Akranes - 01.10.1952, Blaðsíða 32

Akranes - 01.10.1952, Blaðsíða 32
AUGLÝSING nr. 3/1952 frá Innflutnings- og gjaldeyrisdeild fjárhagsráðs. Samkvæmt heimild í 3. gr. reglugerðar frá 23. septem- ber 1947, um vöruskömmt- un, takmörkun á sölu, dreif- ingu og afhendingu vara, hefur verið ákveðið að út- hluta nýjum skömmtunar- seðli, er gildi frá 1. október 1952. Nefnist hann „Fjórði skömmtunarseðill 1952“, — prentaður á hvítan pappír, með grænum og brúnum lit. Gildir hann samkvæmt því, sem hér segir: Reitirnir: Smjörlíki 16—20 (báðirmeð taldir) gildi fyrir 500 gr. af smjörlíki, hver reitur. Reitir þessir gilda til og með 31. desember 1952. Reitirnir: SMJÖR gildi hvor um sig fyrir 500 gr. af smjöri (einnig bögglasmjöri). — Reitir þessir gilda til og með 31. desember 1952. Eins og áður hefur verið auglýst, er verðið á böggla- smjöri greitt niður jafnt og mjólkur- og rjómabússmjör. „Fjórði skömmtunarseðill 1952“ afhendist aðeins gegn þvi, að úthlutunarstjórum sé samtímis skilað stofni af „Þriðja skömmtunarseðli 1952“, með árituðu nafni og heimilisfangi, svo og fæð- ingardegi og ári, eins og form hans segir til um. Reykjavík, 30. september 1952. INNFLUTNINGS- OG GJ ALDEYRISDEILD FJÁRHAGSRÁÐS. stærri ílát — brúsa — undir verulegan olíuforða, og þannig eignast olíuna við sem lægstu verði. Það er ekki fyrr en 1919, að fyrsti vís- irinn hefst um byggingu olíugeyma, en það skeði í Vestmannaeyjum. Sá, sem þessar línur ritar, keypti þá i Bretlandi, nægjanlega stóra „tanka“ undir þarfir Eyjamanna af olíu, en innflutningur varð —a. m. k. um sinn — að vera háður inn- innflutningi á tunnum. Svo liðu nokkur ár, og unnið var mark- visst að þvi af hálfu íslendinga að koma á umbótum í þessari verzlunargrein sem öðrum. Og það var 1927, þrátt fyrir mjög harða mótspyrnu innanlands, að komið var upp í Skerjafirði hæfilega stórum geymum til að fullnægja okkar þörfum, og þar með flytja olíuna inn með tank- skipum, en það þýddi milljóna sparnað fyrir landsmenn. En áður var, eins og kunnugt er, landsverzlun undir sósaliskri vernd, sem sá um allan innflutning á olíu. En við þessar aðgerðir lækkaði olían úr 0,42 aurum í 0,28 aura pr. kg., eða um þriðjung, og Landsverzlun hætti smám- saman til mikilla hagsbóta fyrir alla. Þetta er hin rétta lýsing á allri einokun —allra daga, — hvort heldur hún er er- lend eða innlend. Hvert tímabil í sögu landsins hafa átt sína Ara GuSmundssyni, sbr. bls. 316, og hafa ekki ætíð verið nein lömb að leika sér við. Sá, sem þessar linur ritar, þekkir vel slíka „herra“ enn í dag. En sem betur fer hefur Island einnig á hverri tíð átt marga Jóna Eiríkssyni, og á þá enn í dag Ég held ég verði að láta það eftir mér að geta þess, að enn var það Vestmann- eyingurinn — sem kom upp fyrsta litla tankfyrirtækinu, — sem hafði hér forystu, en sumir hinna „vitru“ kölluðu landráð, því að nú væri verið að koma hér upp kafbátahreiðri, og hver veit hvað. En eins og gefur að skilja, gat enginn pólitízkur flokkur eða einstaklingur truflað svo dóm- greind almennings, að hægt væri að lifa á slíkum orðaleik eða öfgum til lengdar. Hér var aðeins rnn að ræða eðlilega þró- im og heilbrigða hugsun, enda var einka- framtakið hér eitt að verki. Eins og gefur að skilja, fetuðu önnur olíufélög í fótspor SheR og síðar risu upp, og það mjög fljótt: Olíufélag Islands, og Hið ísl. Steinolíuhlutafélag með sína olíu- geyma. Þá langar mig til að ljúka þessum orðum með því að minnast enn eins manns, sem allverulega kom við iðnsögu landsins ein- mitt það tímabil, sem höf. ekki hvað sízt skrifar um, það er snillingsins Magnúsar Benjamínssonar, úrsmíðameistara, sem enn í dag hjálpar Reykvíkingum til að ganga með rétta klukku, en hann hefur einn Islendinga smíðað hið fullkomnasta sigurverk. Klukkuna, sem stendur í and- dyri Eimskipafélagshússins, en þaðan ætf.i hún að flytjast mjög bráðlega til varð veizlu á virðulgeri stað. Ég slæ þá botninn í þessar hugleiðing- ar, og bið velvirðingar á „tiltæki“ mínu, enda er „TOSCA“ að renna út úr Sara- gassóhafinu framhjá og gegnum Vestind- isku eyjarnar inn í Carabiska hafið, en þessar eyjar seldu Danir Ameríkumönnum á sinni tíð fyrir 7g milljónir dollara, á þeim árum er Islendingar töldust hluti af Danaveldi, en hver varð okkar hlutur af þessari þá stóru upphæð? Hér leika flugfiskarnir sér í milljónatali í sólskin- inu yfir hinum 25 gráðu heita haffleti og 20 þúsund feta djúpu, og veitir slíkt mikinn unað á að horfa og truflar hug- ann frá að skrifa um liðna tíð, og ef til vill smámuni, samanborið við þessar dásemdir náttúrunnar, sem hér ber fyrir augu. Annars virðist mér að athuganir og við- bætur eigi rétt á sér, því að höf. hefur auðsjánalega ætlast til að bók hans kæmi mörgum fyrir sjónir, sem traust heim- ildarrit um íslenzka þróun, því að hann hefur aflað henni útsölstaða í höfuðborg- um Danmerkur, íslands, Svíþjóðar og Nor- egs, en það hlýtur að benda til þess, að hann hafi búizt við mikilli útbreiðslu hennar. FANGI A JÖLUM. Framhald af 130. síSu. hann á þó nóg af, að ekki sé hægt að skjóta honum ref fyrir rass, en nú skal ég sýna honum það. — Sko —- nei, hel- vítis myrkur er þetta — hana þarna blót- aði ég aftur. Sko í lyklana náði ég — komst að, hvar þeir voru geymdir — enda sjálfsagt, að böðullinn viti um þá og gæti þeirra, þegar sýslumaðurinn sjálfur er ekki heima. — Verður þín ekki saknað — spurði Þórarinn. — Ég sagði þeim, að ég væri farinn — t konunglegur embættismaður sæti ekki lengur að drykkju með vinnufólki, þar sem sjálfur húsbóndinn væri ekki heima. Ráðsmanninn þurfum við ekki að óttast í nótt. Þá eru þeir eftir Jón litlimaður og Geiri Fíi. Við ættum alltaf að ráða nið- urlögum þeirra. Maddaman er sofnuð í ólund — nú og griðkonumar þurfum við varla að óttast. — Hana, þarna ertu laus. — Og mundu hver það er, sem gefur þér frelsi. Það er böðull hans hátignar Frið- riks þriðja konungs Dana, Vinda og Gauta, eða hvað það nú heitir. Þórarinn stökk upp, náði handfestu og AKRANES 140

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.