Akranes - 01.04.1952, Side 32

Akranes - 01.04.1952, Side 32
K. F. U. M. Yfir 40 ár hefur sr. Bjarni verið for- maður í K. F. U. M. Alla þá tíð hefur hann unnið þar mikið starf, auk síns prcstsembættis. Það he'fur verið honvun ánægjulegt starf, af því að það hefur ver- ið árangursríkt, bæði beint og óbeint. Það hefur haft blessunarrik áhrif á líf og lífs- stefnu fjölda einstaklinga, en samhliða hefur starf K. F. U. M. skapað kjarna hins stóra safnaðar. Hér hefur aðeins verið minnzt á störf sr. Bjarna sjálfs, en þess má sannarlega geta. að hann hefur ekki verið einn i starfi. Þar sem kona hans er, 'frú Áslaug Ágústs- dóttir, á hann ekki aðeins framúrskarandi eiginkonu, heldur förunaut, sem vakir yf- ir honum, styður og styrkir i hinu marg- þætta starfi utan kirkju og innan. Frú Áslaug aðstoðar við öll prestsverk á heim- ilinu og oft utan þess með hljóðfæraleik ofl. Skyldi t. d. nokkur prestskona hér á landi hafa mætt við fleiri jarðarfarir en frú Áslaug? Ekki alveg hættur. Eftir að sr. Bjami lét af embætti, fór hann og frú hans fljótlega til Englands, þar sem þau dvöldu nokkurn tima. 1 hvert sinn, sem nýr prestur kom að dómkirkj- unni fór sr. Bjarni til útlanda, til þess að gefa hinum nýju prestum aukin tækifæri til starfs og kynningar með söfnuðinum. Nú mun hann hafa farið þessa utanför sérstaklega til þess að minna á, að hann væri hættur prestsskap, og það væri eðli- legast að sínu starfi væri þar með lokið við venjuleg prestsstörf. Þetta hefur farið allt á annan veg en til var stofnað. Síðan hann kom heim aftur eru nú um f jórir mánuðir, en á þeim tíma hefur hann haldið 20 guðsþjónustur og erindi, eða sem svarar meira en einni á viku. Auk þess fær hann fjölda heimsókna vegna hinna margvíslegu vandamála og er beðinn að koma til margra, sem sálusorg- ari enn í dag. Síra Bjarni vildi helzt setjast í helgan stein, að þvi er tekur til almennra prestverka, eins og „afdönkuð- um“ presti hæfir bezt, en hvemig getur ástsæll prestur og sálusorgari sett slag- brand fyrir þær dyr, sem um tugi ára hafa staðið opnar nótt sem dag í gleði og sorg þúsunda sóknarbarna. En sr. Bjami vonar að þetta fjari fljótlega út. Vegna fyrri kynna og í sambandi við þetta samtal, skilst mér betur en ella, það sem maður einn í Reykjavík sagði við mig fyrir nokkrum árum, er við áttum tal um trú- og kristindómsmál. Hann sagði: „Ef ég ætti nú að velja mér sálusorgara hér í Reykjavík, mundi ég engan fremur velja en sira Bjama.“ Mér þótti þetta þá dá- lítið einkennilegt vegna kynna minna af afstöðu þessa vinar míns til þessara mála Betri ending! Minna vélaslit! Fullkomin atvinnu- og vis- indatækni kom því til leið- ar, að bifreiðaolían SHELL X-100 fullnægir öllum þeim kröfum, sem áður var talið ótækt að gera til nokkurrar smurningsolíu. Hinn vandláti velur SHELL X-100! 68 ■■ ■ ■ -11 AKRANES

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.