Akranes - 01.10.1952, Blaðsíða 2

Akranes - 01.10.1952, Blaðsíða 2
Til fróöleiks og skemmtunar í Ijóðum og lausu máli Leiðrétting. 1 4—6. tbl. þessa árs voru á 2. síðu visur eftir Guðmund Björnsson, Um sláttinn. Fyrri visan var röng, hún á að vera svona: Nú er ei timi að krjúpa á hnjánum né kúra inni á mjúkri sœng, á meðan grasið grænt af ljánum glitrar undir sólarvæng. Lífið. Ævi valt er yndi og kif ei er falt hjá sneiða. Fengið allt að láni er lif lífi skalt með greiða. Lifs er mál að ljúka skál land ei nálægt eygi, á viðsjálan alheims-ál ýtt er sálar-fleyi. Visar þó sá veginn bjó viðis-jó frá grandi: Yfir róinn ævisjó að unaðsfrjóu landi. Jón SigurSsson frá Vindhæli. Vísa. Maður hestur kýr og kind — kannske engin lygi, — ein og sama að sé mynd á ýmsu þroskastigi. Jón SigurSsson frá Vindhæli. Aflaskýrsla frá 1881. Hér fer á eftir gamalt hreppstjórabréf frá 1881, þar sem lagt hefur verið fyrir hreppstjórana að gera grein fyrir þessu í sinu umdæmi. Bréfið gef- ur ýmsar merkilegar upplýsingar um sjósókn og aflaföng á umræddu ári, og þvi er það birt hér. Samkvæmt áskorun yðar herra sýslumaður, í bréfi til min dagsettu g. þ. m. hef ég með tals- verðri eftirgrennslan og mikilli fyrirhöfn, leyt- azt við að semja svo rétta skýrslu sem mér er unt um útveg og afla hér á Akranesi á síðast- liðinni vetrar- og vorvertið, og vil ég fyrirfram geta þess að úrlausnin á 1. og 2. spumingu getur ekki fyrir víst orðið bókstaflega svarað, því þó vetrar vertiðin byrji hér á Akranesi vanalega með marz mánuði, eru nýir sjúómenn úr sveit- inni einatt að bætast við og flestir um sumar- málin þegar almennt byrja báta-róðrar; en vor- vertíðin er minni breytingum undirorpin. Svarið til 3ja pósts getur ekki orðið nákvæmt, þvi þar til vantar öll áhöld og nauðsynlegan undirbúning; sömuleiðis til 4ja pósts, getur svarið ekki verið annað en áætlun byggð á þeirri úr- lausn sem ég hef gefið við 3ja póst. Þess skal líka getið, að útvegur á Akranesi, einkum báta- fjöldi, var í flesta lagi á nefndum vertíðum i ár, og að aflinn einkum þorákafli var í mesta lagi á vorvertiðinni. ilO Úrlausnin verður þannig: Til 1. og 2. pósts: 5 áttæringar .................. með 7 til 9 menn 22 sexæringar .................. — 5 til 7 menn 10 fjögramannaför .............. — 4,5 menn 50 bátar ....................... — 2,3 menn eftir sumarmál. Alls 350 menn Með vorvertiðinni (12. mai) munu áttæring- amir hafa hætt, en bátamir fjölgað að því skapi eða freklega það, þvi 400 menn munu hafa gengið til sjós um vorvertíðina. Til 3. pósts: 250,000 fiskar af öllu tagi. Til 4. pósts: 50,000 krónur, meðtalin lifur og raski. TiL 5. pósts: öllum afla úr hverjum róðri er strax skipt þeg- ar á land er komið, þannig: að hver 8æringur, öæringur og 4mannaför taka 2 hluti á móts við hvern einn mann sem fær 1 hlut, hvort hann er formaður eða háseti, utan unglingar sem fá ým- ist hálfan hlut eða hálfdrætti; hver bátur með 2 eða 3 menn tekur 1 hlut, en nokkrir bátar sem 4 róa taka 1Y2 hlut. Til 6. pósts: Mestur aflinn er saltaður, sumir herða nokkuð af þorski til kaupstaðarvöru, og margir sjómenn úr sveitinni herða ýsuna, en fáir selja fiskinn óverkaðan. Til 7. pósts: Af verkuðum saltfiski og hertum þorski mun hérumbil vera verzlað með % hjá kaupmönnum á Akranesi, en '/3 i Reykjavik eða hjá lausakaup- mönnum úr Reykjavík hér á Lambhúsasundi. öll hert ýsa gengur að eign eða sölum til sveitabænda, og mikið fer til neyzlu á Akranesinu sjálfu, bæði af verkuðum og óverkuðum fiski. Akraneshrepp h. 30. júli i88t Hallgr. Jónsson Til Herra sýslumanns Guðmundar Pálssonar. Kirkjur og kvennaskóli. Nýlega ferðaðist ég af sérstökum ástæðum um allt Borgarfjarðarhérað. Varð ég undrandi yfir þeirri ástúð og gestrisni, er ég átti alls staðar að mæta. Þótti mér gaman og gott að endurnýja góð og gömul kynni og kynnast nýju fólki á stöku stað. Fyrir þessa ánægjulegu ferð vil ég þakka öllum, sem ég hitti að máli. Mikið þótti mér vænt um að sjá áhuga, fórn- fýsi og dugnað hinnar fámennu kirkjusóknar i Norðtungu, þar sem aðeins 12 bæir 40—50 manns eru búnir að koma nýrri steinkirkju undir þak, og skulda ekki í þvi nema einar 15 þúsund krón- ur. Þetta verður hið myndarlegasta og snotr- asta hús, þegar það er fullgert. Ég hitti mann að máli, sem harmaði það eitt í þessu sambandi, að þeir hefðu ekki byggt kór við kirkjuna líka, eins og forkirkju. Allir hafa gefið mikið til byggingar- innar, m. a. einn maður 15 dagsverk. Einn maður lagði og fram ríflega upphæð til að girða kirkju- garðinn, og einnig til kirkjubyggingarinnar. Það hefur mikilvæga þýðingu gagnvart kirkju- sókn, að kirkjumar séu vistlegar og þeim sé vel við haldið. Þannig hefur prófasturinn sr. Bergur Björnsson orðið þess áþreifanlega var á tveimur kirkjum í sóknum sínum, að þær hafa verið áberandi betur sóttar eftir að gagngerð viðgerð hafði farið fram á þeim. Þá kom ég í Hjarðarholtskirkju, sem er bænda kirkja, og eign Þorvalds bónda Jónssonar þar. Hún hefur nýlega fengið gagngera viðgerð utan og innan og verið máluð hátt og lágt, og er ákaf- lega vel um gengin og hirt. Allt þetta var unun að sjá, og finna þá óvenjulegu ræktarsemi, sem þama er sýnd þessum tveimur áminnstu Guðshús- um. Þetta ber vott um trausta menningu, sem er lifakkeri hverrar þjóðar. Ég kom lika í kvennaskólann á Varmalandi og læt ekki hjá líða að minnast á þann glæsilega skóla og umgengni alla, sem er áreiðanlega til fyrirmyndar. Skólastjórinn, frk. Vigdís Jónsdóttir, mun skilja vel sitt hlutverk og ábyrgð í starfi, það mátti vel sjá, þótt ekki væri þar lengi dvalið. Ég þakka fyrir matinn þar, vinsamlegar mót- tökur og áma skólanum allra heilla og blessunar í bráð og lengd. 0. B. B. Sléttuhreppur í eyði. I haust fluttust síðustu fjölskyldumar burt úr Sléttuhreppi í Norður-Isafjarðarsýslu, nema vita- vörðurinn á Homi og skyldulið hans. Árið 1940 voru ibúar Sléttuhrepps 405 og ])á var hann þriðji fjölmennasti hreppur sýslunnar. Árið 1930 var ibúatalan 470, árið 1920 476 og 1910 463. Til lítils hefur verið lagt fé til umbóta i þessum hreppi, eða hefur það verið of lítið? Gaman og alvara Pétur litli hafði lungnakvef og var látinn taka inn meðöl áður en hann fór i rúmið. Mamma hans lagði eyrað við brjóstið á honum og hlustaði stundarkom. Pétur bærði ekki á sér á meðan, en spurði svo á eftir: „Er ég í gangi ennþá?“ Grafari nokkur fann dauðan apa liggjandi á göt- unni fyrir framan húsið sitt og fór ti llögreglunnar og skýrði henni frá því. „Hvað á ég að gera við hræið?“ spurði hann yfirlögregluþjóninn. „Gera við það? Grafa það auðvitað," svaraði hann hlæjandi. „Þú ert þó grafari, er það ekki?“ Grafarinn horfði alvarlega á hann og sagði: „Jú, það er ég, en mér fannst réttara að til- kynna ættingjunum látið fyrst.“ Sumir menn gera sér ekki Ijóst hvað hamingjan er, fyrr en þeir eru giftir — og þá er það of seint. Piparsveinn getur engan ásakað nema sjálfan sig. Forsíðumyndin er frá athafnasvæði Slippfélagsins í Reykjavík. Á efri myndinni sést hið stóra hús félagsins, sem er nokkuð líkt skipi i laginu. Á báðum myndunum sést mikill f jöldi skipa, aðallega hinir stóru togarar. AKRANES i

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.