Akranes - 01.10.1952, Blaðsíða 17

Akranes - 01.10.1952, Blaðsíða 17
get ég varizt þeirri hugsun, að sjaldnar hefði mátt heyra í útvarpinu og i öðrum fréttaflutningi rafmagnstruflanir á Akur- eyri, hefði Skjálfandafljót: Goðafoss verið virkjaður, eins og upphaflega var ráðgert, en ekki Laxá, en skrif um það er efni i langt mál. Að höf. sleppir ofannefndum \drkjunum er því undarlegra, sem hann nefnir hestorku þeirra á bls. 243, þótt ísafjarðarstöðin sé þar talin 130 hö. of lág. Þá má segja, að það skipti engu máli, þótt það sem hér hefur verið sagt um þess- ar tvær virkjanir, væri ósagt látið. En ég lít jafnan svo á, að ef um heimildarrit er að ræða, sem nútíð og framtið á að byggja á, beri að greina sem réttast frá og hlutdrægnislaust. En svona mun oft vera um ónákvæmar frásagnir, og svo virðist oft sem viðkomandi höfundur ætti að vita betur eða segja réttara og nákvæm- ar frá en þeir gera. Útúrdúr. Mér detur i hug í þessu sambandi önn- ur bók nýlega útkomin, sem átti að vera lýsing á framþróun fiskveiða okkar. Á bls. 486 í þeirri bók, (Sjómannasaga eftir V. Þ. G.) stendur svo um Vestmannaeyjar: „Þegar hér er komið sögu, í lok 19. aldar, er aftur mest um bátaútgerð að ræða. Meðal fslendinga, sem beittu sér fyrir þilskipaútgerð í Eyjum, má nefna Þorstein Jónsson (f. 1840) alþingismann. Annar merkur útgerðarmaður í Eyjum um þessar mundir var Gísli Stefánsson (1842— 1903). — í lok þessa tíma hófst einnig viðtæk starfsemi Gunnars Ólafssonar.“ Hinn 26. marz 1945 skrifaði ég hr. skóla- stjóra Vilhjálmi Þ. Gislasyni, en þá var Sjómannasaga hans nýkomin, á þessa leið: ,1 kaflanum Umbrotaár, á bls. 486 í bók yðar SJÖMANNASAGA, er Vestmanna- eyja að nokkru getið. Af innlendum mönn- um i Vestmannaeyjum minnist þér á Gísla Stefánsson (d. 1903), sem hafi byrjað þar verzlun ?88t. Eftir frásögn yðar um Gisla Stefánsson segir: „I lok þessa tima hófst einnig víðtæk starfsemi Gunnars Ólafs- sonar.“ Af því að ég get ekki komið fyrir mig, enda þótt ég sé innfæddur Vestmanna eyingur, hvaða Gunnar Ölafsson geti hér verið um að ræða, sem byrjað hafi stór- fellda starfsemi á þessum tima, eða eins og tekið við eða haldið áfram Uarfsemi Gísla Stefánssonar langar mig til þess að leita fræðslu hjá yður um þetta atriði. Ef hér skyldi átt við Gunnar Ólafsson & Co., er hér um misskilning að ræða eða beina óvandvirkni, því að það fyrirtæki hóf ekki starfsemi sína fyrr en eftir árið 1910. Annars býst ég við, ef rit yðar á að skoð- ast sem traust heimildarrit, að mörgum finnist kaflinn: „um helzta útgerðarstad- inn frá Vík til Reykjaness, Vestmannaeyj- ar,“ eins og þér kallið það, býsna magxn. Það er lítt hugsanlegt, að höf .hafi ekki Laft haldbetri gögn um þessi mál, en þá vaknar sú spurning. Hverjar orsakir liggja til þvílikrar óvandvirkni? Eru það málefn- in eða mennirnir, sem ekki mega koma réttilega í dagsbirtuna? Álika skil eru Akranesi gerð í þessum efnum. Þó hefði höf. sem er Reykvíkingur, átt að vera þar sæmilega kunnugur. Enn um hafnargerðir. Á bls. 161 segir, að búið sé að verja 10 millj. kr. til hafnar- og lendingabóta á timabilinu frá 1915—1940, mundi m*rgur ætla að Krabbe vissi betur. Reykjavík ein mun hafa varið meiru til þessa, jafnvel einnig Vestmannaeyjar, svo að dæmi séu nefnd. Á bls. 168 lætur Krabbe þess ógetið að sænskt firma, sem áður var nefnt byggði hér bryggju og beton hausa á Ægisgarð og lánaði fé til þess. Umboðsmaður þessa firma var Gisli J. Johnsen, sem átti frum- kvæði að þvi að leita til og semja við þetta firma, og fór með hafnarstjóra Þórarni Kristjánssyni til Stockhólms til endan- legra samninga. Hafnarhúsið — austari hluti þess — var þá í smíðum, en inn flutningsleyfi hafði ekki fengizt fyrir efni. og tókst að haga svo málum, að nægi- legt sement var látið í té m. m. af hinu sænska firma og þar með hægt að full- gera húsið, sem annars hefði verið hálf- byggt, hver veit hve lengi. Samningsupphæðin var mjög miklu lægri hjá liinu sænska firma en hjá til- svarandi dönskum, og greiðsluskilmálar betri og ekki eins niðurlægjandi. Á bls. 169 er á ný sagt, að Danir og útlendingar hafi gert eitt og annað, sem gert hafi verið í höfninni til þæginda og umbóta. Jafnvel kolakranann gerði danskt kolafirma. Hér komu hvorki hugsjónir Hjalta Jónssonar eða annarra til greina. Sama máli gegnir um Slippfélagið, Krabbe gleymir þvi, að hann var beinlínis drag- bítur á allar framkvæmdir Slippfélagsins og tafði jiær um árabil. Það getur sá, er þessi orð ritar borið um, þvi að á þeim árum sat hann með Krabbe í stjórn Slipp- félagsins og Hamars. Hvort Krabbe hagar sér svona af ótrú á framtíð Islands eða af því að hann var Dani og bar hag þeirra fyrir brjósti, er þangað sóttu viðgerðir skipa sinna — annarra en togara — skal ósagt látið, en svona var ástandið. Fyrir mig er því vel skiljanlegt, að hann nefnir Hjalta nafn aldrei, svo mikið sem allir Islendingar vita ])ó, að hann kom við söcru og framþróun síns timabils. Niðursuða. Á bls. 320 er minnzt á niðursuðuverk- smiðju Péturs M. Bjamasonar sem hina fyrstu, er stofnsett hafi verið 1906, sem varð að hætta 1913 vegna þess, að þvi er þar segir, ýmissa fjárhagsörðugleika. Það er auðvitað ekki rétt, að þetta hafi verið fyrsta niðursuðuverksmiðja á Islandi. 1 þessu sambandi má ekki heldur gleymast, að sá, sem byrjar á einhverju og réð ekki yfir nægu fjármagni, varð oft sökum mis skilnings að hætta, þvi að hvergi var stuðning að fá, og oft var fólkið — þvi miður — skilningslaust á málið. Á sömu bls. segir, að Sláturfélag Suður- lands hafi tekið upp og fram haldið starf- semi ísafjarðarverksmiðjunnar og byrjað þá starfsemi 1920 með hinum gömlu vél- um. Mun ekki hér vera eitthvað málum blandað? Ég held, að Sláturfélagið hafi byrjað fyrr. Ýmislegt er þarna einnig sagt um Rækjuverksmiðjur, sem sennilega þyrfti einhverrar lagfæringar við. Netagerð. Höf minnist á Netagerðina í Vestmanna- eyjum. En áður en hún tók til starfa hafði hinn stórhuga, framsýni Sigurjón Péturs- son á Álafossi hafið Netagerð löngu áður og fengið til þess fullkomnar, franskar vélar. Úmislegt. 1 yfirliti sínu á bls. 347—49 yfir ýmis embætti til aðstoðar ráðuneytunum og bæj- arstjómum, hefur höfundi láðst að geta embættis húsameistara ríkisins, sem stofn- að var 1919, og hefur haft hina stórfelld- ustu þýðingu. Það hljómar óneitanlega all undarlega (bls. 349), að 1940 hafi fast starfsfólk símastjórnarinnar (fyrir utan sjálfan for- stjórann og þrjá verkfræðinga) verið 211, en póststjómarinnar aðeins 45 launþegar. Það vekur ekki litla athjrgli við lestur þess- arar bókar, sem er mjög fróðleg og mikið verk hlýtur að liggja að baki, að mörg nöfn eru ekki nefnd, sem öllum Islend- ingum eru kunn. Manna, sem koma mikið við sögu, eins og t. d. Markús, skólastjóri Bjamason, Páll Halldórsson, skólastjóri, M. E. Jessen, en allir þessir menn hafa haft mikla þýðingu fyrir þau tímabil, er þeir heyra til. Þá virðist vanta ýmis önn- ur nöfn, svo sem: Geirs Zoega, hins mlkla brautryðjanda i útgerðinni og Thors Jen- sens, svo mikið sem hann beitti sér fyrir hvers konar framförum, hefði það nafn sannarlega mátt vera nefnt í þeirri bók, sem fjallar um íslands Tekniske Udvikl- ing. Einnig Eiríks Hjaltested. Hins vegar vekur það nokkra athygli lesendans, hversu margar nefndir og til- lögur hafa komið fram um veg eða jám- braut austur yfir fjall, en ekkert af öll- um tillögunum, sem þó ná yfir um 40 Framhald á síSu 139. AKRANES 125

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.