Akranes - 01.10.1952, Blaðsíða 11

Akranes - 01.10.1952, Blaðsíða 11
Helga Baldvinsdóttir. Ekki getur verið nein skynsamleg ástæða til að efa það, að konur hafi ort ljóð á íslandi eins lengi og karlmenn, og ekki meir en kvenþjóðarinnar gætir í forn- ritum okkar, geyma þó sögurnar kveð- skap hæði norskra og íslenzkra kvenna — þar á meðal vísu eftir Gunnhildi kon- ungamóður. Skáldkonur eru því ekki nein nýjung í íslenzkum bókmenntum, enda undarlegt ef svo væri. En allt til þessa dags er ekki unnt að segja að þær séu þar fyrirferðamiklar en það hefir sínar sérstöku ástæður, sem að nokkru leyti liggja í augum uppi og alveg eru hag- mælsku og skáldgáfu óviðkomandi. Þannig er það, að ekki er til sjálfstæð ljóðabók á prenti eftir íslenzka konu fyrr en 1876, er út kom á Akureyri Síúlka Júliönu Jóns- dóttur, sem litlu síðar fluttist vestur um haf og lézt í hárri elli vestur á Kyrrahafs- strönd árið 1918. Þessi fyrsta ljóðabók íslenzkrar konu er í senn bæði furðu- stór, — níu arkir, — og furðu merkileg, því það er sannast sagna um hana að þegar undan er skilin ein staka, hefir hún til þess æma verðleika að vera gefin lit á ný, og skemmtilegt væri ef konur vildu beita sér fyrir að svo yrði gert á sóma- samlegan hátt. 1 kjölfar hennar sigldu nokkru siðar tvö lítil Ijóðasöfn eftir konur, en minna kveður að þeim, og það er ekki fyrr en með hinu fyrra ljóðakveri Ólafar Sigurðardóttur, 1888, að ný stjarna rís í sömu átt, en þá er ekki heldur um að vill- ast að þar er skáld á ferðinni, og enn hefir engin íslenzk skáldskona, ekki einu sinni Vatnsenda-Rósa, kynt heitari eld en Ólöf, og raun er það, að við skulum ekki enn eiga viðunandi útgáfu af ljóðum henn- ar. Þegar hið fyrra kver Ólafar kom, var þess enn langt að bíða að kona sú, Unn- ur Benediktsdóttir Bjarklind, eða Hulda, Skáldkonan Xlndína I Erindi, er frú Lára Árnadóttir I flutti í útvarpi, 2. nóv. 1952. Við flutning erindis þessa varð að fella úr nokkrar setningar á við og ( dreif sökum þess hve timinn var naum- | | ur (20 mínútur), en þeim er haldið { j hér. En aftur á móti þótti ekki ástæða { j til að prenta hér kvæðin, þvi bókin er j j nú komin út og þar geta menn lesið j j þau í heild. Eru þau á allan hátt ágæt- lega útgefin, eins og þau áttu skilið, og bókin hin fegursta. Þarf ekki að efa að hún muni verða vinsæl og nafn- ! ið Undína lengi í heiðri haft. Forleggj- I | arinn er ísafoldarprentsmiðja. • Ritstj. Akraness. j sem nefnd hefir verið „ljóðadrottning Is- lands,“ birtist á leiksviði bókmenntanna. En af öllum íslenzkum konum mun hún hafa látið eftir sig mest af ljóðum, og að henni tókst það, mun óhætt að fullyrða að við eigum að ekki litlu leyti henn- ar hamingjusama hjónabandi að þakka. En á þeim tíma, sem þarna liggur á milli, kom fram á sjónarsviðið önnur íslenzk skáldkona, að visu ekki hér heima heldur vestan hafs, og það er um hana og henn- ar verk að ég vildi segja hér nokkur orð í kvöld. Þetta er kona sú, er fyrir og um aldamótin orti undir dulnefninu Und- ína og ákaflega fáir vissu þá hver var. Laust eftir 1890 var Jón Ólafsson rit- stjóri Heimskringlu, að nokkru leyti með Gesti Pálssyni, svo að þar voru þá þeir ritstjórar, sem ekki voru beinlínis utan- gátta í bókmenntunum. Þá birtust í blaðinu nokkur kvæði undir þessu ókennda nafni, og voru þau með þeim hætti að ekki var unnt að ganga fram hjá þeim eða lesa þau athyglislaust.öndverðlega á árinu 1893 réðst Jón í að stofna tímaritið öldina, sem kom út í Winnipeg í 4 ár, fyrst undir hans ritstjórn, en síðan tók við annar afbragðs- maður, Eggert Jóhannsson, skagfirzkur að uppruna. öldin er enn í dag talin á með- al okkar skemmtilegustu og fróðlegustu timarita, svo að þeir þykjast eiga góða eign, sem hana eiga. Bæði sem blaðamaður og bókmenntamaður vissi Jón það vel hve- nær hnífur hans kom í feitt, og sjálfur var hann gott skáld og frumlegt og einn hinn mesti snillingur á óhundið mál. En hvað haldið þið að hann hafi látið birtast á fyrstu síðu og fyrstu síðum þessa tíma- rits, sem hann stofnaði nú, og vitanlega var umhugað um að þegar í stað vekti at- hygli? Til þess valdi hann nokkur kvæði eftir þessa konu, sem enginn vissi hver var, og það er vist, að honum missást ekki i valinu. Hann átti eftir að birta meira eftir hana og minnast hennar oft- ar, en í þetta sinn komst hann þannig að orði um hana: „Það er lítið um það, að kvenfólkið hafi til þessa lagt skerf til íslenzkra bók- mennta, sízt þann skerf er nokkurs sé verð- ur. Orsökina ætlum vér ekki að rannsaka; vér höfum aðeins orð á því, sem engum getur dulizt, sem vit hefir á og athugar málið. Það er líklega engin þjóð, sem framleiðir eins mikið af kveðskap eins og Islendingar, en af þeim kveðskap á til- tölulega litið skylt við skáldskap. Vér höf- um áður í Heimskringlu átt því láni að fagna að geta birt nokkur ljóðmæli eftir islenzka konu, sem er undantekning frá reglunni að þvi leyti að ljóð hennar eru skáldskapur. Hún nefnir sig nafninu Und ina, og vér hikum ekki við að segja, að ekkert íslenzkt skáld þyrfti að fyrirverða sig fyrir kvæðin hennar. Þau eiga fyrir sér lengri aldur en blöðin, sem þau birt- ast í; þau eiga framtíðarsæti í íslenzkum bókmenntum. Þau eru vottur um sterka náttúrugáfu og fegurðarsmekk; i einu orði: þau sýna að Undína er skáld. Vér kunn- um henni þökk fyrir kvæðin sín, og fyrir sakir íslenzkra bókmennta hvetjum vér hana til að rækja þessa gáfu sína.“ Við skulum hafa það í huga, að þeg- ar Jón Ólafsson segir að ekkert islenzkt skáld þyrfti að fyrirverða sig fyrir kvæði Undínu, voru þeir síyrkjandi jöfrarnir þrír, Benedikt Gröndal, Steingrimur Thor- steinsson og Matthias Jochumsson, sem hann dáði alla saman og mjög að mak- legleikum — að ógleymdum Grími Thom- sen, sem Jón var í engu vinfengi við og hafði dæmt nokkuð harkalega, en gat þó ekki á eftir stillt sig um að telja meiri- háttar skáld, enda gat hann, með sinni skörpu dómgreind, vitanlega ekki rekið sjálfan sig úr vitni þar um. Og þennan dóm sinn staðfesti Jón síðar. Þama var þannig ekki tnn neina smáræðis-viður- kenningu að ræða. Við vitum nú hver þessi Undína var, þó að ekki vissu það þá nema örfáir þagmælskir trúnaðarmenn. Hún var Helga Baldvinsdóttir frá Skútustöðum við Mývatn, Helgasonar, en meðal systkina Baldvins voru: 1. Stefán faðir Jóns rit- höfundar á Litlu-Strönd, þess er ritaði tmdir dulnefninu Þorgils gjallandi; 2. Hjálmar faðir síra Helga á Grenjaðar- akranes 119

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.