Akranes - 01.09.1948, Side 8

Akranes - 01.09.1948, Side 8
FJORÐI VITRINGURINN Saga eftir HENRY VAN DYKE SÖREN SÖRENSON þýddi iir ensku. Þið þekkið söguna af vitringunum þrem- ur frá Austurlöndum, er ferðuðust langar leiðir í því skyni að fórna gersemum sínum við jötuna í Retlehem. En hafið þið nokk- um tíma heyrt söguna af hinum vitr- ingnrnn, fjórða vitringnum, sem einnig sá stjörmma renna upp og sem lagði af stað eftir leiðsögn hennar, enda þótt hon- um auðnaðist ekki að komast í nálægð Jesúbarnsins ásamt vinum sínum? Eg ætla þá að segja ykkur söguna um hina sám þrá fjórða pílagrímsins og hvemig henni var hafnað, en sem fann þó fullnægju að lokmn, þrátt fyrir allt; um hið langa far- andlíf hans og þungu sálarraunir; rnn hina löngu leit hans og hið mikla erfiði, er hann varð á sig að leggja til þess að finna þann, sem hann leitaði að, eins og eg heyrði brot af henni í Draumahöllinni, í Musteri mannlegs hjarta. I. Á ríkisstjórnarárum Ágústusar keisara, er Heródes konungur sat að völdum í Jerúsalem, var maður nokkur uppi í borg- inni Ecbatana, er liggur inni á milli hinna persísku fjalla. Nafn hans er Artaban. Hús hans stóð þétt upp við ystu múrana, er umluktu fjárhirslu konungs. Ofan frá þaki húss síns gat hann séð yfir hinar sjöföldu fjöllitu víggirðingar alla leið til hæðarinnar, þar sem sumarbústaður hinna partisku keisara stóð og glitraði eins og gimsteinn í konungskórónu. Umhverfis bústað Artabans var aldin- garður fagur og frjór. Rlómin og aldin- trén, sem í honum spruttu, vökvuðust af fjölda lækja, er mnnu ofan úr hinum bröttu hlíðum Orontesfjallsins, og niður vatnsins blandaðist saman við hið yndis- lega kvak fuglanna og myndaði fagran samhljóm. En allt litskrúð var hulið í hinu milda og ilmþmngna myrkri september- næturinnar og sérhver ómur hafði hljóðn- að í hinu mikla töfraveldi næturkyrrðar- innar, nema niður vatnsins, er líktist hlátri eða gráti undir limum trjánna. hljómfagurri rödd,s em ýmist dillaði af Hátt fyrir ofan trjátoppana sást dauf -ljós- glæta skína út á milli fortjaldanna, er huldu svaldyr efstu stofunnar, þar sem húsráðandi ætlaði að halda ráðstefnu með vinum sínum. Hann stóð í dyrunum til að bjóða vini sína velkomna. Hann var hár maður vexti, dökkin- yfirlitum og nær fertugur að aldri. Augu hans, er vom blíðleg og björt, vom náin undir hinu háa og svipmikla enni, og drættirnir í kringxnn hinar fíngerðu og þunnu varir hans voru bæði harðir og her- mannlegir. Hann hafði enni draumsjóna- mannsins og munn hermannsins og hann var maður, er hafði viðkvæmar tilfinn- ingar en ósveigjanlegan vilja. Hann var einn af þeim mönnum, sem em, hvar og hvenær sem þeir lifa, fæddir til þess að heyja hina innri baráttu og em leitandi alla æfi. Hann var klæddur kyrtli úr hvítu efni, er var hulinn af haglega gerðum silkikufli, og afan á svörtum og flaxandi hárlokkun- um sat uppmjó, hvít húfa, er tveir langir borðar vom festir við. Þannig voru prestar Forn-Persa, hinir svonefndu elddýrkend- ur, ávallt búnir. „Velkominn!“ mælti hann með sínum lága en hljómþýða mólróm við hvern og einn vina sinna, er gengu til stofu. „Vel- kominn, Abus; friður sé með ykkur, Rhodaspes og Tigranes og með yður faðir Abgarus. Verið allir velkomnir vinir. Ná- vist ykkar fyllir heimili þetta gleðiljóma.“ Gestirnir vom níu að tölu. Þeir voru á mjög ólíku aldursskeiði, en þeir vom á- þekkir hver öðmrn að því er snerti rík- mannlegan klæðaburð. Þeir voru búnir fjöllitum silkiklæðum og höfðu stífa, gullna kraga um hálsinn, er gaf til kynna, að þeir voru partiskir aðalsmenn, en á brjóstum sér báru þeir hina vængjuðu gullhringi, sem auðkenna fylgismenn Zoroasters. Þeir settust allir umhverfis lítið, svart altari í öðrum enda stofunnar, sem dá- lítill eldur logaði á. Artaban, er stóð fyrir framan það og veifaði blævæng úr þunn- um tamarindagreinum yfir eldinum, nærði hann á þurrum furuviðargreinum og ilm- sætu viðarsmjöri. Svo tóku þeir að syngja fornan sálm úr Iasna og raddir þeirra fé- laganna runnu saman í eftirfarandi lof- söng til Ahura-Mazda: Vér tignum hinn guðdómlega Anda, alvitran og algóðan, innkringdan heilögum, ódauðlegum mönnum, höfundum gnœgta og gœða. Vér fögnum verkum hans, og lútum sannleika hans og valdi. Vér vegsömum allt, sem er hreint, þvi aðeins það er skapað af lionum. Sannar hugsanir og orð og gjörðir, sem hafa unnið sér hylli, eru studdar af homnn, og þess vegna tignum við hann. Heyr oss, ó, Mazda! Heimkynni þitt er sannleikur og himneskur fögnuður. Losa oss við alla sviksemi og varðveit oss frá illu og allri hneigð til vonzku. Úthelltu ljósi þínu og lífsfögnuði yfir húm vort og hryggð. Skin á garða vora og akra, skín á öll vor störf. Lýstu öllum lýðum, trúuðum og vantrúuðum. Skín þú oss, nú í nótt, skin oss í öllum mætti þímnn. Tak við heilögum kærleikskyndli vorum og lofsöng. Logarnir gerðu ýmist að hækka eða lækka og þeir hnigu og stigu í hljómfalli við sönginn, unz þeir vörpuðu björtum bjarma um alla stofuna, er sýndi hve fag- urt var þar inni, en þó svo einfalt og íburðarlítið. Gólfið var allagt dökkbláum, hvítrák- uðum tigulsteinum og silfurslegnar súlur báru við hina bláu veggi. Hið hvelfda loft var þakið bláum steini og alsett skærum silfurstjömum. Var það á að líta eins og heiðrikur næturhiminn. Ofan úr hinum f jómm hornum loftsins héngu fjögur töfra- hjól úr gulli, er kölluð vom tungur guð- anna. Við austurgaflinn, fyrir aftan alt- arið, stóðu tvær dökkrauðar súlur úr por- fýrsteini. Yfir þær ló þverbiti úr sams konar steintegund og á hann var greypt mynd af vængjuðum bogmanni, er hafði spenntan boga í höndum og ör á streng. Súlnagöngin, er lágu út á þaksvalirnar, vom hulin viðamiklu fortjaldi, er var eins 104 AKRANES

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.