Akranes - 01.09.1948, Page 21
Tvær ólíkar bækur
Nokkuð snemma á árinu, tók bókaútgef-
andi einn i Reykjavík að blása i herlúðra
með miklum bumbuslætti, um að væntan-
leg væri merkileg bók um merkilegt efni.
Getið var bókarheitis og höfundar, og
látið liggja að því, að bók þessi væri ein-
stæð, og mundi leysa mikiun vanda mann-
anna barna.
Fólk er nú orðið ýmsu vant um aug-
lýsingaskrum, að þvi er bækur snertir og
enda ritdóma. Héldu þó ýmsir, að vart
væri hér um að ræða hámark ósvifninnar;
í flestum tilfellum öfugmæli eða öfgar,
miðað við staðreyndir. Bókin átti að heita
Blekking og þekking, og höfundurinn var
prófessor í líffærameinafræði við háskól-
ann. Eftir boðuninni, mun bókin hafa
fæðst, sem næst eftir eðlilegan meðgöngu-
tíma. Ef hins vegar var miðað við em-
bættið og svo virðulega stofnun, mun
varla hægt að telja króann fullburða.
Ekki mun hann heldur varpa neinum
ljóma á mann eða menntabúr þetta í
bráð eða lengd. Menn hafa sjálfsagt bú-
izt við, að bókin fjallaði fremur um blekk-
ing og þekkjng læknavisindanna á um-
liðnum öldum, heldur en að henni væri
ætlað að vera „lokaárás“ á „hrófatildur“
kristinna manna, sem til útkomudags þess-
arar miklu bókar hefur verið kallað:
„Kirkja og kristindómur. Eftir útkomu
þessa „vísindarits“ átti slík stofnun og
stefna svo sem ekki uppreisnarvon. Mikliv
menn erum við Hrólfur minn!!!
Bágl á sú hin æðsta menntastofnun
þjóðarinnar, sem býr við svo bágan kost
kennaraliðs, að senda frá sér slíkt munn-
fleipur sem hér um ræðir. Hér skal ekkert
hneykslast á því, að prófessor í læknavís-
Þegar séð varð að þjóðinni í heild mundi
safnazt einhver auður á stríðstímunum,
var það góðu heilli gert svo að segja með
þegjandi samþykki allra, að veita stríðs-
gróðanum út til allrar þjóðarinnar. í
hækkuðu kaupi, — á hvem hátt, sem
tekið var. — I hækkuðu afurðaverði., til
sjós og lands. 1 hækkuðum tryggingum
vegna stríðshættu o.s.frv.. Þetta var vitan-
lega sanngirni, miðað við yfirstandaridi
stríðstíma, en hlaut þó að skerast á sama
hátt niður á við, eftir þörf liðandi stundar,
þegar stríðsgróðinn þverraði.
Nú vilja allir halda öllu, sem áunnizt
hefur í þessum efnum, og skeyta hvorki
um skömm eða hdiður, sameiginlegar
þarfir eða möguleika, heldur halda verð-
þenslunni uppi og áfram.
Það er áreiðanlega kominn tími til þess
og þjóðarnauðsyn, að taka upp algera
endurskoðun allra kjara og kaups, álagn-
ingar til útsölu og álagningu á innlendar
framleiðsluvörur.
Allir vita, að þetta er orðið alvarlegt átu-
AKRANES
-Tveir ólíkir menn
indum skrifi bók um Guðfræðileg efni, —
til lofs eða lasts. — Það gat verið þakkar-
vert, ef af manndómi var gert og nokkrum
myndarskap. En það var ekki svo vel.
Heldur er hér unnið og framsett með
þeim ódæmum, að það eitt vitnar fullvel
tnn gagns- og getuleysi hans til að skipa
svo virðulegan embættissess sem hann
gerir nú. Því ef málsmeðferð og sannleiks-
ást prófessorsins er í hans vísindagrein
slík, sem hún er framsett i þessari bók, —
um þau efni sem hún fjallar um, — hlýtur
nemendum einhvern tíma að vera sagt og
kennt það sem stangast við nútíma stað-
reyndir, hvað þá að um gæti verið að
ræða vísindalega getspeki langt fram í
tímann. Slik er öll málsmeðferð, að ekki
hæfir manni í slíkri stöðu.
Áform höfundar og aðal kjarni, er að
lýsa hér höfuðsök á hendur kirkju og
kristindómi allra alda. Er maðurinn svo
heimskur að halda, að alda gömul mistök
kirkjunnar geti með öllu,þurkað út gagn-
semi hennar og blessun fýrir vora kynslóð?
En það fer ekki milli mála, hver sé skiln-
ingur höfundar, sem sé þetta: Að kirkja
og kristindómur, sé stefna og stofnun,
sem eigi að vera óalandi, óferjandi og
óxáðandi öllum bjargráðum framtíðar-
innar, sem hún hefói og átt að vera á
undanförnum öldum.
Vitur maður mundi hafa verið nokkuð
hógværaiá. Sæmilega gefinn maður — og
að sama skapi drengur góður, — mundi
unna þeim, er hann ásakar eða ofsækir,
nokkurs sannmælis. Sannmenntaður vís-
indamaður, mundi og fremur hafa borið
niður á akri sinnar eigin vísindagreinar
og jafnað þar nokkrar þúfur við jörð, áður
mein í voru litla þjóðfélagi. Mein, sem
verður að gera að, áður en orðið er um
seinan. Þar verður hver og einn að „pakka
saman“ og láta í minni pokann. Ríkið
á hér marga sök og mikla og þyrfti nauð-
synlega að ganga á undan „til góðs, götuna
fram eftir veg.“ Með hóflausum álögum
hefir ríkið um langa hríð ýtt undir gróða-
fíkn manna og á þann veg kennt þeim
að leita að hvers kyns hliðargötum undan
skatta-gandreið ríkisins. Með þvi hefur
ríkið og ýtt undir alls konar kaupmennsku,
sem það gat ekki höndlað, eða haft að-
gæzlu á. Þetta hefur líka leitt til þess,
að þeir, sem ekki gátu komizt framhjá
skattpíningarkvöm ríkisins, hafa margir
hverjir, um skemmri eða lengri tíma,
hætt að vinna eða framleiða. Tekið sér
hvíld, heldur en „þræla“ bara fyrir ríkið,
sem á síðari ánxm virðist leggja mikið
upp úr þeim fjárhagslega lifsmætti, sem
til ríkisins rennur um „biðsal dauðans,“
og fleiri slíkar lokaleiðir.
Ó.B.B.
en hann dæmdi Guðdómmn alveg úr leik.
Gert gis að Páli postula, og samlanda
sínum, Sigurði Sigvaldasyni, hinum mæt-
asta manni, sem lika var háskólakennari,
þótt ekki væri á Islandi.
Bók þessi er algert vindhögg. Blástur og
spoi'ðaköst þess, sem ekki hefur haft þor
eða þolinmæði hins sanna vísindamanns
til að hlusta á andardrátt allífsins, sem
kotungum jafnt sem konungum hefur
lilotnast á öllum öldum, — og hlotið
visku af — hafi þeir verið nógu hógværir.
Á s. 1. hausti kom út önnur bók, eftir
þjóðkunnan lækni, dr. Árna Árnason. —
Þjóðleiðin til hamingju og heilla. Hún
fjallar eingöngu um vandamál mannlífs-
ins. Þar eru málin rökrædd frá ýmsum
hliðum, af vandvirkni og samviskusemi
manns, sem auðséð er að hefur þraut-
hugsað sitt mál. Gáfaðs xnanns, sem vill
leyfa meðbræðrum símrni að verða að-
njótandi þeixra raka, sem hann hefur afl
að sér um hin duldu rök tilverunnar,
af eigin íhugun og lestri merkra rita. Árni
læknir er sannfærður Guðstrúarmaður.
Þrátt fyrir það ræðir hann þarna, metur
og vegur rök og rökleysur þeirra, sem ekki
trúa, eins og samviskusömum dómara eða
gagnrýnanda ber að gera. Hann leggur
málið ljóst og skilmekilega fyrir lesand
ann, án öfga eða illyrðx um Guð eða
menn. Þannig fær lesandinn hlutlausar
upplýsingar, og tækifæri til eigin álykt
ana, án þess að vera múgsefjaður, með
stórum slagorðum frá einni eða annari
hlið.
Heimurinn er ekki þesslegur, að menn
irnir gangi á Guðs vegum. Það er einmitt
það, sem þá vantar svo mjög, því þá væri
hér öðru vísi umhorfs. Um öll þessi vanda-
mál er þessi bók hollur lestur og góð leið-
beining. Hún mun lengi lifa eftir að hin
stóra bók Dungals er grafin og gleymd.
Bókin er svo gagnmerk, víðfeðm og vis-
indalega samin, að vel gæti hún verið
lærdómsbók við æðri skóla. Það er ólíkur
karakter þessa tveggja höfunda og lífsvið-
horf öll. Er ekki örðugt að átta sig eftir
lestur beggja bókanna, hvorn lækninn
fólk mundi nota að leiðsögu- eða trúnaðar-
manni sínum. Þetta er bók, sem þyrfti að
vera til á hverju heimili og oft um hönd
höfð.
Það er jafn sorglegt að þetta litla þjóð-
félag — skuli eiga i tölu þeirra, sem telja
sig vísindamenn, — höfund að slíku þekk-
ingarleysi og blekkingum, sem Dungal
gerir sig sekan um, eins og það er hins
vegar gleðilegt, að eiga í læknastétt svo
gáfaðan mann, vitran og hógværan, sem
bók dr. Árna ber varanlegt vitni um. —
Mann, sem með þessu litla riti hefur sann-
að, að gæti vel sómt sér i kennarastól við
háskóla.
0. B. B.
117