Akranes - 01.10.1952, Blaðsíða 9

Akranes - 01.10.1952, Blaðsíða 9
áherzlu á, að gjaldkeri fyrirtækisins væri undantekningarlaust viðstaddur, er skip- in kæmu í höfn, til þess að greiða skips- höfnum í reiðu fé inneignir þeirra. Skipti þar engu máli, hvort um var að ræða nótt eða dag, helgan dag eða rúmhelgan. Hann sagði, að timi skipverjanna væri svo naum- ur, að hann mætti ekki rýra með töfum eða eltingaleik við reikningsskil. Tvisvar kom það fyrir, segir Geir, — vegna ófærðar af snjó, — að hann fór sjálfur fótgangandi til Reykjavikur, til þess að nálgast peninga í banka, svo að hann hefði nægjanlegt fé til útborgunar yfir helgi. Árið 1929 hætti Hellyer þessari útgerð hér á landi, vegna miskliðar við bæjar- stjórn Hafnarfjarðar. Oft hefur Hellyer verið affluttur hér á landi i orði og umsögn. Mætti víst margt tína til að hnekkja þeim orðasveim. En hér má nefna eitt, sem gerir það raun- verulega betur en langar ritgerðir, en það er, að Bæjarútgerð Reykjavíkur og Kveld- úlfur, Tryggvi Öfeigsson og fleiri ísl. út- gerðarmenn, hafa lengi haft Hellyer sem trúnaðarmann sinn í Hull. Þetta sýnir full- vel afstöðu Hellyers til ísl. útgerðar, og hins vegar traust íslenzkra manna á þess- um mæta manni eða fyrirtæki þeirra bærðra. Geir fer á Grænlandsmið. Hellyer gerði út stórkostlega leiðangra til Grænlands á lúðu- og þorskveiðar. Kost- aði það mikið fé og margvíslegan undir- búning og eftirlit. Þetta má bezt marka af því, að þeir trúðu sjálfum sér bezt til að hafa yfirumsjón með veiðunum í smáu og stóru, og fóru því sjálfir til Grænlands, eins og áður er sagt. En það sýnir líka vel, hvert álit þeir bræður hafa á Geir Zoega, að þeir fengu hann til þess að fara til Grænlands og vera meðstjórnandi þessa leiðangurs 1930, þegar hvorugur þeirra gat farið þangað. 1 apríl fór Geir til Grænlands frá Hull, á „litla skipinu,“ sem þeir kölluðu svo, en það vor um 5500 tonn. Þegar búið var að fylla þetta „litla skip“ af lúðu við Grænland, kom þangað annað skip, sem var 10800 lestir, og hét Artick Queen. Á þessu skipi voru 552 nlenn um borð, þar af 500 Norðmenn, 51 Breti og Geir Zoega. Þegar þeir komu aftur til Hull, voru þeir búnir að vera 165 daga í leiðangrinum, án þess að koma að landi. Á þessu stærra skipi komu þeir með 2000 tonn af salt- fiski og 4—500 tonn af frystum þorsk- flökum, en það voru fyrstu frystu flökin, sem komu á brezkan markað. Ennfremur komu þeir með töluvert magn af lúðu. Þennan Grænlandstúr, telur Geir eina af skemmtilegustu dögum í lífi sínu. Nóg að gera alla daga og nætur líka. Allan þennan tima fengu þeir einu sinni bréf, en það var þegar stærra skipið kom til þeirra. Þeir gátu ekki einu sinni notið útvarps- frétta, því að stöð skipsins hafði svo mik- ið að gera, vegna þjónustunnar við hin mörgu skip hinna ýmsu þjóða, sem þarna voru að fiska, en það voru: Bretar, Frakkar, Portúgalar og Bandaríkjamenn, sem þá fiskuðu í Davissundi. Þessa þjónustu urðu þeir að inna af hendi, vegna þess, að ekk- ert annað skip hafði svo langdrægar stöðv- ar, og þess vegna var Hellyer fyrirskipað að taka að sér þessa þjónustu. Fyrsta daginn, sem línan var lögð, en það var 1. maí, fóru þeir á mið, sem þeir aldrei fyrr höfðu getað komist á vegna iss, en rannsóknarskip leiðangursins hafði sagt þeim, að þar væri nú íslaust. Þegar móður- skipið lét akkerið falla á þessum stað, flaut þar upp lúða, sem hafði rotast við það. Það virtist benda til, að hér væri mik- ill fiskur, sem og reyndist. Á þremur dög- um fiskuðu þeir þarna 135 tonn af lúðu á 20 dorium, en það þótti þeim einkenni- legast við þessa miklu lúðumergð, að þær voru allar eins og þær væru steyptar i sama mót, ca. 15 kg. að þyngd. Fljót- lega, eða aðeins eftir 3 daga urðu þeir að flýja af þessum stað, því þá var þar aftur kominn ís. Hinn 8. maí voru þeir búnir að finna nýtt lúðumið og voru á því til 24. júní, en þá höfðu þeir fyllt skipið. Afl- ann fengú þeir á 420—450 faðma dýpi. Þegar byrjað var á stóra skipinu, var mið- ið, sem fiskað var á svo lítið, að doríum- ar voru helmingi fleiri en rúmast gátu á því miði, þ. e. aðeins fyrir 20. Byrjað var á grynnri bönkunum á þorsk- og lúðumiðum. Skipin færðu sig aldrei úr stað, nema þeir vissu að farið væri á betri mið, eftir fyrirsögn rannsóknarskips leiðangursins, sem búið var að rannsaka þetta og gaf upp staðina. Ef veður var ekki gott, en bátar á sjó, var rannsóknar- skipið þarna alltaf til taks sem björgunar- skip þeim til aðstoðar. Þessi leiðangur Hellyers stóð í 8 ár. Á þessum tima dó aðeins einn maður af vosbúð, sem voru afleiðingar þess, að hann datt útbyrðis. Drengur, — sem var geggj- aður — kastaði sér einnig fyrir borð, og náðist ekki. Læknir var um borð og spítali, því að stundum varð að gera að sárum manna, vegna skurða og igerða og blóð- eitrana, en um önnur veikindi var ekki að ræða. Á stóra skipinu voru 38 menn i eld- húsi. Bezta máltið Norðmannanna var á fimmtudögum, er þeir fengu saltkjöt úr Skaftafellssýslum. I eina máltíð fóru: 5 tunnur af saltkjöti og 60 kg af fleski í baunirnar. Hellyer ætlaði að kaupa kjöt beint frá Islandi, en hætti við það, vegna þess, að ísl. saltkjötið var miklu ódýrara frá Noregi. Einn poki af stórþorski á mínútu. Leiðangur Hellyers hafði þarna mikið samband við franskan togara, sem hafði verið við Grænland árið áður (1929). Hann var búinn að vera þama í hálf- an mánuð og ekkert fengið. Þá kom hinn franski skipstjóri að máli við Hellyer, — sem það ár var sjálfur með leiðangr- inum, — og sagði honum sem var, um fiskileysi sitt. Hellyer vísaði honum á mið, er hann skyldi reyna á. Hann fylgdi þessum ráðum, og fékk þar til nóvember- loka þrisvar sinnum fullfermi af saltfiski. Árið 1930 vildi franski skipstjórinn greiða fyrir ábendingu Hellyers árið áð- ur með þvi að gefa leiðangursmönnum hans bendingar og upplýsingar, sem þeim gæti komið að gagni. Af þessu tilefni fór Geir Zoega um borð í franska togarann, með „óspjölluð" sjókort af Grænlandshaf- inu, en í þau setti hinn franski skipstjóri alla þá fiskistaði, er hann hafði fundið, en skrifaði í kortið auk þess allar frekari upplýsingar, er máli skiftu. Það sagði Geir, að mikinn afla hefði leiðangur Hell- yers fengið við Grænland fyrir þessar upp- lýsingar. Þarna var um gagnkvæma greið- vikni og samvinnu að ræða, sem báðir höfðu hið mesta gagn af. Geir var þarna um borð i heilan dag. Þegar hann kom um borð, lá togarinn við akkeri á 15 faðma dýpi, og var að ljúka við aðgerð. Þegar henni var lokið, fór hann út á 60 faðma, en skipstjórinn sagðist skyldi sýna Geir, að þarna gæti hann fiskað einn poka af stór-þorski á mínútu, og reyndist þetta nákvæmlega rétt. Ef hann togaði í 3 mín- útur, fékk hann 3 poka, ef í 5 mín., þá 5 poka o. s. frv. Draga menn ekki of hratt? Stöku sinnum fór Geir í leiðangur með rannsóknarskipinu, m. a. til að rannsaka fyrir sig sjálfan, hvort hinn hraði drátt- ur, sem menn nota yfirleitt hér á landi, orsaki ekki mun minni fiskveiði. Eitt sinn talaði Geir um þetta við Jakobsen fiski- skipstjóra, en hann hafði oft verið að veið- um við ísland, og hneykslast mjög á hin- um hraða drætti Islendinganna. Þegar Geir var þarna hjá honum, átti hann tvær línur í sjó, sem þeir kölluðu svo. Nú skulum við draga eins og Norð- menn sagði Geir, og fengu þeir þá á lín- una 8—9 fiska á hverja 10 öngla. þ. á. m. 2 lúður, — litlar þó. — I hinni línunni byrja þeir drátt á sama hátt, og fór allt á sama veg. Nú kom þeim saman um að draga um stund, sem íslendingar, en þá hrapaði aflinn niður í einn fisk á 5. hvern öngul. Alveg þetta sama virtist koma fram á doriunum, sem voru á þorsk- og línu- veiðum. Þama var beitt helmingi minna AKRANES 117

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.