Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2004, Qupperneq 18
7 8 ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2004
Sport UV
DV Sport
ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2004 7 9
Páll Axel með
38 stig
Páll Axel Vilbergsson (sjá
mynd) átti frábæran leik
með liði Grindavíkur
sem bar sigurorð af
ÍR, 88-69, í
Seljaskóla. Páll Axel
skoraði 38 stig og tók
9 fráköst fyrir
Grindavíkinga sem
gerðu út um leikinn í
fyrsta leikhluta en
þeir leiddu, 29-14, eftir
hann. Darrell Lewsi og
Jackie Rogers skoruðu 16
stig hvor fyrir Grindavík.
Eugene Christopher og
Ólafur Þórisson skoruðu 15
stig hvor fyrir ÍR og Ómar
Öm Sævarsson skoraði 10
stig og tók 10 fráköst.
Lauflétt hjá
Njarðvíkingum
Njarðvíkingar unnu
laufléttan sigur á KFÍ,
125-81, í Njarðvík á sunnu-
daginn. Njarðvík-
ingar höfðu mikla
yfirburði allan
tímann eins og
tölurnar gefa til
kynna. Brandon
Woudstra (sjá
mynd) var stiga-
hæsturhjáNjarð-
vík með 25 stig,
Páll Kristinsson
skoraði 24 stig og tók 10
fráköst og Brenton
Birmingham skoraði 18
stig. Troy Wiley var
stigahæstur hjá KFÍ með 28
stig og 18 fráköst og
Bethuel Fletcher skoraði 18
stig og gaf 9 stoðsendingar.
Blikar féltu ■'
Smáranum
Breiðablik féll í 1. deild á
sunnudaginn þegar þeir
biðu lægri hlut fyrir Tinda-
stóli, 89-74, í Smáranum í
Kópavogi. Breiðablik leiddi
lengst af en Tindastóls-
menn gerðu út
um leikinn með
frábærum fjórða
leikhluta. Kyle
Williams var
stigahæstur hjá
Breiðabliki með
19 stig, Uro
Pilipovic og
Loftur Einarsson
skoruðu 13 stig
hvor. Nick Boyd
skoraði 26 stig fyrir Tinda-
stól og tók 15 fráköst,
Clifton Cook (sjá mynd)
skoraði 19 stig og Axel
Kárason skoraði 10 stig.
KR tap í
Hveragerði
KR-ingar biðu iægri hlut
fyrir Hamarsmönnum,
78-75, í Hveragerði í Inter-
sportdeildinni í körfuknatt-
leik á sunnudaginn.
Hamarsmenn höfðu
yfirhöndina nær
allan leikinn en
þó var jafnt eftir
þriðja leikhluta,
58-58. Sigurinn
nægði þó ekki
fyrir Hamars-
menn til að
komast upp fyrir
KR-inga því að til
þess hefðu þeir
þurft að vinna leikinn með
níu stigum. Chris Dade (sjá
mynd) var stigahæstur hjá
Hamri með 19 stig og
Marvin Valdimarsson var
með 15 stig. Baldur
Ólafsson skoraði 19 stig
fyrir KR en Elvin Mims, nýi
Kaninn hjá KR, var aðeins
með 4 stig á 15 mínútum.
7 ) Hófferilinn með Stjörnunni
þar sem hann lék 27 leiki í efstu
deild og skoraði þrjú mörk á
árunum 1996-2000.
2) Gekk til liðs við norska
félagið Stromsgodset haustið
2000 og lék með liðinu í
úrvalsdeildinni árið 2001. Hann
lék 15 leiki með liðinu í deildinni
og skoraði tvö mörk.
3) Gekk til liðs við KR í
ársbyrjun 2002 og varð
íslandmeistari með liðinu bæði
árin 2002 og 2003. Var einn
albesti leikmaður íslandsmótsins
bæði árin og lék sína tvo fyrstu
A-landsleiki fyrir íslands hönd
árið 2002. Hann skoraði fjórtán
mörk í þrjátíu leikjum fyrir
félagið í efstu deild.
4) Að öllum líkindum á leið til
Stabæk í mars 2004.
KR-ingar eru í vondum málum vegna félagsskipta Veigars Páls Gunnarssonar til Sta-
bæk. Samningur sem þeir gerðu við íjárfesta vegna komu Veigars Páls til íslands á
sínum tíma gerir það að verkum að þeir munu bera skarðan hlut frá borði þegar
farið verður að útdeila greiðslum þeim sem Stabæk er tilbúið til að greiða fyrir
Veigar Pál til að fá hann í sínar raðir.
KR-ingar munu ekki fá eina
einustu krónu fyrir Veigar Pál
Gunnarsson ef hann fer til Stabæk.
Það er reyndar þannig að örlög Veig-
ars Páls eru ekki í höndum KR-inga
heldur í höndum fjárfestingarfélags,
Urania Trade Ltd., sem staðsett er á
Kýpur, en félagið sá um að losa Veig-
ar Pál undan samningi við norska
félagið Stromsgodset í ársbyrjun
2002.
Enginn vildi borga
Veigar Páll Gunnarsson hélt til
Noregs haustið 2000 og skrifaði
undir þriggja ára samning við
úrvalsdeildarliðið Stromsgodset.
Hann átti við meiðsli að stríða fyrsta
tímabilið sitt f Noregi og þegar
tímabilinu lauk og ljóst að Stroms-
godset myndi spila í 1. deildinni
tímabilið eftir þá vildi Veigar Páll
fara frá félaginu og spila á Islandi.
Forráðamenn norska liðsins vildu
hins vegar ólmir halda honum og
sættust á endanum á að það lið sem
Veigar Páll færi í borgaði útlagðan
kostnað upp á 100 þúsund norskar
krónur, um 1,1 milljón íslenskar
krónur.
Ekkert íslenskt félag var tilbúið til
að greiða þessa upphæð en það var
ekki fyrr en þáverandi umboðs-
maður Veigars Páls, Ólafur
Garðarsson, setti sig í samband við
athafnamanninn Baldur Sigurðs-
son, sem búséttur er í Englandi og
var viðriðinn hugsanleg kaup á
enska 2. deildarliðinu Barnsley
síðasta haust, sem hlutirnir fóru að
gerast.
Samningur við KR
Baldur og viðskiptafélagar hans
gerðu samkomulag við KR um að
fjárfestingarfélag þeirra, Urania
Trade Ltd., myndi borga norska
félaginu áðurnefnda upphæð og
eignast þar með leikmanninn.
Samningur á milli fjárfestingar-
félagsins og KR var undirritaður 1.
febrúar 2002 samkvæmt áreiðan-
legum heimildum og í samningnum
kemur skýrt fram hvor aðilanna
hefur rétt á að selja Veigar Pál þegar
til kastanna kemur.
„Við lítum á þetta sem
fjárfestingu og okkar
eina takmark er að
græða pening á þessu
dæmi. Þetta eru bara
viðskipti svo einfalt er
það."
Undirritaður sá þennan sámning
í gær og þar stendur í þriðju grein:
„Komi kauptilboð í leikmanninn
getur fjárfestirinn ákveðið að taka
því burtséð frá íjárhæð þess.
Kaupverðið skiptist þannig að fyrst
fær íjárfestirinn greiddar NOK
100.000. Sfðan skiptast eftir-
stöðvarnar þannig að Stromsgodset
fær 20%, KR fær 20% og fjárfestirinn
60%.... Verði samningur félagsins og
leikmanns framlengdur helst
ofangreint ákvæði óbreytt. Einnig ef
samið er á ný á milli félagsins og
leikmanns."
Tilboð til KR og Baldurs
Stabæk sendi bæði KR og Baldri
Sigurðssyni, hluthafa í Urania Trade
Ltd., tilboð sitt í Veigar Pál í gær og
samkvæmt heimildum DV Sports
hljóðaði það upp á 100 þúsund
norskar krónur, nákvæmlega sömu
upphæð og fjárfestarnir borguðu
fyrir Veigar Pál á sínum tíma til að
losa hann frá Stramsgodset. DV
Sport hefur heimildir fyrir því að
Stabæk hafi vitað af þessu ákvæði f
samningi Veigars Páls þegar síðasta
sumar þegar útsendarar félagsins
komu til íslands til að skoða hann.
Upphæðin þarf því ekki að koma á
óvart því að með henni fær Urania
Trade Ltd., allan útlagðan kostnað
borgaðan en KR situr eftir með sárt
ennið, þar sem tilboð Stabæk
hljóðaði aðeins upp á forgangskröfu
fjárfestingarfélagins og ekki krónu
meir, slyppt og snautt og búið að
missa einn sinn besta mann.
Samkvæmt heimildum DV
Sports þá skrifaði Baldur undir
„Komi kauptHboð í leikmanninn getur fjár-
festirinn ákveðið að taka því burtséð frá
fjárhæð þess. Kaupverðið skiptist þannig að
fyrst fær fjárfestirinn greiddar NOK 100.000.
Síðan skiptast eftirstöðvarnar þannig að
Stromsgodset fær 20%, KR fær 20% og
fjárfestirinn 60%."
tilboðið frá Stabæk í gærdag og því
virðist fátt geta komið í veg fyrir að.
Veigar Páll gangi í raðir Stabæks.
Bara viðskipti
Baldur Sigurðsson sagði í samtali
við DV Sport í gær að það væri á
hreinu að fjárfestingarfélagið hefði
ekki keypt Veigar Pál til að hjálpa
KR. „Við lítum á þetta sem
fjárfestingu og okkar eina takmark
er að græða pening á þessu dæmi.
Þetta eru bara viðskipti svo einfalt er
það,“ sagði Baldur.
DV Sport ræddi við Þorvald
Björnsson, gjaldkera KR-Sports, í
gær en hann vildi lítið tjá sig um
málið að öðru leyti en að félagið
hefði fengið tilboð frá Stabæk og
verið væri að fara yfir hlutina í
rólegheitum. Þorvaldur vildi ekki
svara spurningu undirritaðs þess
efnis hvort það væri ekki rétt að KR
fengi ekki krónu samkvæmt tilboði
Stabæk eða hvort það væri rétt að
fjárfestirinn hefði óskorað vald til að
taka hvaða tilboði sem bærist í
leikmanninn.
Hefðu getað keypt Veigar
Það vekur óneitanlega athygli að
Veigar Páll skuli enn vera eign
fjárfestingarfélagsins Urania Trade
Ltd., tveimur árum eftir að hann var
leystur undan samningi við
Stromsgodset. KR-ingar hafa haft
allan þann tíma til að&aupa hann af
fjárfestingafélaginu en hafa aldrei
sýnt neina tilburði til að kaupa hann
lausan. Afleiðingarnar eru þær,
miðað við þau gögn sem
undirritaður hefur f höndunum, að
Veigar Páll fer frá KR án þess að
félagið fái krónu fyrir.
oskar@dvJs
Síðasti kossinn Veigar
Páll Gunnarsson sést hér
kyssa Islandsmeistara-
bikarinn eftirsigur KR-
inga í fyrra. Þetta verður
liklega siðasti bikarinn
sem hann kyssir fyrir KR-
inga i bili.
DV-mynd Hilmar Þór
Meistarar Leikmenn Snæfells sjást hérmeð deildarmeistarabikarinn eftir sigurinn gegn
Haukum i Stykkishólmi á sunnudaginn. DV-mynd Hari
Tólfti sigurinn í röð
og titillinn í höfn
Rétt áður en Snæfellingar lögðu
grunninn að tíu stiga sigri sínum á
Haukum, virtust þeir vera að missa’
tökin á leiknum. Snæfell leiddi 41-36
í hálfleik en Haukar skoruðu átta stig
í röð og voru komnir með 45-48 for-
ystu í upphafi seinni hálfleiks. Þá
tóku Hólmarar við sér, lokuðu vörn-
inni og unnu næstu fimm mínútur
14-2. Eftir það var aldrei nein spurn-
ing um að deildarmeistaratitillinn
var á leiðinni í fyrsta sinn í Hólminn
og að liðið hafði unnið sinn 12.
deildarleik í röð, 79-69 gegn Hauk-
um. Dondrell Wliitmore fór fyrir
Snæfelli í fyrri hálfleik og skoraði þá
17 af 23 stigum sínum en í seinni
hállfeik var landi hans Edmund Dot-
son í sviðsljósinu í vörn og sókn þar
sem hann skoraði méðal annars 14
af 20 stigum sfnum sfðustu 14 mín-
útur leiksins. Þá skoraði Corey
Dickerson 12 stig og gaf 7 stoðsend-
ingar og Hlynur Bæringsson var
með 8 stig og 12 fráköst. Hjá Hauk-
um skoraði Whitney Robinson 18
stig, Michael Manciel var með 16
stig og 13 fráköst og Sævar Ingi Har-
aldsson skoraði 16 stig.
ooj@dv.is
Kúvending á afstöðu Sepp Blatters, forseta FIFA, til þátttöku
leikmanna í 100 ára afmælisleik sambandsins
Leikmenn missa ekki af bikar-
úrslitaleiknum í Englandi
Nú er orðið ljóst að Frakkar og
Brasili'umenn verða að vera án
margra sinna bestu leikmanna í 100
ára afmælisleik Alþjóðaknatt-
spyrnusambandsins sem fram fer
20. nóvember næstkomandi, ef
ensku liðin Arsenal og Manchester
United komast í úrslitaleik ensku
bikarkeppninnar sem fram fer
tveimur dögum síðar.
Frakkar gætu þurft að horfa á
eftir hálfu landsliði sínu því
leikmenn eins og Thierry Henry,
Robert Pires, Patrick Vieira og
Mikael Silvestre verða væntanlega í
sviðsljósinu líkt og Brasili'umenn-
irnir Gilberto Silva og Kleberson.
Sepp Blatter, forseti FIFA, hafði
áður lýst því yfir að leikmönnum
yrði ekki leyft að sleppa við
landsleikinn þrátt fyrir yflrvofandi
bikarúrslitaleik en nú hefur hann
dregið í land.
„Ég er viss um að við flnnum
lausn á þessu á máli en það er alveg
á hreinu að við munum ekki beita þá
leikmenn sem ekki koma í leikinn
sömu refsingu og Mark Viduka fékk
nýverið. Það verður enginn neyddur
til að spila þennan leik en auðvitað
missir hann allan sjarma ef marga af
bestu leikmönnum liðanna vantar.
Þjálfarar liðanna munu vita þetta
með góðum fyrirvara og geta þá
burgðist við því á þann hátt sem þeir
telja best,“ sagði Blatter.