Akranes - 01.10.1952, Blaðsíða 30

Akranes - 01.10.1952, Blaðsíða 30
SKÁLDKONAN TJNDÍNA Framhald af 120 sífiu. Vörul|Ap|)4n«tti jSÍB3 Með árinu 1953 gengur í gildi ný skipan um tilhögun happ- drættisins. —★— Vinningum ársins fjölgar úr 4000 í 5000 —★— Samanlögð f járhæð þeirra vex úr kr. l.OlO.OOO.oo í kr. 2.400.000.OO —★— Dregið verður mánaðarlega, í 1. flokki 10. janúar, í öðrum flokkum 5. hvers mánaðar. Skrá um vinninga ársins 1953: 1 vinningur á 150.000,00 ........................... kr. 150.000,00 1 — — 75.000,00 ............................... — 75.000,00 10 vinningar á 50.000,00 — 500.000,00 31 — — 10.000,00 — 310.000,00 49 — — 5.000,00 — 245.000,00 71 — — 2.000,00 —• 142.000,00 102 — — 1.000,00 — 102.000,00 474 — — 500,00 — 237.000,00 4261 — — 150,00 — 639.150,00 5000 vinningar Kr. 2.400.150,00 Kaupverð miðans er 10 kr. sem áður. Endurnýjun 10 kr. —★— Ársmiði 120 krónur. —★— Aðeins heilmiðar útgefnir. Vinningsfjárhæðin fellur því óskert í hlut eiganda. —★— Ársmiði í happdrættinu getur fært eiganda sínum ef fyllsta heppni er með, 725 þúsund krónur, í tekjuskattfrjálsu fé. UMBOÐSMAÐUR HAPPDRÆTTISINS Á AKRANESI ELÍAS GUÐJÓNSSON Vcrzlunin STAÐARFELL vel. Á meðal þess, er nefna mætti í þeirri grein, er ljómandi fallegur sálmur eftii eitt af höfuðskáldum Ameriku á nítjándu öld (J. G. Whittier) og þessi lipru erindi: Hvað gerðirðu’, ástmey, ef að ég um ægi bláan kýs mér veg og bárur skilja okkur að, og ættmenn þínir banna það, að eins og nú þú unnir mér þá ég er horfinn burt frá þér (osfrv., KvœSi, bls. 150). Þið megið ekki ætla, hlustendur mínir, að með því sem ég hef nú sagt og lesið, hafi ég gert Undínu og skáldskap hennar nein skil; til þess að gera svo, þarf miklu meira, og ég hef alls ekki drepið á suma þá þætti í lífi hennar og starfi, sem þó eru mjög frásöguverðir. En ég vil minna ykkur á, að í EimreiSinni 1942 er góð grein um hana eftir aldavin hennar um fimmtíu ára skeið, þann ágæta mann Jóhann Magn- ús Bjarnason, skáldið alkunna, og önnur lengri er í Lesbók MorgunblaSsins 1950. En betra en allt slíkt er það, að nú er um þessar mundir væntanleg vönduð út- gáfa af kvæðum hennar, og þar kynnist þið henni hetur en af frásögn minni eða annarra. Eftir áttatíu ára útlegð er hún loksins að koma heim aftur til ættlands- ins, og hæði er það, að hún er þess mak- leg að ættjörðin taki henm vel, enda er það örugg trú mín, að svo muni hún gera, og að ljóð Undínu og minning hennar muni lengi lifa í landinu, sem hún kvaddi svo nauðug og tregaði svo djúpt, allt til þess er andi hennar var leystur úr fjötrum líkamans. Sjálf var hún, er hún kvaddi heiminn treguð af öllum þeim, er til henn- ar þekktu. Þó að enginn sé minnisvarði á leiðinu hennar, harma ég það ekki svo mjög, því að „í vöggunnar landi skal varð- inn standa,“ og þar hefir hún sjálf reist hann með kvæðunum, sem ykkur gefst nú hráðum kostur að kynnast. Aðrir hafa líka reist henni þá varða, sem Island eitt megnar að varðveita. Gamla sagan hefir endurtekið sig: í íslenzkri örbirgð, úr ljóði á ástfólgnu gröfunum vér oft hlóðum þó merki til minja, og eftir Undínu hefir verið kveðið á móður- máli hennar báðumegin Atlantshafsins. Áður en ég nú býð ykkur góða nótt, skal ég leyfa mér að hafa yfir niðurlagserind- in úr einu þeirra kvæða: Sem skýhnoðrar hverfum við eitt eftir eitt, en Undína’ og Kaldbrynnir lifa, því nafn þeirra’ í söguna var henni veitt svo verður ei afmáð að skrifa (osfrv., KvœSi, xxii—xxiii). 138 AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.