Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2004, Síða 31
r
DV Síðast en ekki síst
ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2004 3 7
Rúni Júl syngur til móður
sinnar á himnum
„Já, það er að koma plata. Trú-
brotin 13. Þetta er upprisa sem kem-
ur út um páskana," segir Rúnar Júlí-
usson, að margra mati rokkgoð ís-
lands númer eitt.
Hann er að leggja lokahönd á
nýja plötu sem heitir Trúbrotin 13
en hún kemur út 1. apríl. Á plötunni
er að finna lög, ný og gömul -
gospelsöngva. Platan er helguð
móður Rúnars. „Já, ég er trúaður og
er fæddur inn í þannig fjölsk>ddu að
ég hef hlustað á trúarsöngva allt mitt
líf. Móðir mín söng með kirkjukór í
• Þótt skammt sé síðan Björgólfur
Guðmundsson sneri aftur í íslenskt
viðskiptalíf hefur
hann svo sannarlega
látið til sín taka. Eftir
málaferlin og atgang-
inn í kringum Hafskip
sást lítið til hans.
Hann lagðist í útlegð í
Rússlandi þaðan sem
hann sneri klyfjaður Rússagulli. Hér
keypti hann fýrst Landsbankannog
tókst síðan að drepa Kolkxabbann.
Björgólfúr tók yfir Eimskip sem
hafði gert honum
gramt í geði fyrr á
árum og er nú kom-
inn langleiðina að ná
íslandsbanka undir
sig. Þeir sem fylgjast
með honum segja að
hann eigi nú bara eitt
eftir til að sýna þeim sem gerðu
honum lífið leitt hvar Davíð keypti
ölið. Hann ætli því að safna liði og
peningum og kosta forsetaframboð
gegn sínum forna fjanda Ólafi
Ragnari Grímssyni, en enginn talaði
hærra gegn Hafskipi á Alþingi á sín-
um tíma....
• Gríðarleg eftirvænting ríkir nú
meðal leikara, sem nú naga margir
hverjir neglurnar. í
pósti er bréf til
margra þeirra frá
menntamálaráðu-
neytinu þar sem ann-
ars vegar verður sagt
þvert nei við umsókn
þeirra um styrk eða, í
talsvert færri tilvikum, já. Leiklistar-
ráð úthlutar rúmum 40 milljónum
til sjálfstæðra leikhópa og verkefna
en af því hefur þegar verið ráðstaf-
að 11 milljónum til Hafnarfjarðar-
leikhússins. Sótt var um á þriðja
hundrað milljónir þannig að margir
munu sitja eftir með sárt ennið og
hugsa þeim Bimi G. Bjömssyni
hönnuði, Þórdísi Amljótsdóttur
leik- og fréttakonu og Hjálmari
Hjálmarssyni þegjandi þörfina...
• Nokkur urgur er í auglýsingafólki
vegna ákvörðunar dómnefndar
ÍMARK sem ákvað að
auglýsingar Góðs
fólks fyrir VR ættu við
í öllum flokkum en
ekki í almannaheilla-
flokki eins og flestir
innan stéttarinnar
telja að rétt hefði ver-
ið - líkt og tO dæmis allar trygginga-
auglýsingar vom. Skilgreining
ÍMARK sé bjálfaleg í besta falli. VR-
auglýsingarnar hrifsuðu til sfn
þrenn verðlaun til handa Góðu
fólki. Liv Bergþórsdóttir var for-
maður dómnefndar en hún vék
vegna
hagsmuna-|
tengsla
þegar
ákvörðun-
in var tek-
in. Það
kom þá í hlut þeirra
prófessors Guðmundar Odds
Magnússonar hjá Listaháskólanum
og fyrrum eiganda Góðs fólks, Ást-
þórs Jóhannssonar, að ákveða hvað
yrði. Þeir hinir gagnrýnustu sega
augljóst að þar fari tveir vilhaflir
Góðu fólki...
45 ár. Hún var ekkert mikið fyrir að
ég væri í þessu rokkstandi, hafði
horn í síðu slíks lífernis eins og
reyndar sú kynslóð að mestu. En ég
helga henni plötuna, syng til móður
minnar á himnum. Ég er að reyna að
ná sambandi við hana í himnarík-
inu.‘‘
Á Trúbrotunum 13 verður að
finna lög á borð við „Ég flýg burt“,
„Er mamma söng“, „Að e0ífú“,
„Hunangsilmur" og „Ekkert jafnast á
við Jesús". Að auki verður að finna á
plötunni upptöku frá árinu 1951, en
þá tók afi Rúnars upp söng hans „Ó,
Jesú bróðir besti“. „Sá söngur endar
einmitt á orðunum: Og góðan ávöxt
bera. Og það passar því svo hefst
rokkið."
Fjölskylda Rúnars kemur að gerð
plötunnar: Synir hans Baldur og Júl-
íus, mágur hans Þórir Baldursson og
svo syngur Davíð Ólafsson bassa,
því dýpt verður að vera til staðar að
sögn Rúnars.
Hann segist ekkert vera trúaður
nú umfram það sem verið hefur,
þrátt fyrir að senda nú frá sér
trúarplötu. „Bara eins og gengur og
gerist. Ekkert á skeljunum um allar
byggðir." Rúnar segir hæpið að
hann fylgi plötunni eftir líkt og
dæmi'gert má heita. Annars er allt á
fulllu hjá Rúnari, sem rekur eigin
rokksveit auk þess sem Hljómar eru
nú starfandi. „Svo er ég voðalega
spenntur að fylgjast með hvernig
mun ganga með söngleik sem verið
er að æfa núna í Fjölbrautarskóla
Suðurnesja: Hljómar fyrr og síðar.
Það verður eitthvað."
jakob@dv.is
Betrunarvist
Ataksnámskeið fyrir konur og karla
Næstu 8 vikna námskeið hefjast 3. mars næstkomandi
Verð: 15.900
Viltu komast í form fyrir vorið?
- golfið í sumar?
- eða gönguferðina?
Slástu í hóp þeirra fjölmörgu sem náð hafa
góðum árangri hjá okkur undanfarin ár
Frábær tilboð á kortum í Betrunarhúsinu
næstu daga
Árskort á 24.900 kr. stgr. Fullt verð 39.900
6 mán. á 15.500 kr. stgr. Fullt verð 24.900
8.900 kr. stgr. Fullt verð 15.500
3.500 kr. stgr. Fulltverð 6.900
3 mán. á
1 mán. á
Ekki slá heilsunni á frest!
Betrunarhúsið • Garðatorgi 1 • 210 Garðabær • sími: 565 8898 • www.betrunarhusid.is