Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2004, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2004, Qupperneq 15
J3V Fréttír ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2004 15 Stal léttbjór í blómabúð Brotist var inn í Blóma- húsið við Hafnarstræti á Akureyri á laugardags- morguninn og fór þjófa- varnakerfi hússins í gang af þeim sökum. Öryggisvörð- ur og lögregla komu á stað- inn skömmu síðar en þá var þjófurinn á bak og burt. Ekki hafði hann náð að stela öðru en nokkrum flöskum af Víking léttbjór. Samkvæmt upplýsing- um frá lögreglunni á Akur- eyri var helgin í bænum að öðru leyti róleg og tíðinda- lítil. Tvær minniháttar lík- amsárásir komu til kasta lögreglu og eitt minniháttar fíkniefnamál. Grátbað um hjálp Maxine Carr varð fyrir al- varlegri líkamsárás í Hollo- way-fangelsinu um helgina. Samfángi Maxine réðst að henni og lét höggin dynja í nokkra stund. Maxine hrópaði á hjálp og náðu fangaverðir að losa árásarkonuna af henni. Maxine verður sleppt úr fangelsi í vor en fyrrum unnusti hennar, Ian Hundey, var dæmdur í lífstíðarfang- elsi fyrir morðin á skólastúlk- unum Jessicu Chapman og Holly Wells. Henni hefur ver- ið boðið að flytja til Ástralíu þegar afplánun lýkur og hefja þar nýtt líf undir nýju nafni. Hún hefur ekki tekið boðinu enn sem komið er. Svissneski flugumferðarstjórinn sem var myrtur í síðustu viku hét Peter Nielsen. Morðinginn átti ættingja sem fórust í flugslysi sem margir vildu meina að Peter Nielsen bæri ábyrgð á. Einn maður hefur verið handtekinn í tengslum við morðið, Rússi að nafni Alexander Savtsjúk, sem missti konu og tvö börn í slysinu. Hefndarmorð á flugumferðarsQóra Hann gafannarri vélinni, rússneskri Tu-154 farþega- flugvél, viðvörun um árekstur - að- eins 44 sekúndum áður en hún flaug beint á Boeing 757 flutningavél. Morðið á svissneskum flugumferðarstjóra í síðustu viku vakti mikinn óhug. Einn maður hefur verið handtekinn í tengslum við morðið, sem var framið á heimili flugumferðarstjórans í nágrenni við flugvöllinn í Zúrich. Flugumferðarstjórinn, sem danskir fjölmiðlar hafa sagt heita Peter Nielsen, var einn á vakt þann 1. júlí 2002 þegar hræðilegt flugslys átti sér stað. Yfir sjötíu manns fórust, þar á meðal 44 skólabörn frá Bashkortostan í Rússlandi. Hræðilegt flugslys f kjölfar slyssins vildu margir kenna Peter Niel- sen, 36 ára flugumferðarstjóra, um hvernig fór. Hann gaf annarri vélinni, rússneskri Tu-154 far- þegaflugvél, viðvörun um árekstur aðeins 44 sek- úndum áður en hún flaug beint á Boeing 757 flutningavél. Við rannsókn á slysinu kom einnig fram að Peter Nielsen hafi sagt flugstjóra rússnesku vélar- innar að lækka flugið þegar stefndi í árekstur - þrátt fyrir að innbyggður árekstravari flugvélar- innar hafi mælt með hækkun. Flugstjórinn fylgdi leiðbeiningum Peters Niel- sen og þotan skall beint á Boeing-vélinni, sem Georges Dulex, yfirmaður lögreglunnar í Zurich Til- kynnti á blaðamannafundi að morðinginn hefði átt ættingja sem fórust I slysinu. einnig var að lækka flugið eins og árekstravari hennar hafði sagt flugstjóranum að gera. Hefndarmorð Lögregluna í Sviss grunaði því strax að hér væri um hefndarmorð að ræða. í tilkynningu sem barst fjölmiðlum á fimmtudaginn í síðustu viku kom fram að 48 ára gamall maður, sem átti konu og tvö börn sem fórust í slysinu, hefði verið handtekinn í tengslum við morðið. Lögreglan í Sviss hefur neitað að gefa upp nafn eða þjóðerni mannsins. í frétt Associated Press af atburðinum kemur hins vegar fram að morðinginn sé hugsan- lega maður að nafni Alexander Savtsjúk. Hann hafi misst fjölskyldu sína í slysinu - Vladislav sem var tólf ára, Veroniku sem var ári eldri og konu sína Irinu. Stakk hann með hnífi Yfirmaður lögreglunnar í Zúrich, George Dulex, segir að hinn grunaði hafi verið handtek- inn seint á sfðasta miðvikudagskvöld á móteli skammt frá morðstaðnum. Dulex telur að hinn grunaði hafi komið til Sviss þann 18. febrúar, sex dögum áður en morðið var framið. Hann hafi átt stutt spjall við Peter Nielsen á veröndinni við heimili Nielsens en svo stungið hann skyndilega með löngum hnífi. Fjöldi manns sem missti fjölskyldur og vini í flugslysinu árið 2002 segir að nú sé réttlætinu full- nægt. Kona Peters Nielsen varð vitni að morðinu og segir hún árásarmanninn hafa flúið af vett- vangi. Flugumferðarstjórinn dó á staðnum. simon@dv.is ERT PU Á LEIÐINNI TIL VEGAS? 2 EYSPEARS ÞÚ 0 G VINIR VEGAS dregið 3. MARS -i- noo Á hverjum virkum degi er einn heppinn þáttakandi dreginn út hjá Svala á FM 957 og fær hann flugmiða til London fyrir 2 með lcelandair. Á morgun, 3.mars, dregur Svali út aðalvinninginn í beinni á fm 957 sem er ferð fyrir 3 til Las Vegas, svíta á MGM hótelinu, miðar á Britney Spears tónleika og 1000 dollarar í eyðslufé. Með hverri þáttöku eykur þú líkurnar á því að sjá Britney Spears. þú gætir verið á leiðinni í lúxusferð AS VEGAS að sjá BRITNEYSPEARS! FULLT AF AUKAVINNINGUM!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.