Akranes - 01.10.1952, Blaðsíða 15

Akranes - 01.10.1952, Blaðsíða 15
Fyrsta sjúkrahúsið hans var hænsna- kofi, sem hann dyttaði upp á. Strax flykkt- ust hinir innfæddu til hans með alla mögu- lega sjúkdóma. Verst var svefnsýkin, sem þúsundir dóu úr á hverju ári, blóðsótt, holdsveiki, kviðslit, hitasár, hjarta- og nýrnasjúkdómar og geðveiki. Skilyrðin voru ákaflega slæm, hann hafði ekki aðra sér til aðstoðar en húsfreyjuna og svartan þjón, sem skildi frönsku en með aðstoð þeirra gerði hann mikla uppskurði. Að meðaltali veitti hann 40 manns læknisað- stoð á dag. Þar eð enginn læknir var nokk- ursstaðar nærri var hans oft leitað úr mikilli fjarlægð og oft varð hann að fara mörg hundruð kílómetra í eykju og á þeim ferðum varð hann fyrir miklum áhrifum af þessu feiknalandi. Þeim áhrif- um hefur hann lýst í bókinni „Meðal fljóta og frumskóga.“ Þeir innfæddu kom- ust fljótt upp á að skoða hann sem bezta viniim sinn og sýna honum mikið traust og virðingu. Þeir halda að hann geti galdr- að eins og einn þeirra komst að orði. „Fyrst sálgar hann þeim sjúku, síðan sker hann þá og loks lífgar hann þá á nýjan leik.“ Á kvöldin er allt kyrrt, biksvört nótt- in hylur höf og lönd, aðeins ymur fljóts- ins og einstaka hljóð úr skógarþykkninu berst að eyrum. En í litla tréhúsinu lækn- isins er ennþá logandi ljós, og allt í einu hljómar hin dásamlega Bachhljómlist út í næturhúmið. Stundirnar við slaghörpuna eru hvíldar- og endurnæringarstundir læknisins. Máttur andans er mikill. Þar sem Schweitzer hóf starf sitt fyrir einum mannsaldri í litlum hænsnakofa stendur nú nýmóðins sjúkrahús, með 400 sjúkra- rúmum. Sjúkrahúsið er byggt fyrir gjafir frá vinum hans í Evrópu og Ameríku. Sænskir vinir gáfu honum ágætan vél- bát, sem heitir „Tack sá mycket,“ og nú hefur hann í þjónustu sinni marga ágæta lækna og hjúkrunarkonur. Sjálfur er hann þó eftir sem áður lífið og sálin í öllu sam- an, hann kann bæði að þjóna og stjóma. Sjálfur teiknaði hann sjúkrahúsið, og hann kann líka að smíða og mála. Aldingarð hef- ur hann kringum sjúkrahúsið til þess að vera ekki alveg á flæðiskeri staddur með sjúklingana ef til hungursneyðar skyldi koma. Hann hefur á sjaldgæfan hátt sam- einað það, sem gömlu dulspekingamir köll- uðu „vita contemplativa og „vita activa.“ Hið innhverfa hugsanalíf og hið úthverfa hagnýta líf. Schweitzer var samt ekki nóg að sinna læknisstörfum, hann varð að hafa áhrif á fólk á annan hátt. Bannið gegn því að prédika gleymdist fljótt og síðan Schweit- zer varð sinn eiginn herra messar hann regVulega. Við skulum nú í huganum heim- sækja frumskógasjúkrahúsið í Lambarene. Það er sunnudagur. Læknirinn hefur lokið stofugangi og skömmu síðar er hringt til akranes guðsþjónustu á sléttu við fljótið. Fjöldi fólks er kominn um óravegu til að hlusta á hann. Hvitu mennimir syngja einn sálm og síðan talar Schweitzer. Þar eð hinir innfæddu koma frá tveim þjóðflokkum og mál þeirra em eins ólík og danska og þýzka, verður hann að nota tvo túlka. Sjálfur talar hann frönsku. Hann segir fyrst dæmisöguna um skulduga þjóninn og síðan talar hann um hatur og hefnd og hversu nauðsynlegt er að kunna að fyrirgefa. Ræða hans er auðskilin þvi hann skýrir hvert hugtak með dæmum úr dag- lega lífinu. Loks biður hann stutta bæn, sem túlkarnir endurtaka og að allra síð- ustu er spiluð kirkjuhljómlist á grammó- fón. Hann talar alltaf um eitthvert raun- hæft og siðfræðilegt efni og aðaláhrezlan er lögð á að koma fólki í tengsl við and- ann í kenningum Krists. Margir hafa haldið þvi fram, að guðspjallið sé of erf- itt fyrir frumstæðar þjóðir. Schweitzer segir, að þessu sé alls ekki þannig farið, heldur sé það eins og allt, sem nátengt er lífinu sjálfu mjög auðskilið, ekkert sé ljósara en kærleiksboðorð Krists, það skilj- ist á öllum málum þvi í raun og veru blundi það í brjósti hvers einasta manns. Oft og mörgum sinmnn hefur Albert Schweitzer komið til Evrópu til þess, að halda fyrirlestra og kirkjuhljómleika í því augnamiði að útvega fé til starfsem- innar. Þegar hann fékk Goetheverðlaunin árið 1928 notaði hann peningana til þess að byggja stórt og fallegt hús í fæðingar- bæ sínum i Mynsterdal. Þetta hús átti fyrst og fremst að vera hvíldar- og hress- ingarheimili handa læknum og hjúkrunar- konum frumskógarsjúkrahússins, en auk þess fjölmargra vina og velunnara hvarvetna að iir heiminum. Þegar hann dvelur í þessu húsi og á von á gestum tekur hann sjálfur á móti þeim á járn- brautarstöðinni og ekur farangri þeirra heim á handvagni. Allir gestirnir eru eins og ein stór fjölskylda, sumir vinna í garð- imrni, aðrir í eldhúsinu, enn aðrir hjálpa til á skrifstofunni. Staðurinn er einskonar miðstöð fyrir starfið í Afriku. Undir borð- um er Schweitzer dásamlegur gestgjafi, sem miðlar hinum af hinni dæmafáu andagift sinni bæði í gamni og alvöru. Þótt lífsskoðun hans sé mótuð af mikilli svartsýni er hann flestum öðrum fyndn- ari og skemmtilegri. Síðari hluta dags er oft farið í gönguferðir upp til fjalla og þá fer doktorinn með gesti sína til fagurra staða, sem honum eru kunnir allt frá bernsku. Hann gætir þess vel og vandlega að ræða við hvern einasta gest svo eng- um finnist hann vera settur hjá. I rökkrinu spilar Schweitzer oft Bach á kirkjuorgelið í þorpinu en það orgel hefur hann sjálf- ur endurbyggt á sínum tima. Löngu eftir að gestirnir hafa tekið á sig náðir sézt ljós í vinnustofu húsbóndans, hann er þá að undirbúa fyrirlestra eða hljómleika þvi bráðum leggur hann af stað til Englands eða Ameríku. Ef til vill er hann líka að svara bréfum því bréfasam- bönd hans eru fleiri en flestra núlifandi manna. Hér leyfum við okkur að spyrja hinn lærða doktor nokkurra spuminga um lífsskoðun hans og árangurinn af hugs- un hans og lífsreynslu. Með því að til- færa nokkrar setningar úr bókum hans, hugsum við okkur að svarið verði á þessa leið. „Lífið og tilveran öll eru að mínu áliti einn óslitinn leyndardómur. 1 náttúrunni umhverfis okkur sjáum við aðeins afar- mikinn lífsvilja, sem birtist í fæðingum, vexti og loks dauða. Þannig gengnr þetta án afláts. Þessa hringferð kallaði Buddha hjólið. Hér virðist réttur hins sterka ráða. Allt lif lifir af lífi, það er þungbær sann- leikur. Sá kraftur, sem er uppspretta og hinzta höfn alls, sem lifir er skilningi vor- um ofvaxinn. Fegin vildum við trúa að sá kraftur væri hámark réttlætis og kærleika. en hann birtist okkur blindur, kaldur og tilfinningasljór ýmist sem vilji til sköp- rrnar eða eyðileggingar. I þessum heimi standa hið voðalega og dásamlega hlið við hlið, eins hið kvalafulla og ánægjuríka, tilgangslausa og tilgangsrika. Á allan hátt. er og verður maðurinn ráðgáta. En í sál vorri birtist andi heimsins sem etiskur vilji. Vilji til sannleika og kærleika og öll trúarbrögð kenna okkur að þetta ljós í sálinni — það nefnist mismunandi nöfnum — sé eitt og hið sama og hið guð- dómlega. Pascal segir sömu hugsun þann- ig: „Þú myndir ekki leita mín ef þú hefð- ir ekki fundið mig.“ Því meir, sem við finnum til með og unnum öllu lífi, mönn- um, dýrum og plöntum, og þeim mun meira, sem við hlúum að og verndum líf, þeim mun meiri ást og virðingu berum við fyrir því. Þetta leiðir til þess, að okk- ur finnst við vera samrunnin hinum óend- anlega sköpunarvilja, þar sem allt lif er eitt. Að þjóna náunga sínum er sama sem að þjóna guði. Þetta er í nánu sam- ræmi við kenningar Krists, þar sem mest áherzla er lögð á miskunnsemi og kær- leika til náungans, það eru æðstu dyggð- irnar og við að iðka þær komumst við í samband við guð og verðum hans. En vilji menn komast á öruggan grund- völl í ríki sannleikans og kærleikans ligg- tu- leið þeirra gegnum mnburðarlyndi og sjálfsafneitun, menn verða að öðlast innri frið og jafnvægi án tillits til byltinga og umróts á hinum ytra heimi, þar sem allt er undirorpið timans hrörnunartönnum. Aðeins á þennan hátt öðlumst við þann frið, þrótt og gleði, sem til þess þarf að taka lífinu á jákvæðan hátt. Sá, sem vill bjarga lífi sínu skal glata því, en sá, sem glatar því, skal öðlast það. Framhald á nœstu síÖu. 123

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.