manna mótmæltu vinnubrögðum lögreglunnar og í kjölfarið fór nefnd á vegum þingsins yfir málið. Ástæða þess að rannsókn lögreglu dróst úr Foreldrar Betty og Paul Marchal, foreldrar eins fórnarlambanna, fylgdust með fyrsta degi réttarhaldanna. hömlu var einkum sú að lögregla vildi kanna til hlítar hvort Dutroux tilheyrði hring barnaníðinga. Æstur múgur beið komu Dutroux til dóms- hússins í gærmorgun og hrópaði ókvæðisorð að honum. Lögregla handtók mann í gær sem hafði reist gálga fyrir utan dómshúsið. Fólk krafðist dauðarefsingar yfir Dutroux jafnvel þótt slíkar refsingar séu ekki við lýði í landinu. Réttarhöldin kosta 300 millj- ónir Saksóknari heldur því fram að hann hafi notið aðstoðar konu sinn- ar, Michelle Martin, og tveggja ann- arra karlmanna. Þremenningarnir hafa verið ákærðir fyrir mannrán, eit- urlyfjaeign og samsæri. Gert er ráð fyrir að réttarhöldin yfir Dutroux standi næstu þrjá mán- uði og kosti ekki undir 300 milljónum króna. Marc Dutroux Mest hataði maður Belgíu kemur fyrir rétt i gær. Dutroux er gefið að sök að hafa með grimmilegum hætti rænt, nauðg- að og myrt ungar stúlkur. Grandi með útsölu á frystum fiski: Ýsa á kostnaðarverði rokseldist Mikill handagangur var í öskj- unni hjá Granda um helgina þegar fyrirtækið seldi kílóið af ýsu á 200 krónur. Svavar Svavarsson framleiðslu- stjóri sagði ánægjulegt að sjá hve margt ungt fólk hafi komið og keypt í soðið en flestir voru á ýsualdrinum eins og hann kallaði það, yfir fimm- tugt og upp úr. „Við höfum haft grun um það lengi að unga fólkið væri lít- ið fyrir fiskinn en samkvæmt niður- stöðum úr könnun manneldisráðs fyrir skömmu kom í ljós að fiskneysla þjóðarinnar hefur dregist saman um 30% síðan 1990. Neysla okkar er komin niður í sama magn og hjá öðrum Evrópuþjóðum en vorum fyrir ekki svo löngu meðal þeirra efstu," segir Svavar og þess vegna hafi þeim þótt við hæfi að kynna ýsuna með þessum hætti. Svavar segir að eldra fólkið hafi haldið tryggð við fiskinn og á því sé ekk- ert lát. Hann viðurkennir að fiskurinn hafi verið of dýr og játar að verðið hafi ekki síst átt SOK a pvi. svavar Svavarsson „Menn hafa Framleiðslustjóri valið annan mat í staðinn fyrir fisk, eins og kjúkling, auk þess sem frjáls verð- myndun hefur haft eitthvað með þennan samdrátt að gera. Við vild- um því leggja okkar af mörkum og það var því sérstaklega ánægjulegt að hitta allt þetta fólk serú kom og keypti ýsu á kostnaðarverði um helgina en það fóru á sex klukku- stundum 65 tonn.“ Það var handagangur í öskjunni á ýsudögum Granda Unga fólkið hefurdregið úr fiskneyslu og vildi Grandi bæta úr því með því að bjóða upp á ýsudaga og seldi kilóið á 200 krónur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.